Útlendingastofnun segist hafa farið í einu og öllu að lögum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2015 17:25 Brottflutningur fjölskyldnanna vakti mikla reiði í samfélaginu á sínum tíma. Útlendingastofnun áréttar að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsókna tveggja albanskra fjölskyldna sem áberandi hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu stofnunarinnar sem birt er eftir beiðni barst frá umboðsmanni Alþingis um upplýsingar. Þar kemur fram að hingað til hafi stofnunin tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæðinga hennar og trúnaðarskyldu við þá. „Stofnunin hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna að henni verði heimilað að tjá sig efnislega um málið og birta opinberlega gögn sem máli skipta. Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir íslenskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun tekur ekki afstöðu til ákvörðunar Alþingis að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt enda falla störf þingsins alfarið utan verksviðs stofnunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stofnunin hyggst svara fyrirspurnum umboðsmanns innan gefinna tímamarka og mun ekki tjá sig um málin við fjölmiðla fyrr en erindunum hefur verið svarað. Albönsku fjölskyldurnar tvær fengu íslenskan ríkisborgararétt eftir að tillaga allsherjarnefndar Alþingis varð að lögum um helgina. Pepaj-fjölskyldan og Phellumb-fjölskyldan voru á meðal þeirra sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Einn alvarlega slasaður vegna bílslyssins Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Sjá meira
Útlendingastofnun áréttar að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsókna tveggja albanskra fjölskyldna sem áberandi hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu stofnunarinnar sem birt er eftir beiðni barst frá umboðsmanni Alþingis um upplýsingar. Þar kemur fram að hingað til hafi stofnunin tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæðinga hennar og trúnaðarskyldu við þá. „Stofnunin hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna að henni verði heimilað að tjá sig efnislega um málið og birta opinberlega gögn sem máli skipta. Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir íslenskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun tekur ekki afstöðu til ákvörðunar Alþingis að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt enda falla störf þingsins alfarið utan verksviðs stofnunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stofnunin hyggst svara fyrirspurnum umboðsmanns innan gefinna tímamarka og mun ekki tjá sig um málin við fjölmiðla fyrr en erindunum hefur verið svarað. Albönsku fjölskyldurnar tvær fengu íslenskan ríkisborgararétt eftir að tillaga allsherjarnefndar Alþingis varð að lögum um helgina. Pepaj-fjölskyldan og Phellumb-fjölskyldan voru á meðal þeirra sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Einn alvarlega slasaður vegna bílslyssins Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Sjá meira
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00
Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45