Bessastaðabragur Sigurjón M. Egilsson skrifar 2. janúar 2015 06:15 Ísland best í heimi, eða því sem næst, var innihald nýársávarps Ólaf Ragnar Grímssonar forseta Íslands. Hann sló á gamlar en margnotaðar nótur í ávarpi sínu. Sagði okkur að bera okkur vel, ýmsir nafngreindir útlendingar hefðu komist að einu og öðru hreint ágætu um okkur Íslendinga. Og þess eigum við að njóta. Gera sem minnst úr gagnrýni. „Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð,“ sagði forseti Íslands. Þetta er gamalkunnugt stef. Stef sem hluti þjóðarinnar kann vel og hljómar undur vel í eyrum sumra, en kann að hljóma sem örgustu öfugmæli í eyrum annarra. Ekki síst vegna þess að hér býr fólk með afar ólíka stöðu, afkomu og öryggi. Aftur til ávarps forsetans: „Stundum þurfum við áminningar að utan til að sjá stöðu okkar í samhengi við aðra,“ sagði hann. Þetta er mikið rétt hjá forseta. Við höfum þurft áminningar utan frá til að sjá stöðu okkar. Gott er að muna slakan árangur menntakerfisins, þar sem við erum langtum síðri en flest nágrannalönd okkar, við ein nálægra þjóða þurfum að styðjast við verðtryggingu með hennar göllum, við búum við hærra matarverð en margar aðrar þjóðir, verri námslán en boðin eru annars staðar. Forsetinn talaði vissulega um fátækt. „Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.“ Þetta eru óbreytt orð forseta Íslands frá því gær, 1. janúar, nýársdag. Daginn áður, 31. desember, sat hann ríkisráðsfund með ríkisstjórn Íslands. Það er vonandi að hann hafi sagt þetta líka á þeim fundi. Sama dag og forseti Íslands lét þessi orð falla í ávarpi til þjóðarinnar, kom vilji ríkisstjórnarinnar til framkvæmda, það er að stytta rétt atvinnulausra til bóta um hálft ár og hefur réttur þessa fólks ekki verið eins skammur í langan, langan tíma. Því fólki er vísað til sveitarfélaga eða á guð og gaddinn. Ekki er mikið gerandi með orð um annað og betra en þær staðreyndir sem blasa við okkur. Samt má ekki gera lítið úr fögrum orðum útlendinga um Ísland og Íslendinga, þau endurspegla fráleitt allt samfélagið. Forsetinn talaði ekki um biðlistana, ekki að margt af okkar hæfasta fólki flýr land, ekki um nýtilkomin aldursmörk til náms, ekki um meiri aðsókn til hjálparsamtaka, ekki um ömurlega umgengni um landið okkar í langan tíma og áfram og áfram er hægt að telja. Það var nánast raunalegt að hlusta á forseta Íslands í gær og eflaust hverri manneskju hollt að gera sem minnst með það sem hann sagði. Bessastaðablús gærdagsins var falskur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland best í heimi, eða því sem næst, var innihald nýársávarps Ólaf Ragnar Grímssonar forseta Íslands. Hann sló á gamlar en margnotaðar nótur í ávarpi sínu. Sagði okkur að bera okkur vel, ýmsir nafngreindir útlendingar hefðu komist að einu og öðru hreint ágætu um okkur Íslendinga. Og þess eigum við að njóta. Gera sem minnst úr gagnrýni. „Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð,“ sagði forseti Íslands. Þetta er gamalkunnugt stef. Stef sem hluti þjóðarinnar kann vel og hljómar undur vel í eyrum sumra, en kann að hljóma sem örgustu öfugmæli í eyrum annarra. Ekki síst vegna þess að hér býr fólk með afar ólíka stöðu, afkomu og öryggi. Aftur til ávarps forsetans: „Stundum þurfum við áminningar að utan til að sjá stöðu okkar í samhengi við aðra,“ sagði hann. Þetta er mikið rétt hjá forseta. Við höfum þurft áminningar utan frá til að sjá stöðu okkar. Gott er að muna slakan árangur menntakerfisins, þar sem við erum langtum síðri en flest nágrannalönd okkar, við ein nálægra þjóða þurfum að styðjast við verðtryggingu með hennar göllum, við búum við hærra matarverð en margar aðrar þjóðir, verri námslán en boðin eru annars staðar. Forsetinn talaði vissulega um fátækt. „Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.“ Þetta eru óbreytt orð forseta Íslands frá því gær, 1. janúar, nýársdag. Daginn áður, 31. desember, sat hann ríkisráðsfund með ríkisstjórn Íslands. Það er vonandi að hann hafi sagt þetta líka á þeim fundi. Sama dag og forseti Íslands lét þessi orð falla í ávarpi til þjóðarinnar, kom vilji ríkisstjórnarinnar til framkvæmda, það er að stytta rétt atvinnulausra til bóta um hálft ár og hefur réttur þessa fólks ekki verið eins skammur í langan, langan tíma. Því fólki er vísað til sveitarfélaga eða á guð og gaddinn. Ekki er mikið gerandi með orð um annað og betra en þær staðreyndir sem blasa við okkur. Samt má ekki gera lítið úr fögrum orðum útlendinga um Ísland og Íslendinga, þau endurspegla fráleitt allt samfélagið. Forsetinn talaði ekki um biðlistana, ekki að margt af okkar hæfasta fólki flýr land, ekki um nýtilkomin aldursmörk til náms, ekki um meiri aðsókn til hjálparsamtaka, ekki um ömurlega umgengni um landið okkar í langan tíma og áfram og áfram er hægt að telja. Það var nánast raunalegt að hlusta á forseta Íslands í gær og eflaust hverri manneskju hollt að gera sem minnst með það sem hann sagði. Bessastaðablús gærdagsins var falskur.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun