Nýsköpun á nýju ári Almar Guðmundsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunarsjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raungreina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjaldeyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatilfærslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögnunarfærslur eru fastar í viðjum óskilvirks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrirtækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðuneyti staðið að Hátækni- og sprotavettvangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköpunar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjárfestingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósanlegur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunarsjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raungreina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjaldeyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatilfærslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögnunarfærslur eru fastar í viðjum óskilvirks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrirtækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðuneyti staðið að Hátækni- og sprotavettvangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköpunar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjárfestingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósanlegur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun