Er það „alveg fráleitt“? Ólafur Stephensen skrifar 23. janúar 2015 07:00 Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins síðastliðið þriðjudagskvöld að það væri „alveg fráleitt“ að vildarpunktar Icelandair réðu einhverju um að ríkisstofnanir beindu viðskiptum sínum aðallega til þess flugfélags. Höfundur þessarar greinar hafði þá haldið öðru fram í Kastljósi RÚV á mánudaginn; það væri í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn nytu persónulegra fríðinda í formi vildarpunkta í krafti flugmiðakaupa á kostnað skattgreiðenda og högnuðust raunar á því sjálfir að sem dýrastur flugmiði væri keyptur. Raunar er þetta ekki fráleitara en svo að Samkeppniseftirlitið skrifaði í skýrslu fyrir tæpum sex árum: „Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að flestir opinberir starfsmenn sem ferðist til útlanda vegna vinnu sinnar bóki fargjöld sín með Icelandair. Mjög sjaldgæft sé að opinberar stofnanir eða ráðuneyti bóki fargjöld fyrir starfsmenn sína með Iceland Express. Vildarklúbbur Icelandair getur hér haft áhrif en vildarpunktum sem veittir eru fyrir hvert fargjald safni farþegar sjálfir en ekki viðkomandi stofnun eða fyrirtæki sem greiði fargjaldið.“ Ábendingar um óeðlileg áhrif vildarpunktanna á kauphegðun ríkisstofnana eru heldur ekki fráleitari en svo að þegar flugmiðakaup ríkisins voru boðin út árið 2010 setti Ríkiskaup í útboðsskilmálana bann við því að veittir yrðu vildarpunktar eða sambærileg fríðindi. Útboðið klúðraðist og þegar það fór fram á nýjan leik var búið að taka það bann út úr útboðsskilmálunum af ástæðum sem aldrei hafa fengizt skýrðar.Ríkið ræður þessu sjálft Þessi gagnrýni er heldur ekki fráleitari en svo að fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, tók undir það í Kastljósviðtali á miðvikudagskvöldið að vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna á kostnað skattgreiðenda væri óeðlileg. Hafa þyrfti línur skýrar og gæta þess að ekki væri „dulinn persónulegur ávinningur“ af því að beina viðskiptum ríkisstofnana til eins flugfélags umfram annað, en ríkið borgaði reikninginn. Bjarni sagðist telja að fyrri útboð og rammasamningar ríkisins hefðu verið gölluð að þessu leyti. Það er rétt hjá ráðherranum. Ríkið sem einn stærsti kaupandi þjónustu flugfélaganna hlýtur að geta ráðið því hvernig skilmálar útboða og rammasamninga líta út. Það þarf ekki að vera neitt athugavert við vildarkerfi flugfélaga. Hins vegar er fullkomlega óeðlilegt að ríkið samþykki að starfsmenn þess njóti persónulegra fríðinda út á viðskipti sem skattgreiðendur fjármagna. Vildarpunktana er ekki eingöngu hægt að nota til að fljúga frítt með Icelandair; það er hægt að nota þá til dæmis til að verzla um borð í flugvélum. Þætti það í lagi í einhverjum öðrum viðskiptum að út á útgjöld ríkisins fengju starfsmenn þess til dæmis frítt armbandsúr eða koníaksflösku? Þætti það í lagi ef um væri að ræða lækni sem tæki ákvörðun um að kaupa lyf? Í Kastljósviðtalinu við fjármálaráðherra gætti reyndar lítils háttar misskilnings um að það hefði verið loðið á sínum tíma hvort tilboð Icelandair eða keppinautarins Iceland Express hefði verið hagstæðara. Kærunefnd útboðsmála tók af öll tvímæli um það í úrskurði sínum í ágúst 2012 að „verulega miklu“ hefði munað á tilboðunum og tilboð Icelandair verið svo óhagstætt ríkinu að það hefði verið brot á lögum um opinber útboð að taka því. Þrátt fyrir þetta sögðu Ríkiskaup upp rammasamningi við bæði flugfélögin, lýstu því yfir að mál yrði höfðað til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt og boðuðu að nýtt útboð færi fram. Reyndar hefur ekkert mál verið höfðað, þannig að úrskurður kærunefndarinnar stendur. Þá bólar ekkert heldur á útboðinu tveimur og hálfu ári síðar. Í fréttum RÚV sagði Halldór Ó. Sigurðsson að unnið væri að því að bjóða út flugferðir ríkisstarfsmanna. Fjármálaráðherrann boðaði líka í Kastljósi að þessum innkaupum ríkisins yrði, eins og öðrum, komið í betra og gegnsærra horf. Þannig yrði horfið frá því ólögmæta ástandi sem er í þessum málum í dag. Í leiðinni er engan veginn fráleitt að binda enda á þetta mjög svo óheppilega fyrirkomulag; að ríkisstarfsmenn hafi persónulegan ávinning af því að beina viðskiptum sínum til tiltekins flugfélags og kaupa af því sem dýrasta þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins síðastliðið þriðjudagskvöld að það væri „alveg fráleitt“ að vildarpunktar Icelandair réðu einhverju um að ríkisstofnanir beindu viðskiptum sínum aðallega til þess flugfélags. Höfundur þessarar greinar hafði þá haldið öðru fram í Kastljósi RÚV á mánudaginn; það væri í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn nytu persónulegra fríðinda í formi vildarpunkta í krafti flugmiðakaupa á kostnað skattgreiðenda og högnuðust raunar á því sjálfir að sem dýrastur flugmiði væri keyptur. Raunar er þetta ekki fráleitara en svo að Samkeppniseftirlitið skrifaði í skýrslu fyrir tæpum sex árum: „Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að flestir opinberir starfsmenn sem ferðist til útlanda vegna vinnu sinnar bóki fargjöld sín með Icelandair. Mjög sjaldgæft sé að opinberar stofnanir eða ráðuneyti bóki fargjöld fyrir starfsmenn sína með Iceland Express. Vildarklúbbur Icelandair getur hér haft áhrif en vildarpunktum sem veittir eru fyrir hvert fargjald safni farþegar sjálfir en ekki viðkomandi stofnun eða fyrirtæki sem greiði fargjaldið.“ Ábendingar um óeðlileg áhrif vildarpunktanna á kauphegðun ríkisstofnana eru heldur ekki fráleitari en svo að þegar flugmiðakaup ríkisins voru boðin út árið 2010 setti Ríkiskaup í útboðsskilmálana bann við því að veittir yrðu vildarpunktar eða sambærileg fríðindi. Útboðið klúðraðist og þegar það fór fram á nýjan leik var búið að taka það bann út úr útboðsskilmálunum af ástæðum sem aldrei hafa fengizt skýrðar.Ríkið ræður þessu sjálft Þessi gagnrýni er heldur ekki fráleitari en svo að fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, tók undir það í Kastljósviðtali á miðvikudagskvöldið að vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna á kostnað skattgreiðenda væri óeðlileg. Hafa þyrfti línur skýrar og gæta þess að ekki væri „dulinn persónulegur ávinningur“ af því að beina viðskiptum ríkisstofnana til eins flugfélags umfram annað, en ríkið borgaði reikninginn. Bjarni sagðist telja að fyrri útboð og rammasamningar ríkisins hefðu verið gölluð að þessu leyti. Það er rétt hjá ráðherranum. Ríkið sem einn stærsti kaupandi þjónustu flugfélaganna hlýtur að geta ráðið því hvernig skilmálar útboða og rammasamninga líta út. Það þarf ekki að vera neitt athugavert við vildarkerfi flugfélaga. Hins vegar er fullkomlega óeðlilegt að ríkið samþykki að starfsmenn þess njóti persónulegra fríðinda út á viðskipti sem skattgreiðendur fjármagna. Vildarpunktana er ekki eingöngu hægt að nota til að fljúga frítt með Icelandair; það er hægt að nota þá til dæmis til að verzla um borð í flugvélum. Þætti það í lagi í einhverjum öðrum viðskiptum að út á útgjöld ríkisins fengju starfsmenn þess til dæmis frítt armbandsúr eða koníaksflösku? Þætti það í lagi ef um væri að ræða lækni sem tæki ákvörðun um að kaupa lyf? Í Kastljósviðtalinu við fjármálaráðherra gætti reyndar lítils háttar misskilnings um að það hefði verið loðið á sínum tíma hvort tilboð Icelandair eða keppinautarins Iceland Express hefði verið hagstæðara. Kærunefnd útboðsmála tók af öll tvímæli um það í úrskurði sínum í ágúst 2012 að „verulega miklu“ hefði munað á tilboðunum og tilboð Icelandair verið svo óhagstætt ríkinu að það hefði verið brot á lögum um opinber útboð að taka því. Þrátt fyrir þetta sögðu Ríkiskaup upp rammasamningi við bæði flugfélögin, lýstu því yfir að mál yrði höfðað til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt og boðuðu að nýtt útboð færi fram. Reyndar hefur ekkert mál verið höfðað, þannig að úrskurður kærunefndarinnar stendur. Þá bólar ekkert heldur á útboðinu tveimur og hálfu ári síðar. Í fréttum RÚV sagði Halldór Ó. Sigurðsson að unnið væri að því að bjóða út flugferðir ríkisstarfsmanna. Fjármálaráðherrann boðaði líka í Kastljósi að þessum innkaupum ríkisins yrði, eins og öðrum, komið í betra og gegnsærra horf. Þannig yrði horfið frá því ólögmæta ástandi sem er í þessum málum í dag. Í leiðinni er engan veginn fráleitt að binda enda á þetta mjög svo óheppilega fyrirkomulag; að ríkisstarfsmenn hafi persónulegan ávinning af því að beina viðskiptum sínum til tiltekins flugfélags og kaupa af því sem dýrasta þjónustu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun