Alvarlegir atburðir en líka spenna og húmor Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 15:00 "Eldbarnið lýsir atburðum sem raunverulegt fólk gekk í gegnum,“ segir Pétur Eggerz sem hér er á æfingu ásamt Andreu Ösp og Öldu. Vísir/GVA „Ég held að við þurfum ekkert að vera hrædd við að bera dramatík á borð fyrir börn. Þó að leikritið sýni alvarlega atburði er líka í því spenna og húmor,“ segir Pétur Eggerz, leikari og höfundur Eldbarnsins, hamfaraleikrits sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 14 á vegum Möguleikhússins. Það snýst um stúlkuna Sólveigu sem flýr með mömmu sinni upp í fjallshlíð þegar Skaftáreldarnir geisa og þaðan horfa þær á bæinn sinn fara undir hraun. Þá hefst leit að skjóli og barátta - til að komast af. Pétur segir Eldbarnið hugsað fyrir áhorfendur frá níu ára aldri. „Við köllum þetta hamfaraverk fyrir börn og fullorðna. Ég sé fyrir mér að fullorðnir geti komið á það án þess að vera með börn. Fyrst og fremst viljum við ná til krakka eldri en níu ára sem upplifa þessa sögu sem spennandi ævintýri. Það er ekki meiningin að gera þau hrædd við eldgos. En Skaftáreldarnir áttu sér stað og í verkinu er lýst náttúru sem við búum í.“ Pétur segir Eldbarnið hafa verið lengi á leiðinni og margt hafa gerst í samfélaginu á meðan. „Ég byrjaði að velta efninu fyrir mér fyrir hrun þegar allt var svo æðislegt og erfiðir atburðir úr okkar sögu svo órafjarri. Mér fannst þá að kannski væri gott að líta aðeins til baka. Það var kveikjan í upphafi. Svo kom hrunið og þó ekki sé hægt að líkja saman náttúruhamförum og fjármálahruni af manna völdum fann ég ýmsa snertipunkta í viðbrögðum almennings og yfirvalda þá og nú. Síðan komu eldgos í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum og allt í einu varð öskufall áþreifanlegt. Gosið í Holuhrauni er þó einna líkast Skaftáreldunum og enginn veit hvenær því lýkur. Fyrst þegar ég fór að vinna í efninu fannst mér ég þurfa að útskýra fyrir börnunum hvað eldgos væri en náttúran hefur séð um það.“ Eldbarnið er skáldverk, að sögn Péturs. „En þar er lýst atburðum sem raunverulegt fólk gekk í gegnum og við sögu koma persónur sem voru til, séra Jón Steingrímsson og hans kona, sýslumannsfrúin í Vík og Skúli Magnússon. Stúlkan Sólveig er skálduð en við fylgjum henni eftir í erfiðleikum og ævintýrum.“ Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir Eldbarninu eins og Eldklerknum, einleik sem Pétur hefur sýnt víða og fengið afburðagóðar viðtökur. Þrír leikarar eru í þessari sýningu, Andrea Ösp Karlsdóttir sem leikur Sólveigu og Pétur og Alda Arnardóttir sem leika öll önnur hlutverk. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég held að við þurfum ekkert að vera hrædd við að bera dramatík á borð fyrir börn. Þó að leikritið sýni alvarlega atburði er líka í því spenna og húmor,“ segir Pétur Eggerz, leikari og höfundur Eldbarnsins, hamfaraleikrits sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 14 á vegum Möguleikhússins. Það snýst um stúlkuna Sólveigu sem flýr með mömmu sinni upp í fjallshlíð þegar Skaftáreldarnir geisa og þaðan horfa þær á bæinn sinn fara undir hraun. Þá hefst leit að skjóli og barátta - til að komast af. Pétur segir Eldbarnið hugsað fyrir áhorfendur frá níu ára aldri. „Við köllum þetta hamfaraverk fyrir börn og fullorðna. Ég sé fyrir mér að fullorðnir geti komið á það án þess að vera með börn. Fyrst og fremst viljum við ná til krakka eldri en níu ára sem upplifa þessa sögu sem spennandi ævintýri. Það er ekki meiningin að gera þau hrædd við eldgos. En Skaftáreldarnir áttu sér stað og í verkinu er lýst náttúru sem við búum í.“ Pétur segir Eldbarnið hafa verið lengi á leiðinni og margt hafa gerst í samfélaginu á meðan. „Ég byrjaði að velta efninu fyrir mér fyrir hrun þegar allt var svo æðislegt og erfiðir atburðir úr okkar sögu svo órafjarri. Mér fannst þá að kannski væri gott að líta aðeins til baka. Það var kveikjan í upphafi. Svo kom hrunið og þó ekki sé hægt að líkja saman náttúruhamförum og fjármálahruni af manna völdum fann ég ýmsa snertipunkta í viðbrögðum almennings og yfirvalda þá og nú. Síðan komu eldgos í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum og allt í einu varð öskufall áþreifanlegt. Gosið í Holuhrauni er þó einna líkast Skaftáreldunum og enginn veit hvenær því lýkur. Fyrst þegar ég fór að vinna í efninu fannst mér ég þurfa að útskýra fyrir börnunum hvað eldgos væri en náttúran hefur séð um það.“ Eldbarnið er skáldverk, að sögn Péturs. „En þar er lýst atburðum sem raunverulegt fólk gekk í gegnum og við sögu koma persónur sem voru til, séra Jón Steingrímsson og hans kona, sýslumannsfrúin í Vík og Skúli Magnússon. Stúlkan Sólveig er skálduð en við fylgjum henni eftir í erfiðleikum og ævintýrum.“ Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir Eldbarninu eins og Eldklerknum, einleik sem Pétur hefur sýnt víða og fengið afburðagóðar viðtökur. Þrír leikarar eru í þessari sýningu, Andrea Ösp Karlsdóttir sem leikur Sólveigu og Pétur og Alda Arnardóttir sem leika öll önnur hlutverk.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira