Kökumylsna handa öllum Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 06:00 Það er gott að búa í Kópavogi, segir máltækið. Eða er það málsháttur? Orðatiltæki kannski? Allavega. Kópavogur. Kópavogur leysti á dögunum upp á sitt eindæmi eitt óleysanlegasta vandamál mannkynsins. Hvílík og önnur eins hugvitssemi hefur ekki sést í áraraðir, ef þá nokkurn tímann. Um er að ræða uppgötvun á borð við hjólið, eldinn, prentvélina og pensilín. Jóhannes Gutenberg, Alexander Fleming, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil kalla hana kökumylsnuaðferðina. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, launa- og rekstrarfulltrúi hjá Kópavogsbæ, kærði bæinn til kærunefndar jafnréttismála í fyrra fyrir að greiða karlmanni í sambærilegu starfi hærri laun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að bærinn hefði brotið lög. Það er gott að búa í Kópavogi og þar er launamunur kynjanna ekki látinn viðgangast. Ármann Kr. bæjarstjóri brást hratt og vel við eins og frægt er orðið. Með gjörningi sem á einhvern óútskýranlegan hátt var í senn í anda móður Teresu og Maríu Antoinette var óréttlætinu útrýmt. „Kökumylsna handa öllum. Voila, hallelúja og bon appetit.“ Karlinn var lækkaður í launum.Hár í handarkrikum Fyrir tveimur vikum skrifaði ég grein sem birtist á þessum sömu síðum um launamun kynjanna. Í einfeldni minni stakk ég þar upp á að til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna myndum við útrýma launamun kynjanna með því að hver einasta kona færi til yfirmanns síns og bæði um launahækkun. Ég tek þessa frómu ósk hér með til baka. Það er nefnilega til betri leið. Konur hafa barist fyrir jöfnum launum á við karla lengur en Kópavogur hefur verið í byggð. Þær hafa hent sér fyrir hesta og brennt brjóstahaldara. Þær hafa ræktað hárvöxt í handarkrikum, klætt sig eins og karlmenn og svo eins og druslur. En allt kemur fyrir ekki.Hundaskítur á húnum Manninum eru flestir vegir færir. Hann hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Marie Curie og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og útrýmt drepsóttum. En hvers vegna hefur gengið svona illa að útrýma launamun kynjanna? Ástæðan er sú að við höfum ekki hugsað út fyrir kassann. Ekki eins og Ármann Kr. Ármann er kominn svo langt út fyrir kassann að fyrir honum er kassinn ekki annað en depill í fjarska. Kassinn er eins og Kópavogsbær séður úr geimnum. Í stað þess að ég biðji um launahækkun í tilraun minni til að vera metin til jafns við karlkyns kollega hefði ég greinilega heldur átt að biðja um launalækkun karlkyns kollegum til handa. Hæ, Guðmundur Andri. Hæ, Sigurjón M. Og hvers vegna að láta þar við sitja. Kökumylsnuaðferð Ármanns má beita á hina ýmsu þætti daglegs líf. Ertu með hausverk? Stingdu nál í lærið á þér og ég ábyrgist að þú hættir að finna fyrir honum. Ertu í vondu skapi? Klíndu hundaskít á hurðarhún nágranna þíns og þú getur yljað þér við þá vitneskju að bráðum verður einhver í jafn vondu skapi og þú. Og hví ekki að hugsa stórt? Til að lina hugarvíl þeirra sem eru með skalla, hvernig væri að raka hárið af öllum íbúum jarðar. Þjáistu af vöðvabólgu? Hugsaðu um verðbólgu. Er fólk súrt yfir tollaskertu ostaúrvalinu? Tökum aftur fyrir innflutning á nammi. Aldrei neitt í sjónvarpinu. Bönnum rafmagn. Já, það hlýtur að vera gott að búa í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Justin Bieber á Íslandi Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Kópavogi, segir máltækið. Eða er það málsháttur? Orðatiltæki kannski? Allavega. Kópavogur. Kópavogur leysti á dögunum upp á sitt eindæmi eitt óleysanlegasta vandamál mannkynsins. Hvílík og önnur eins hugvitssemi hefur ekki sést í áraraðir, ef þá nokkurn tímann. Um er að ræða uppgötvun á borð við hjólið, eldinn, prentvélina og pensilín. Jóhannes Gutenberg, Alexander Fleming, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil kalla hana kökumylsnuaðferðina. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, launa- og rekstrarfulltrúi hjá Kópavogsbæ, kærði bæinn til kærunefndar jafnréttismála í fyrra fyrir að greiða karlmanni í sambærilegu starfi hærri laun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að bærinn hefði brotið lög. Það er gott að búa í Kópavogi og þar er launamunur kynjanna ekki látinn viðgangast. Ármann Kr. bæjarstjóri brást hratt og vel við eins og frægt er orðið. Með gjörningi sem á einhvern óútskýranlegan hátt var í senn í anda móður Teresu og Maríu Antoinette var óréttlætinu útrýmt. „Kökumylsna handa öllum. Voila, hallelúja og bon appetit.“ Karlinn var lækkaður í launum.Hár í handarkrikum Fyrir tveimur vikum skrifaði ég grein sem birtist á þessum sömu síðum um launamun kynjanna. Í einfeldni minni stakk ég þar upp á að til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna myndum við útrýma launamun kynjanna með því að hver einasta kona færi til yfirmanns síns og bæði um launahækkun. Ég tek þessa frómu ósk hér með til baka. Það er nefnilega til betri leið. Konur hafa barist fyrir jöfnum launum á við karla lengur en Kópavogur hefur verið í byggð. Þær hafa hent sér fyrir hesta og brennt brjóstahaldara. Þær hafa ræktað hárvöxt í handarkrikum, klætt sig eins og karlmenn og svo eins og druslur. En allt kemur fyrir ekki.Hundaskítur á húnum Manninum eru flestir vegir færir. Hann hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Marie Curie og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og útrýmt drepsóttum. En hvers vegna hefur gengið svona illa að útrýma launamun kynjanna? Ástæðan er sú að við höfum ekki hugsað út fyrir kassann. Ekki eins og Ármann Kr. Ármann er kominn svo langt út fyrir kassann að fyrir honum er kassinn ekki annað en depill í fjarska. Kassinn er eins og Kópavogsbær séður úr geimnum. Í stað þess að ég biðji um launahækkun í tilraun minni til að vera metin til jafns við karlkyns kollega hefði ég greinilega heldur átt að biðja um launalækkun karlkyns kollegum til handa. Hæ, Guðmundur Andri. Hæ, Sigurjón M. Og hvers vegna að láta þar við sitja. Kökumylsnuaðferð Ármanns má beita á hina ýmsu þætti daglegs líf. Ertu með hausverk? Stingdu nál í lærið á þér og ég ábyrgist að þú hættir að finna fyrir honum. Ertu í vondu skapi? Klíndu hundaskít á hurðarhún nágranna þíns og þú getur yljað þér við þá vitneskju að bráðum verður einhver í jafn vondu skapi og þú. Og hví ekki að hugsa stórt? Til að lina hugarvíl þeirra sem eru með skalla, hvernig væri að raka hárið af öllum íbúum jarðar. Þjáistu af vöðvabólgu? Hugsaðu um verðbólgu. Er fólk súrt yfir tollaskertu ostaúrvalinu? Tökum aftur fyrir innflutning á nammi. Aldrei neitt í sjónvarpinu. Bönnum rafmagn. Já, það hlýtur að vera gott að búa í Kópavogi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun