Efni á borðum þekktra listamanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 09:00 Ásgeir Orri og Pálmi Ragnar Ásgeirssynir og Sæþór Kristjánsson mynda upptökuteymið, StopWaitGo. mynd/birgir þór harðarson „Við erum strax búnir að fá mjög góð viðbrögð. Það er klárt mál að þetta mun án efa opna fleiri dyr,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, meðlimur í íslenska upptökuteyminu StopWaitGo. Teymið átti bæði lögin í úrslitakeppninni í Eurosvision um helgina, Once Again sem Friðrik Dór söng og lagið Unbroken sem María Ólafsdóttir söng, en hún sigraði í keppninni að lokum. Spurðir út í hvað þessi frábæri árangur hafi í för með sér segir Ásgeir Orri að teymið þurfi að endurskipuleggja sín verkefni. „Það er mikið af spennandi hlutum að gerast hjá okkur í þessum töluðu orðum. Við megum bara því miður ekki tjá okkur um það að svo stöddu en það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Ásgeir Orri.Piltarnir í StopWaitGo hafa verið að vinna mikið úti í Bandaríkjunum og hafa þar kynnst góðu fólki í tónlistargeiranum. „Við höfum verið að vinna talsvert með öðrum lagahöfundum í Bandaríkjunum og náum því að afkasta mun meira. Við höfum kynnst frábærum höfundum og myndað sterk tengsl. Það er gaman að leiða saman hugmyndir við aðra.“ Samstarfsaðilar strákanna hafa samið tónlist fyrir nöfn á borð Rihönnu, Snoop Dogg, Avril Lavigne og Christinu Aguilera, svo nokkur séu nefnd. Félagar Ásgeirs Orra í StopWaitGo, þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, eru báðir búsettir í Bandaríkjunum og starfa þar. Pálmi er á leiðinni út á fimmtudaginn en hann kom heim sérstaklega til þess að vera á úrslitakvöldinu. „Ég verð hérna heima að sjá um starfsemina á Íslandi. Það hefur verið þannig undanfarið og verður áfram,“ segir Ásgeir Orri. Þeir félagar vonast einnig til þess að velgengnin í Eurovision komi til með að hjálpa bæði Friðriki Dór og Maríu til þess að kynna sig á heimsvísu. „Það væri gaman að sjá að þetta komi til með að hjálpa þeim báðum að koma einhverju af stað erlendis.“Sigurvegarar kvöldsins. María Ólafsdóttir, ásamt strákunum í StopWaitGo, bakröddunum þeim Írisi Hólm Jónsdóttur og Ölmu Rut og dönsurunum Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur. Fréttablaðið/Andri Marinó Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Íslensku landsliðsstelpurnar réðust á Fannar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira
„Við erum strax búnir að fá mjög góð viðbrögð. Það er klárt mál að þetta mun án efa opna fleiri dyr,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, meðlimur í íslenska upptökuteyminu StopWaitGo. Teymið átti bæði lögin í úrslitakeppninni í Eurosvision um helgina, Once Again sem Friðrik Dór söng og lagið Unbroken sem María Ólafsdóttir söng, en hún sigraði í keppninni að lokum. Spurðir út í hvað þessi frábæri árangur hafi í för með sér segir Ásgeir Orri að teymið þurfi að endurskipuleggja sín verkefni. „Það er mikið af spennandi hlutum að gerast hjá okkur í þessum töluðu orðum. Við megum bara því miður ekki tjá okkur um það að svo stöddu en það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Ásgeir Orri.Piltarnir í StopWaitGo hafa verið að vinna mikið úti í Bandaríkjunum og hafa þar kynnst góðu fólki í tónlistargeiranum. „Við höfum verið að vinna talsvert með öðrum lagahöfundum í Bandaríkjunum og náum því að afkasta mun meira. Við höfum kynnst frábærum höfundum og myndað sterk tengsl. Það er gaman að leiða saman hugmyndir við aðra.“ Samstarfsaðilar strákanna hafa samið tónlist fyrir nöfn á borð Rihönnu, Snoop Dogg, Avril Lavigne og Christinu Aguilera, svo nokkur séu nefnd. Félagar Ásgeirs Orra í StopWaitGo, þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, eru báðir búsettir í Bandaríkjunum og starfa þar. Pálmi er á leiðinni út á fimmtudaginn en hann kom heim sérstaklega til þess að vera á úrslitakvöldinu. „Ég verð hérna heima að sjá um starfsemina á Íslandi. Það hefur verið þannig undanfarið og verður áfram,“ segir Ásgeir Orri. Þeir félagar vonast einnig til þess að velgengnin í Eurovision komi til með að hjálpa bæði Friðriki Dór og Maríu til þess að kynna sig á heimsvísu. „Það væri gaman að sjá að þetta komi til með að hjálpa þeim báðum að koma einhverju af stað erlendis.“Sigurvegarar kvöldsins. María Ólafsdóttir, ásamt strákunum í StopWaitGo, bakröddunum þeim Írisi Hólm Jónsdóttur og Ölmu Rut og dönsurunum Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur. Fréttablaðið/Andri Marinó
Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Íslensku landsliðsstelpurnar réðust á Fannar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira