Ég á líf læknaði þunglyndan Þjóðverja Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. febrúar 2015 08:00 Mikið var um tilfinningar þegar Þjóðverjarnir Bernd og Oliver hittu þá Eyþór Inga, Pétur Örn og Örlyg Smára. Lagið Ég á líf skiptir Þjóðverjana miklu máli og var því mikið um tilfinningar á fundinum. mynd/pétur örn Guðmundsson Mikið tilfinningaflóð átti sér stað þegar Þjóðverjarnir Bernd Korpasch og eiginmaður hans Oliver hittu þá Eyþór Inga Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Örlyg Smára yfir kaffibolla í fyrradag. Bernd ber miklar tilfinningar til íslensku listamannanna og hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn. „Það var mjög tilfinningaþrungið að hitta þá. Ég er mikill Eurovision-aðdáandi og finnst ég mjög tengdur Íslandi,“ segir Bernd. Eyþór Ingi flutti lagið Ég á líf í Eurovision árið 2013 og tengir Bernd vægast sagt mjög vel við texta lagsins. Bernd lenti inni á spítala eftir að hafa glímt við þunglyndi og lá þar inni í tvo mánuði hætt kominn. „Mig langaði í tattú og hafði hugsað um að fá mér tattú í sex ár en fann aldrei neitt sem mig langaði virkilega í. Ég lenti svo inni á spítala í tvo mánuði og þegar ég var að jafna mig heyrði ég þetta lag,“ segir Bernd um sín fyrstu kynni við lagið. Hann fékk skömmu síðar texta lagsins þýddan og tengdi strax við hann. „Mér fannst lagið alveg frábært og ég tengdi svo við textann að mér fannst það rétt að fá mér titil lagsins sem húðflúr,“ segir Bernd um hugmyndina á bak við flúrið. „Hann er rosalega almennilegur og viðkunnanlegur maður. Hann var heiðarlegur í sinni framkomu og það er gaman að vita til þess að honum þyki svo vænt um lagið og textann, að hann hafi flúrað á sig titil lagsins,“ segir Pétur Örn Guðmundsson. „Að lagið og textinn skyldi hreyfa svona við honum veitir manni gleði og það að geta haft svona jákvæð áhrif með einhverju sem maður hefur skapað. Er það ekki draumur hvers listamanns að geta hreyft við fólki á jákvæðan hátt,“ bætir Pétur Örn við. Bernd hefur hann einungis tvisvar sinnum misst af Eurovision á síðustu tíu árum og var hann viðstaddur úrslitakvöldið í Söngvakeppninni í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. „Þetta var algjörlega frábær ferð til Íslands. Ég var mjög hrifinn af laginu sem vann og söngkonunni. Hún hefur allt til þess að vinna Eurovision,“ segir Bernd. Hann fer á Eurovision í Austurríki og styður Ísland í keppninni. Á meðan hann dvaldi hér á landi hitti hann ekki bara mennina á bak við lagið Ég á líf, heldur hitti hann fleiri Eurovision-fara, þau Helgu Möller og Pál Óskar Hjálmtýsson. Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira
Mikið tilfinningaflóð átti sér stað þegar Þjóðverjarnir Bernd Korpasch og eiginmaður hans Oliver hittu þá Eyþór Inga Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Örlyg Smára yfir kaffibolla í fyrradag. Bernd ber miklar tilfinningar til íslensku listamannanna og hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn. „Það var mjög tilfinningaþrungið að hitta þá. Ég er mikill Eurovision-aðdáandi og finnst ég mjög tengdur Íslandi,“ segir Bernd. Eyþór Ingi flutti lagið Ég á líf í Eurovision árið 2013 og tengir Bernd vægast sagt mjög vel við texta lagsins. Bernd lenti inni á spítala eftir að hafa glímt við þunglyndi og lá þar inni í tvo mánuði hætt kominn. „Mig langaði í tattú og hafði hugsað um að fá mér tattú í sex ár en fann aldrei neitt sem mig langaði virkilega í. Ég lenti svo inni á spítala í tvo mánuði og þegar ég var að jafna mig heyrði ég þetta lag,“ segir Bernd um sín fyrstu kynni við lagið. Hann fékk skömmu síðar texta lagsins þýddan og tengdi strax við hann. „Mér fannst lagið alveg frábært og ég tengdi svo við textann að mér fannst það rétt að fá mér titil lagsins sem húðflúr,“ segir Bernd um hugmyndina á bak við flúrið. „Hann er rosalega almennilegur og viðkunnanlegur maður. Hann var heiðarlegur í sinni framkomu og það er gaman að vita til þess að honum þyki svo vænt um lagið og textann, að hann hafi flúrað á sig titil lagsins,“ segir Pétur Örn Guðmundsson. „Að lagið og textinn skyldi hreyfa svona við honum veitir manni gleði og það að geta haft svona jákvæð áhrif með einhverju sem maður hefur skapað. Er það ekki draumur hvers listamanns að geta hreyft við fólki á jákvæðan hátt,“ bætir Pétur Örn við. Bernd hefur hann einungis tvisvar sinnum misst af Eurovision á síðustu tíu árum og var hann viðstaddur úrslitakvöldið í Söngvakeppninni í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. „Þetta var algjörlega frábær ferð til Íslands. Ég var mjög hrifinn af laginu sem vann og söngkonunni. Hún hefur allt til þess að vinna Eurovision,“ segir Bernd. Hann fer á Eurovision í Austurríki og styður Ísland í keppninni. Á meðan hann dvaldi hér á landi hitti hann ekki bara mennina á bak við lagið Ég á líf, heldur hitti hann fleiri Eurovision-fara, þau Helgu Möller og Pál Óskar Hjálmtýsson.
Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira