Heiður að spila einleik á hátíðartónleikunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2015 13:00 Einleikararnir Lilja og Ásta Kristín ætla að taka því rólega í dag og undirbúa sig andlega undir kvöldið. „Þetta er fyrsta skipti sem ég kem fram með stórri hljómsveit og spila fyrir svona margt fólk,“ segir Ásta Kristín Pjetursdóttir 19 ára sem spilar á víólu. Hún verður einleikari á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20, ásamt Lilju Cardew, 16 ára, á píanó. „Við erum að halda hátíðartónleika því skólinn er að verða 85 ára og við erum með glæsilega sinfóníuhljómsveit sem ætlar meðal annars að flytja 5. sinfóníu Beethovens, Örlagasinfóníuna,“ segir Lilja sem einnig segir einleikinn í kvöld meðal stærstu verkefna sem hún hafi tekist á við. „Það er mikið búið að æfa en það hefur verið skemmtilegt,“ segir hún. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskóli landsins, stofnaður haustið 1930. Nemendahljómsveit tók til starfa við hann árið 1942 og því er hún ein elsta starfandi hljómsveit á landinu. Auk 5. sinfóníunnar eru Píanókonsert nr. 2 op 102 eftir D. Sjostakovitsj og Rómansa op 85 eftir M. Bruch á efnisskránni í kvöld. „Það eru alltaf sinfóníutónleikar á hverri önn, yfirleitt hafa þeir verið í Neskirkju en nú eru þeir í Hörpu enda er stórafmæli,“ útskýrir Ásta Kristín. Lilja hefur unnið til verðlauna í EPTA-keppni og Ásta Kristín var í kvartett sem sigraði í Nótunni síðastliðið vor. Báðar sigruðu í einleikarakeppni innan skólans, koma því fram á hátíðartónleikunum og finnst það mikill heiður. Þær eiga fleira sameiginlegt en tónlistarnámið því þær stunda báðar fjarnám við Fjölbraut í Garðabæ. „Það er mjög hentugt,“ segir Lilja. Ásta Kristín tekur undir það. „Tónlistarskólinn er minn aðalskóli og ég fæ námið þar mikið metið í FG, það er ég þakklát fyrir.“ Hún stefnir á að útskrifast úr báðum skólunum í vor. „Tónlistin er bara lífið mitt,“ segir hún og kveðst hlusta á alls konar músík. En líka hafa gaman af að vera með vinunum og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Lilja lætur sér ekki nægja að vera í nemandi í tveimur skólum heldur er hún að kenna tónlist líka í Do Re Mi. „Ég er bara að leysa af,“ tekur hún fram. Hún ætlar að taka 7. stig á píanó í vor og hefur hug á að fara til Parísar í haust í framhaldsnám, þá nýorðin 17 ára. Spurð um fleiri áhugamál en tónlistina svarar hún: „Ég hef gaman af myndlist og teikna og mála þegar ég hef tíma.“ Þær stöllur segjast hlakka til kvöldsins en fram að því ætla þær að slaka á og hugsa jákvætt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Stjórnandi er Joseph Ognibene. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er fyrsta skipti sem ég kem fram með stórri hljómsveit og spila fyrir svona margt fólk,“ segir Ásta Kristín Pjetursdóttir 19 ára sem spilar á víólu. Hún verður einleikari á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20, ásamt Lilju Cardew, 16 ára, á píanó. „Við erum að halda hátíðartónleika því skólinn er að verða 85 ára og við erum með glæsilega sinfóníuhljómsveit sem ætlar meðal annars að flytja 5. sinfóníu Beethovens, Örlagasinfóníuna,“ segir Lilja sem einnig segir einleikinn í kvöld meðal stærstu verkefna sem hún hafi tekist á við. „Það er mikið búið að æfa en það hefur verið skemmtilegt,“ segir hún. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskóli landsins, stofnaður haustið 1930. Nemendahljómsveit tók til starfa við hann árið 1942 og því er hún ein elsta starfandi hljómsveit á landinu. Auk 5. sinfóníunnar eru Píanókonsert nr. 2 op 102 eftir D. Sjostakovitsj og Rómansa op 85 eftir M. Bruch á efnisskránni í kvöld. „Það eru alltaf sinfóníutónleikar á hverri önn, yfirleitt hafa þeir verið í Neskirkju en nú eru þeir í Hörpu enda er stórafmæli,“ útskýrir Ásta Kristín. Lilja hefur unnið til verðlauna í EPTA-keppni og Ásta Kristín var í kvartett sem sigraði í Nótunni síðastliðið vor. Báðar sigruðu í einleikarakeppni innan skólans, koma því fram á hátíðartónleikunum og finnst það mikill heiður. Þær eiga fleira sameiginlegt en tónlistarnámið því þær stunda báðar fjarnám við Fjölbraut í Garðabæ. „Það er mjög hentugt,“ segir Lilja. Ásta Kristín tekur undir það. „Tónlistarskólinn er minn aðalskóli og ég fæ námið þar mikið metið í FG, það er ég þakklát fyrir.“ Hún stefnir á að útskrifast úr báðum skólunum í vor. „Tónlistin er bara lífið mitt,“ segir hún og kveðst hlusta á alls konar músík. En líka hafa gaman af að vera með vinunum og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Lilja lætur sér ekki nægja að vera í nemandi í tveimur skólum heldur er hún að kenna tónlist líka í Do Re Mi. „Ég er bara að leysa af,“ tekur hún fram. Hún ætlar að taka 7. stig á píanó í vor og hefur hug á að fara til Parísar í haust í framhaldsnám, þá nýorðin 17 ára. Spurð um fleiri áhugamál en tónlistina svarar hún: „Ég hef gaman af myndlist og teikna og mála þegar ég hef tíma.“ Þær stöllur segjast hlakka til kvöldsins en fram að því ætla þær að slaka á og hugsa jákvætt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Stjórnandi er Joseph Ognibene. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira