Sölvi: Veit ekkert hvað er að gerast fyrr en túlkurinn mætir Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2015 07:00 Sölvi Geir Ottesen. Vísir/Getty Sölvi Geir Ottesen, landsliðsmiðvörður í fótbolta, spilaði sinn fyrsta leik fyrir Jiangsu Guoxin-Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn þegar liðið tapaði, 2-1, á útivelli gegn Shanghai SIPG. Sölvi gekk óvænt í raðir kínverska liðsins frá FC Ural í Rússlandi þar sem hann átti hálft ár eftir af samningi. Víkingurinn var í æfingaferð með Ural-liðinu þegar þetta kom upp. „Ég var á Kýpur þegar ég heyrði af áhuga Kínverjanna. Þetta gerðist mjög hratt. Ég fékk góðan samning og vegna þess, auk fjármálaástandsins í Rússlandi, var ég tilbúinn til að fara eitthvað annað,“ segir Sölvi Geir í viðtali við Fréttablaðið. „Mér þótti virkilega spennandi að fara til Kína. Það er fínt að fara úr rússnesku í kínversku,“ segir hann og hlær. „Ég á ekki mikið eftir af atvinnumannaferlinum sem er allt í lagi. En það er um að gera að upplifa hitt og þetta núna og eiga sem flestar og bestar minningar eftir ferilinn.“Aldrei með í umræðunni Sölvi upplifði ýmislegt nýtt við Úralfjöllin í Rússlandi. Aðspurður hvort það sé ekki kúltúrsjokk að færa sig enn austar á landakortinu svarar hann: „Ég á erfitt með að átta mig á hvað þetta þýðir.“ Hann segir líf fótboltamannsins einfaldlega svipað hvar sem hann drepur niður fæti. „Þetta er auðvitað öðruvísi, en fótboltinn og allt í kringum hann er svipað og annars staðar. Ég fer á æfingar, fer svo heim og geri eitthvað til að drepa tímann. Fólkið lítur öðruvísi út og maturinn er öðruvísi en annars er þetta alltaf sami pakkinn hvort sem þú ert í Danmörku, Rússlandi eða Kína.“ Miðvörðurinn viðurkennir að erfiðast sé að skilja ekki neitt í neinu. „Félagslega hliðin var önnur í Danmörku. Þar gat maður allavega talað tungumálið og reytt af sér brandara og tekið þátt í umræðunni. Í Rússlandi og Kína veit maður ekkert hvað er að gerast fyrr en túlkurinn mætir. Þetta er reyndar aðeins öðruvísi hérna því ég er með Viðar með mér og get haft gaman af honum,“ segir Sölvi Geir.Fær ekki ökuréttindi Jiangsu Guoxin-Sainty keypti ekki einn Íslending heldur tvo. Liðið fékk til sín framherjann Viðar Örn Kjartansson frá Vålerenga og Sölvi segir þá félagana vera mikið saman. „Hann heimtar að spila helvítis Creed-lagið sem hann söng inn á plötu hjá Vålerenga trekk í trekk. Ég er orðinn frekar þreyttur á því,“ segir Sölvi léttur. „Við erum mikið saman. Við hittumst auðvitað á æfingum og svo vorum við herbergisfélagar í þriggja daga ferð til Sjanghæ um daginn. Hann er samt með konuna sína hérna úti.“ Þeir félagarnir búa í um 20 mínútna göngufæri hvor frá öðrum. Aðeins tekur um fimm mínútur að keyra en það er ekkert rosalega líklegt að þeir setjist undir stýri á meðan á dvöl þeirra stendur. „Maður þarf að læra hluta af kínversku til að fá ökuréttindi hérna. Það þýðir ekkert að sýna bara íslenska ökuskírteinið hérna. Við erum alltaf sóttir á æfingar og keyrðir heim,“ segir Sölvi.Kínverjarnir góðir Gæði fótboltans í Kína og kínversku leikmannanna hefur komið Sölva skemmtilega á óvart. „Þeir eru mjög sprækir en vantar kannski smá meiri fótboltaskilning, sérstaklega í varnarleiknum. Hér eru samt rosalega hæfileikaríkir strákar sem kunna ýmislegt fyrir sér,“ segir hann. Aðspurður um fyrsta leikinn á Sölvi erfitt með að trúa að hann hafi tapast. Við byrjuðum ekki vel og vorum að missa boltann mikið til að byrja með. Það var smá stress í mönnum. En seinni hluta fyrri hálfleiks og allan seinni hálfleikinn vorum við með tökin á vellinum. Það var grátlegt að skora ekki fleiri en eitt mark. Við áttum það skilið.“Klárar samninginn Sölvi Geir varð 31 árs gamall í byrjun árs. Vegna fjölskylduaðstæðna þarf hann kannski að binda enda á atvinnumannsferilinn fyrr en seinna. Það verður þó ekki strax. „Ég á nóg eftir. Ég er búinn að vera rosalega góður í skrokknum lengi núna og bakið verið í góðu lagi síðan ég fór til Rússlands. Ég hef sjaldan verið að spila jafn vel en það er af öðrum ástæðum sem ég kem heim fyrr ef svo verður. Ég tel mig samt eiga nóg eftir,“ segir Sölvi. Hann gerði tveggja ára samning við Sainty og ætlar að klára þann samning. „Það er markmiðið. Ég veit svo ekkert um framhaldið eftir það. Þegar þessi samningur klárast kíkir maður bara á hvernig landið liggur,“ segir Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen, landsliðsmiðvörður í fótbolta, spilaði sinn fyrsta leik fyrir Jiangsu Guoxin-Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn þegar liðið tapaði, 2-1, á útivelli gegn Shanghai SIPG. Sölvi gekk óvænt í raðir kínverska liðsins frá FC Ural í Rússlandi þar sem hann átti hálft ár eftir af samningi. Víkingurinn var í æfingaferð með Ural-liðinu þegar þetta kom upp. „Ég var á Kýpur þegar ég heyrði af áhuga Kínverjanna. Þetta gerðist mjög hratt. Ég fékk góðan samning og vegna þess, auk fjármálaástandsins í Rússlandi, var ég tilbúinn til að fara eitthvað annað,“ segir Sölvi Geir í viðtali við Fréttablaðið. „Mér þótti virkilega spennandi að fara til Kína. Það er fínt að fara úr rússnesku í kínversku,“ segir hann og hlær. „Ég á ekki mikið eftir af atvinnumannaferlinum sem er allt í lagi. En það er um að gera að upplifa hitt og þetta núna og eiga sem flestar og bestar minningar eftir ferilinn.“Aldrei með í umræðunni Sölvi upplifði ýmislegt nýtt við Úralfjöllin í Rússlandi. Aðspurður hvort það sé ekki kúltúrsjokk að færa sig enn austar á landakortinu svarar hann: „Ég á erfitt með að átta mig á hvað þetta þýðir.“ Hann segir líf fótboltamannsins einfaldlega svipað hvar sem hann drepur niður fæti. „Þetta er auðvitað öðruvísi, en fótboltinn og allt í kringum hann er svipað og annars staðar. Ég fer á æfingar, fer svo heim og geri eitthvað til að drepa tímann. Fólkið lítur öðruvísi út og maturinn er öðruvísi en annars er þetta alltaf sami pakkinn hvort sem þú ert í Danmörku, Rússlandi eða Kína.“ Miðvörðurinn viðurkennir að erfiðast sé að skilja ekki neitt í neinu. „Félagslega hliðin var önnur í Danmörku. Þar gat maður allavega talað tungumálið og reytt af sér brandara og tekið þátt í umræðunni. Í Rússlandi og Kína veit maður ekkert hvað er að gerast fyrr en túlkurinn mætir. Þetta er reyndar aðeins öðruvísi hérna því ég er með Viðar með mér og get haft gaman af honum,“ segir Sölvi Geir.Fær ekki ökuréttindi Jiangsu Guoxin-Sainty keypti ekki einn Íslending heldur tvo. Liðið fékk til sín framherjann Viðar Örn Kjartansson frá Vålerenga og Sölvi segir þá félagana vera mikið saman. „Hann heimtar að spila helvítis Creed-lagið sem hann söng inn á plötu hjá Vålerenga trekk í trekk. Ég er orðinn frekar þreyttur á því,“ segir Sölvi léttur. „Við erum mikið saman. Við hittumst auðvitað á æfingum og svo vorum við herbergisfélagar í þriggja daga ferð til Sjanghæ um daginn. Hann er samt með konuna sína hérna úti.“ Þeir félagarnir búa í um 20 mínútna göngufæri hvor frá öðrum. Aðeins tekur um fimm mínútur að keyra en það er ekkert rosalega líklegt að þeir setjist undir stýri á meðan á dvöl þeirra stendur. „Maður þarf að læra hluta af kínversku til að fá ökuréttindi hérna. Það þýðir ekkert að sýna bara íslenska ökuskírteinið hérna. Við erum alltaf sóttir á æfingar og keyrðir heim,“ segir Sölvi.Kínverjarnir góðir Gæði fótboltans í Kína og kínversku leikmannanna hefur komið Sölva skemmtilega á óvart. „Þeir eru mjög sprækir en vantar kannski smá meiri fótboltaskilning, sérstaklega í varnarleiknum. Hér eru samt rosalega hæfileikaríkir strákar sem kunna ýmislegt fyrir sér,“ segir hann. Aðspurður um fyrsta leikinn á Sölvi erfitt með að trúa að hann hafi tapast. Við byrjuðum ekki vel og vorum að missa boltann mikið til að byrja með. Það var smá stress í mönnum. En seinni hluta fyrri hálfleiks og allan seinni hálfleikinn vorum við með tökin á vellinum. Það var grátlegt að skora ekki fleiri en eitt mark. Við áttum það skilið.“Klárar samninginn Sölvi Geir varð 31 árs gamall í byrjun árs. Vegna fjölskylduaðstæðna þarf hann kannski að binda enda á atvinnumannsferilinn fyrr en seinna. Það verður þó ekki strax. „Ég á nóg eftir. Ég er búinn að vera rosalega góður í skrokknum lengi núna og bakið verið í góðu lagi síðan ég fór til Rússlands. Ég hef sjaldan verið að spila jafn vel en það er af öðrum ástæðum sem ég kem heim fyrr ef svo verður. Ég tel mig samt eiga nóg eftir,“ segir Sölvi. Hann gerði tveggja ára samning við Sainty og ætlar að klára þann samning. „Það er markmiðið. Ég veit svo ekkert um framhaldið eftir það. Þegar þessi samningur klárast kíkir maður bara á hvernig landið liggur,“ segir Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira