Mæðgur sýna báðar á HönnunarMars Adda Soffia skrifar 14. mars 2015 09:00 Mæðgurnar Anita og Anna Visir/Valli Mæðgurnar Anita Hirlegar fatahönnuður og Anna Gunnarsdóttir textílhönnuður opnuðu báðar sýningar á HönnunarMars. „Þetta er ótrúlega gaman. Sérstaklega gaman að undirbúningnum saman og spennan í kringum þetta,“ segir Anita. Hún mun sýna í Kraumi, Aðalstræti 10, útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins í London. Þaðan útskrifaðist hún með meistaragráðu í fatahönnun síðastliðið vor. „Mamma er meira í vöruhönnuninni og ég í tískunni,“ segir hún. Þær segja það hafa verið gott að undirbúa sýningarnar saman og fá ráð og álit hvor hjá annarri. „Það er auðvitað miklu betra að hafa fjögur augu. Við þorum líka að vera hreinskilnari hvor við aðra og gátum sagt ef eitthvað var alveg glatað hjá hinni,“ segir Anita og hlær. „Mér finnst þetta bara alveg æðislegt. Og hefði verið enn þá betra ef við hefðum getað verið að sýna í sama húsi,“ segir Anna. Hún er með vinnustofuna Hvítspóa á Akureyri þar sem hún vinnur með textíl. „Ég er að sýna ljós á sýningunni sem ég vinn úr ull og silki. Það þæfi ég í kúlur sem ég set á ljósin og það gefur þeim skemmtilega áferð,“ segir Anna. Hún segir Anitu sennilega hafa þessa skapandi hæfileika frá sér. „Hún er eina barnið mitt sem er í list. Ætli þetta komi ekki frá ömmu minni sem var handavinnukennari og svo mömmu, sem starfaði sem kjólaklæðskeri.“ Þær mæðgur segjast veita hvorri annarri innblástur og það sé gott að fá stuðning og hjálp frá hinni. Þær hafa ekki unnið saman en útiloka það ekki. „Það er nú bara aldrei að vita í framtíðinni, það væri gaman,“ segja þær. Sýningarnar verða opnar yfir helgina og fram yfir sunnudag. HönnunarMars Tengdar fréttir Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Mæðgurnar Anita Hirlegar fatahönnuður og Anna Gunnarsdóttir textílhönnuður opnuðu báðar sýningar á HönnunarMars. „Þetta er ótrúlega gaman. Sérstaklega gaman að undirbúningnum saman og spennan í kringum þetta,“ segir Anita. Hún mun sýna í Kraumi, Aðalstræti 10, útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins í London. Þaðan útskrifaðist hún með meistaragráðu í fatahönnun síðastliðið vor. „Mamma er meira í vöruhönnuninni og ég í tískunni,“ segir hún. Þær segja það hafa verið gott að undirbúa sýningarnar saman og fá ráð og álit hvor hjá annarri. „Það er auðvitað miklu betra að hafa fjögur augu. Við þorum líka að vera hreinskilnari hvor við aðra og gátum sagt ef eitthvað var alveg glatað hjá hinni,“ segir Anita og hlær. „Mér finnst þetta bara alveg æðislegt. Og hefði verið enn þá betra ef við hefðum getað verið að sýna í sama húsi,“ segir Anna. Hún er með vinnustofuna Hvítspóa á Akureyri þar sem hún vinnur með textíl. „Ég er að sýna ljós á sýningunni sem ég vinn úr ull og silki. Það þæfi ég í kúlur sem ég set á ljósin og það gefur þeim skemmtilega áferð,“ segir Anna. Hún segir Anitu sennilega hafa þessa skapandi hæfileika frá sér. „Hún er eina barnið mitt sem er í list. Ætli þetta komi ekki frá ömmu minni sem var handavinnukennari og svo mömmu, sem starfaði sem kjólaklæðskeri.“ Þær mæðgur segjast veita hvorri annarri innblástur og það sé gott að fá stuðning og hjálp frá hinni. Þær hafa ekki unnið saman en útiloka það ekki. „Það er nú bara aldrei að vita í framtíðinni, það væri gaman,“ segja þær. Sýningarnar verða opnar yfir helgina og fram yfir sunnudag.
HönnunarMars Tengdar fréttir Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00