Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Fólk úr íslensku atvinnulífi fjölmennti til að ræða margvísleg hagsmunamál iðnaðar en sérstöku kastljósi var beint að menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er forsenda bættra lífskjara og vel menntuð þjóð leggur grunn að góðum efnahag. Á Iðnþingi beindum við sérstaklega sjónum okkar að iðnmenntun en undanfarin ár hefur þeim stöðugt fækkað sem velja iðnnám. Við höfum beint fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og draga fram kosti alls náms. Iðnnám er raunverulegur valkostur sem býður upp á fjölbreytt og spennandi störf til framtíðar. Verk- og hugvit verða að fara saman. Hér gegnum við foreldrar mikilvægu hlutverki. Ég, eins og svo margir foreldrar, hélt að syni mínum þeirri hugmynd að bóknám væri til alls fyrst þótt hann sýndi ótvíræða hæfileika og mikinn áhuga á verklegum greinum. Hann fór að ráðum móður sinnar í fyrstu en saman ákváðum við svo að láta hugmyndir mínar um örugga framtíð lönd og leið og síðan þá hefur margt breyst til hins betra. Í dag á ég son sem hefur brennandi áhuga á námi sínu á iðnbraut. Hann er glaður, áhugasamur einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér og hefur ekki síður góða tekjumöguleika en félagar hans sem ákváðu að leggja stund á hefðbundið bóknám. Nýsköpun styrkir framþróun. Þau samfélög sem skara fram úr eru þekkingarsamfélög sem ýta undir rannsóknir og þróun og efla menntun. Samfélög þar sem fólk er hvatt til að skapa og sjá tækifæri til breytinga. Í því felst nýsköpun. Íslensk fyrirtæki standa sig vel í alþjóðlegum samanburði og umhverfi nýsköpunar er á margan hátt gott en við getum og viljum gera betur. Til þess að verða leiðandi á sviði nýsköpunar þurfum við að hlúa sérstaklega vel að nýjum hugmyndum og gæta þess að hér séu kjöraðstæður fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna. Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar sem þjóðar að vinna að aukinni framleiðni sem hefur svo margföldunaráhrif inn í samfélagið í formi tekjuafgangs og verðmætasköpunar. Aukin afköst og hagræðing í rekstri hefur ekki einungis áhrif á eigendur fyrirtækja heldur einnig starfsmenn. Landsframleiðsla á hverja unna vinnustund er undir meðaltali OECD ríkja en við vegum það upp með löngum vinnutíma. Í þessu felst tækifæri fyrir atvinnurekendur og launþega til umbóta. Með menntun, nýsköpun og aukna framleiðni að leiðarljósi sköpum við gott umhverfi sem gerir Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Ert þú tilbúin í slíka iðnbyltingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Fólk úr íslensku atvinnulífi fjölmennti til að ræða margvísleg hagsmunamál iðnaðar en sérstöku kastljósi var beint að menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er forsenda bættra lífskjara og vel menntuð þjóð leggur grunn að góðum efnahag. Á Iðnþingi beindum við sérstaklega sjónum okkar að iðnmenntun en undanfarin ár hefur þeim stöðugt fækkað sem velja iðnnám. Við höfum beint fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og draga fram kosti alls náms. Iðnnám er raunverulegur valkostur sem býður upp á fjölbreytt og spennandi störf til framtíðar. Verk- og hugvit verða að fara saman. Hér gegnum við foreldrar mikilvægu hlutverki. Ég, eins og svo margir foreldrar, hélt að syni mínum þeirri hugmynd að bóknám væri til alls fyrst þótt hann sýndi ótvíræða hæfileika og mikinn áhuga á verklegum greinum. Hann fór að ráðum móður sinnar í fyrstu en saman ákváðum við svo að láta hugmyndir mínar um örugga framtíð lönd og leið og síðan þá hefur margt breyst til hins betra. Í dag á ég son sem hefur brennandi áhuga á námi sínu á iðnbraut. Hann er glaður, áhugasamur einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér og hefur ekki síður góða tekjumöguleika en félagar hans sem ákváðu að leggja stund á hefðbundið bóknám. Nýsköpun styrkir framþróun. Þau samfélög sem skara fram úr eru þekkingarsamfélög sem ýta undir rannsóknir og þróun og efla menntun. Samfélög þar sem fólk er hvatt til að skapa og sjá tækifæri til breytinga. Í því felst nýsköpun. Íslensk fyrirtæki standa sig vel í alþjóðlegum samanburði og umhverfi nýsköpunar er á margan hátt gott en við getum og viljum gera betur. Til þess að verða leiðandi á sviði nýsköpunar þurfum við að hlúa sérstaklega vel að nýjum hugmyndum og gæta þess að hér séu kjöraðstæður fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna. Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar sem þjóðar að vinna að aukinni framleiðni sem hefur svo margföldunaráhrif inn í samfélagið í formi tekjuafgangs og verðmætasköpunar. Aukin afköst og hagræðing í rekstri hefur ekki einungis áhrif á eigendur fyrirtækja heldur einnig starfsmenn. Landsframleiðsla á hverja unna vinnustund er undir meðaltali OECD ríkja en við vegum það upp með löngum vinnutíma. Í þessu felst tækifæri fyrir atvinnurekendur og launþega til umbóta. Með menntun, nýsköpun og aukna framleiðni að leiðarljósi sköpum við gott umhverfi sem gerir Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Ert þú tilbúin í slíka iðnbyltingu?
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun