Stjörnustríðið mikla: MSN gegn BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2015 10:00 MSN eða Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez eru búnir að skora saman 29 mörk á árinu 2015. Fréttablaðið/AFP Það er ekki hægt að finna sterkari sóknarþríeyki í fótboltanum en hjá spænsku liðunum Barcelona og Real Madrid og það verður því algjör knattspyrnuveisla þegar liðin mætast í El Clasico um helgina. Þarna fær knattspyrnuáhugafólk tækifæri til að sjá BBC (Karim Benzema, Gareth Bale, Cristiano Ronaldo) á móti MSN (Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar) í leik sem er eins mikilvægur og þeir geta orðið. Það er ekki bara heiðurinn undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Barcelona er á heimavelli og hefur eins stigs forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar. Hér er því á ferðinni einn mest spennandi El Clasico-leikur síðustu ára. Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á Bernabéu þrátt fyrir að Barcelona kæmist í 1-0 í upphafi leiks. Sá leikur snérist þó aðallega um það að Luis Suárez var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona eftir leikbannið og Úrúgvæinn var alls ekki kominn í takt við hina tvo. Í raun var það Real Madrid sem réð ríkjum á Spáni fyrir jól, bæði í stigasöfnun og í markaskorun BBC-þríeykisins. BBC skoraði þrettán mörkum meira en MSN fyrir áramót og Real var með fjögurra stiga forskot á Börsunga yfir jólin. Enginn var betri en Cristiano Ronaldo sem skoraði 25 mörk í fyrstu fjórtán deildarleikjum tímabilsins. Með nýkrýndan besta fótboltamann í heimi leit út fyrir að Evrópumeistarar Real Madrid væru óstöðvandi. Lionel Messi og félagar í MSN-þríeyki Barcelona voru hins vegar ekki búnir að leggja árar í bát. Messi hefur skipt yfir í túrbó-gírinn á árinu 2014 og þeir Messi, Neymar og Suárez virðast ná betur saman með hverjum leik.BBC-þríeykið hjá Real Madrid: Benzema, Bale og Ronaldo.Vísir/GettyÁ sama tíma og Barcelona fann aftur taktinn lenti Real Madrid hins vegar í vandræðum, Gullboltinn virtist þyngja Cristiano Ronaldo sem hefur bara verið venjulegur leikmaður síðan hann var kosinn sá besti í heimi annað árið í röð. Kannski bara orðinn svolítið saddur á meðan aðalkeppinauturinn, Lionel Messi, spilar eins maður sem er glorhungraður í að komast aftur í hásæti fótboltaheimsins. Lionel Messi hefur skoraði 17 mörk í fyrstu 11 leikjum ársins og MSN-gengið er með fjórtán fleiri mörk en BBC-þríeykið það sem af er á árinu 2015. Góð spilamennska Börsunga hefur skilað þeim í toppsæti deildarinnar. Barcelona getur náð fjögurra stiga forskoti með sigri á Real Madrid klukkan 20.00 á sunnudagskvöldið. Real-liðið getur með sigri getur liðið tekið aftur frumkvæðið fyrir síðustu tíu umferðir tímabilsins. Börsungar hafa unnið sig til baka upp í toppsætið og þar er ekki á dagskrá að tapa stigum á heimavelli á móti erkióvinunum sem hafa ekki unnið tvo leiki í röð á móti Barca síðan fyrir íslenska bankahrunið. Það er von á knattspyrnuveislu á Nývangi því lið með sóknarþríeyki eins og Barcelona og Real Madrid eru ekki að fara að leggjast í vörn. BBC og MSN vilja hafa boltann og það sem oftast. Fyrir vikið verður enginn svikinn af því að skella sér í sófann og fylgjast með beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Það er ekki hægt að finna sterkari sóknarþríeyki í fótboltanum en hjá spænsku liðunum Barcelona og Real Madrid og það verður því algjör knattspyrnuveisla þegar liðin mætast í El Clasico um helgina. Þarna fær knattspyrnuáhugafólk tækifæri til að sjá BBC (Karim Benzema, Gareth Bale, Cristiano Ronaldo) á móti MSN (Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar) í leik sem er eins mikilvægur og þeir geta orðið. Það er ekki bara heiðurinn undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Barcelona er á heimavelli og hefur eins stigs forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar. Hér er því á ferðinni einn mest spennandi El Clasico-leikur síðustu ára. Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á Bernabéu þrátt fyrir að Barcelona kæmist í 1-0 í upphafi leiks. Sá leikur snérist þó aðallega um það að Luis Suárez var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona eftir leikbannið og Úrúgvæinn var alls ekki kominn í takt við hina tvo. Í raun var það Real Madrid sem réð ríkjum á Spáni fyrir jól, bæði í stigasöfnun og í markaskorun BBC-þríeykisins. BBC skoraði þrettán mörkum meira en MSN fyrir áramót og Real var með fjögurra stiga forskot á Börsunga yfir jólin. Enginn var betri en Cristiano Ronaldo sem skoraði 25 mörk í fyrstu fjórtán deildarleikjum tímabilsins. Með nýkrýndan besta fótboltamann í heimi leit út fyrir að Evrópumeistarar Real Madrid væru óstöðvandi. Lionel Messi og félagar í MSN-þríeyki Barcelona voru hins vegar ekki búnir að leggja árar í bát. Messi hefur skipt yfir í túrbó-gírinn á árinu 2014 og þeir Messi, Neymar og Suárez virðast ná betur saman með hverjum leik.BBC-þríeykið hjá Real Madrid: Benzema, Bale og Ronaldo.Vísir/GettyÁ sama tíma og Barcelona fann aftur taktinn lenti Real Madrid hins vegar í vandræðum, Gullboltinn virtist þyngja Cristiano Ronaldo sem hefur bara verið venjulegur leikmaður síðan hann var kosinn sá besti í heimi annað árið í röð. Kannski bara orðinn svolítið saddur á meðan aðalkeppinauturinn, Lionel Messi, spilar eins maður sem er glorhungraður í að komast aftur í hásæti fótboltaheimsins. Lionel Messi hefur skoraði 17 mörk í fyrstu 11 leikjum ársins og MSN-gengið er með fjórtán fleiri mörk en BBC-þríeykið það sem af er á árinu 2015. Góð spilamennska Börsunga hefur skilað þeim í toppsæti deildarinnar. Barcelona getur náð fjögurra stiga forskoti með sigri á Real Madrid klukkan 20.00 á sunnudagskvöldið. Real-liðið getur með sigri getur liðið tekið aftur frumkvæðið fyrir síðustu tíu umferðir tímabilsins. Börsungar hafa unnið sig til baka upp í toppsætið og þar er ekki á dagskrá að tapa stigum á heimavelli á móti erkióvinunum sem hafa ekki unnið tvo leiki í röð á móti Barca síðan fyrir íslenska bankahrunið. Það er von á knattspyrnuveislu á Nývangi því lið með sóknarþríeyki eins og Barcelona og Real Madrid eru ekki að fara að leggjast í vörn. BBC og MSN vilja hafa boltann og það sem oftast. Fyrir vikið verður enginn svikinn af því að skella sér í sófann og fylgjast með beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Spænski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira