Brýnt kjaramál Elín Björg Jónsdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Fjölskylduvænt samfélag er á meðal mikilvægustu og brýnustu stefnumála BSRB. Slíkt samfélag byggjum við ekki upp nema umfangsmiklar breytingar verði á stöðu launafólks hvað varðar samspil fjölskyldu og atvinnu. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs var umfjöllunarefni þriggja fræðierinda á fundi sem BSRB stóð fyrir í þarsíðustu viku, ásamt öðrum samtökum launafólks á vinnumarkaði, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Á fundinum var dregin upp skýr mynd af álagi og þeirri togstreitu sem fjölskyldur búa við. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Íslenskar mæður í fullu starfi vinna þannig í reynd meira en tvöfalda vinnuviku. Þær sinna atvinnu sinni en því til viðbótar bætist við rúmlega fullt starf vegna heimilisstarfa og barnauppeldis. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuálag hefur áhrif á heilsu og vellíðan fólks í starfi og einkalífi. Því kemur það væntanlega ekki á óvart að á fundinum kom jafnframt fram að flest starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði telur styttingu vinnuvikunnar árangursríkustu leiðina til að stuðla að auknu jafnvægi atvinnu og fjölskyldulífs. Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt helsta baráttumál BSRB og hefur krafan m.a. komið fram með skýrum hætti í undirbúningi vegna komandi kjarasamningsviðræðna. BSRB bindur miklar vonir við tilraunaverkefni sem bandalagið tekur nú þátt í ásamt Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar en markmið verkefnisins er að kanna áhrif styttingarinnar á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna. BSRB telur þó tilraunaverkefnið einungis fela í sér fyrstu skrefin í því mikilvæga verkefni að stytta vinnutímann þannig að starfsfólk geti notið frekari lífsgæða. Á fundinum var jafnframt bent á alvarlega stöðu fæðingarorlofskerfisins. Færri feður taka fæðingarlof nú en áður, þeir taka orlofið í færri daga og færri feður taka langt samfellt orlof. Þetta felur í sér að markmið fæðingarorlofslaganna um jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og jöfn tækifæri kynjanna á vinnumarkaði er í mikilli hættu. Það hefur verið skýr krafa BSRB að stjórnvöld setji nú þegar aukið fjármagn til fæðingarorlofssjóðs þannig að hægt sé að hækka greiðsluþakið og lengja fæðingarorlofstímann. Af þessum sökum er markmiðið um fjölskylduvænt samfélag eitt þýðingarmesta kjaramál félagsmanna BSRB um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Fjölskylduvænt samfélag er á meðal mikilvægustu og brýnustu stefnumála BSRB. Slíkt samfélag byggjum við ekki upp nema umfangsmiklar breytingar verði á stöðu launafólks hvað varðar samspil fjölskyldu og atvinnu. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs var umfjöllunarefni þriggja fræðierinda á fundi sem BSRB stóð fyrir í þarsíðustu viku, ásamt öðrum samtökum launafólks á vinnumarkaði, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Á fundinum var dregin upp skýr mynd af álagi og þeirri togstreitu sem fjölskyldur búa við. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Íslenskar mæður í fullu starfi vinna þannig í reynd meira en tvöfalda vinnuviku. Þær sinna atvinnu sinni en því til viðbótar bætist við rúmlega fullt starf vegna heimilisstarfa og barnauppeldis. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuálag hefur áhrif á heilsu og vellíðan fólks í starfi og einkalífi. Því kemur það væntanlega ekki á óvart að á fundinum kom jafnframt fram að flest starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði telur styttingu vinnuvikunnar árangursríkustu leiðina til að stuðla að auknu jafnvægi atvinnu og fjölskyldulífs. Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt helsta baráttumál BSRB og hefur krafan m.a. komið fram með skýrum hætti í undirbúningi vegna komandi kjarasamningsviðræðna. BSRB bindur miklar vonir við tilraunaverkefni sem bandalagið tekur nú þátt í ásamt Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar en markmið verkefnisins er að kanna áhrif styttingarinnar á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna. BSRB telur þó tilraunaverkefnið einungis fela í sér fyrstu skrefin í því mikilvæga verkefni að stytta vinnutímann þannig að starfsfólk geti notið frekari lífsgæða. Á fundinum var jafnframt bent á alvarlega stöðu fæðingarorlofskerfisins. Færri feður taka fæðingarlof nú en áður, þeir taka orlofið í færri daga og færri feður taka langt samfellt orlof. Þetta felur í sér að markmið fæðingarorlofslaganna um jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og jöfn tækifæri kynjanna á vinnumarkaði er í mikilli hættu. Það hefur verið skýr krafa BSRB að stjórnvöld setji nú þegar aukið fjármagn til fæðingarorlofssjóðs þannig að hægt sé að hækka greiðsluþakið og lengja fæðingarorlofstímann. Af þessum sökum er markmiðið um fjölskylduvænt samfélag eitt þýðingarmesta kjaramál félagsmanna BSRB um þessar mundir.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun