Afglæpavæðing einkaneyslu Ingvar Þór Björnsson og Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 28. mars 2015 07:00 Á nýliðnum landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt tillaga Ungra jafnaðarmanna um að horfst verði í augu við þá staðreynd að refsirammi vímulöggjafarinnar sé of strangur og sé ekki til þess fallinn að aðstoða fólk sem stríðir við vímuefnavanda. Þar af leiðandi ætti varsla neysluskammta fíkniefna ekki að vera refsiverð og auknu fjármagni að vera veitt í forvarnir og fræðslu í stað löggæslu. Árið 1997 samþykktu ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Við gerum okkur öll grein fyrir hvernig til hefur tekist og erum við jafnvel fjær markmiðinu en árið 1997. Því liggur það í augum uppi að ríkjandi stefna, refsistefnan, gengur ekki upp og brýn nauðsyn er að skoða aðrar leiðir sem gætu leitt til breytinga til batnaðar er varða þessi málefni. Núverandi refsistefna í fíkniefnamálum hefur ekki reynst árangursrík við að draga úr neyslu fíkniefna eða koma fíklum til aðstoðar. Þá má það teljast beinlínis óréttlátt, að fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, lendi fólk á sakaskrá sem takmarki mjög atvinnutækifæri þess og ferðafrelsi til frambúðar. Rannsóknir sýna að þeir sem eiga við félagsleg, heilsufarsleg eða persónuleg vandamál að etja eru mun líklegri til að verða fíkn að bráð. Gríðarlega mikilvægt er því að líta á fíkniefnaneyslu sem velferðar- og heilbrigðismál fremur en sem dómsmál. Fíklum þarf að vera unnt að leita sér aðstoðar án ótta um gríðarháar sektir og skerta atvinnumöguleika. Reynslan góð Skiljanlegt er að það heyrist í gagnrýnisröddum þegar rætt er um að afnema refsistefnuna og afglæpavæða fíkniefni einfaldlega vegna þess að við erum að stíga skref inn á áður óþekktar brautir er varða þessi mál. Reynslan er þó með afbrigðum góð. Afglæpavæðing er ekki líkleg til að auka neyslu, né þarf afglæpavæðing að gefa það til kynna að fíkniefnaneysla sé samfélagslega samþykkt, svo lengi sem öflugt fræðslu- og forvarnarstarf fari fram meðfram varfærnislegum skrefum í átt til afglæpavæðingar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lagði til ekki alls fyrir löngu að afglæpavæða einkaneyslu á fíkniefnum og í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er mælt með því sama. Þessi leið hefur verið farin í fjölmörgum löndum og sífellt bætist í hóp þeirra landa sem afglæpavæða einkaneyslu fíkniefna og niðurstaðan er ávallt jákvæð. Nauðsynlegt er að átta sig á að refsistefnan er ekki að virka og að finna þurfi aðra leið í þessum málum. Tökum fíklana frekar inn í heilbrigðiskerfið og hjálpum þeim að vinna bug á fíkninni fremur en að refsa neytendum og fara með þá inn í dómskerfið sem dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum fíkniefnamisnotkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýliðnum landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt tillaga Ungra jafnaðarmanna um að horfst verði í augu við þá staðreynd að refsirammi vímulöggjafarinnar sé of strangur og sé ekki til þess fallinn að aðstoða fólk sem stríðir við vímuefnavanda. Þar af leiðandi ætti varsla neysluskammta fíkniefna ekki að vera refsiverð og auknu fjármagni að vera veitt í forvarnir og fræðslu í stað löggæslu. Árið 1997 samþykktu ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Við gerum okkur öll grein fyrir hvernig til hefur tekist og erum við jafnvel fjær markmiðinu en árið 1997. Því liggur það í augum uppi að ríkjandi stefna, refsistefnan, gengur ekki upp og brýn nauðsyn er að skoða aðrar leiðir sem gætu leitt til breytinga til batnaðar er varða þessi málefni. Núverandi refsistefna í fíkniefnamálum hefur ekki reynst árangursrík við að draga úr neyslu fíkniefna eða koma fíklum til aðstoðar. Þá má það teljast beinlínis óréttlátt, að fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, lendi fólk á sakaskrá sem takmarki mjög atvinnutækifæri þess og ferðafrelsi til frambúðar. Rannsóknir sýna að þeir sem eiga við félagsleg, heilsufarsleg eða persónuleg vandamál að etja eru mun líklegri til að verða fíkn að bráð. Gríðarlega mikilvægt er því að líta á fíkniefnaneyslu sem velferðar- og heilbrigðismál fremur en sem dómsmál. Fíklum þarf að vera unnt að leita sér aðstoðar án ótta um gríðarháar sektir og skerta atvinnumöguleika. Reynslan góð Skiljanlegt er að það heyrist í gagnrýnisröddum þegar rætt er um að afnema refsistefnuna og afglæpavæða fíkniefni einfaldlega vegna þess að við erum að stíga skref inn á áður óþekktar brautir er varða þessi mál. Reynslan er þó með afbrigðum góð. Afglæpavæðing er ekki líkleg til að auka neyslu, né þarf afglæpavæðing að gefa það til kynna að fíkniefnaneysla sé samfélagslega samþykkt, svo lengi sem öflugt fræðslu- og forvarnarstarf fari fram meðfram varfærnislegum skrefum í átt til afglæpavæðingar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lagði til ekki alls fyrir löngu að afglæpavæða einkaneyslu á fíkniefnum og í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er mælt með því sama. Þessi leið hefur verið farin í fjölmörgum löndum og sífellt bætist í hóp þeirra landa sem afglæpavæða einkaneyslu fíkniefna og niðurstaðan er ávallt jákvæð. Nauðsynlegt er að átta sig á að refsistefnan er ekki að virka og að finna þurfi aðra leið í þessum málum. Tökum fíklana frekar inn í heilbrigðiskerfið og hjálpum þeim að vinna bug á fíkninni fremur en að refsa neytendum og fara með þá inn í dómskerfið sem dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum fíkniefnamisnotkunar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun