Ekki sammála umsögn Sambands sveitarfélaga sveinn arnarsson skrifar 1. apríl 2015 07:00 Benda stjórnarmennirnir á að flutningur Fiskistofu hafi ekki verið nægilega ígrundaður og það sé stórmál að flytja stofnanir landshorna á milli. Fréttablaðið/Valli Tveir stjórnarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga eru ósammála umsögn sambandsins um lagafrumvarp sem heimilar ráðherrum að ákveða staðsetningu ríkisstofnana án atbeina Alþingis. Borgarfulltrúinn S. Björn Blöndal og bæjarfulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn sambandsins, Gunnar Axel Axelsson, settu fyrirvara við umsögnina á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Eru þeir ósammála umsögninni sem undirrituð er af Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra sambandsins.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Í umsögninni telur sambandið nauðsynlegt að lögfesta heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana enda mikilvægt að svigrúm sé til flutnings opinberra starfa á landsbyggðirnar þar sem rök eru á annað borð talin standa til þess. Gerir sambandið því ekki athugasemdir við frumvarpið. Þessu eru fulltrúar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ekki sammála. Nýlegt dæmi um flutning Fiskistofu sýni að vald ráðherra í þessum efnum sé of mikið. „Við settum fyrirvara við þessa umsögn. Við teljum ekki rétt að ráðherra geti einn síns liðs ákveðið að flytja stofnun sem undir hann heyrir án þess að leita til Alþingis með ákvörðun sína. Við teljum það mikilvægt að upplýst umræða um staðsetningu, og eftir því sem við á, flutning stofnana eigi sér stað innan sala Alþingis frammi fyrir opnum tjöldum,“ segir S. Björn Blöndal. „Í því samhengi bendum við á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu.“ Gunnar Axel segir þessa umsögn ganga of langt að sínu mati. „Rökstuðningur sambandsins er á þá leið að þetta sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun þess sem sé að stuðla að vexti opinberra starfa um allt land. Ég tel of langt gengið í túlkun á þeirri stefnumörkun,“ segir Gunnar Axel. „Ef menn hafa ekkert að óttast þá ættu svona ákvarðanir, sem eru gríðarlega stórar og varða fjölda einstaklinga, að fara fyrir Alþingi og löggjafarvaldið að taka ákvörðun um þessi mál. Menn verða að átta sig á því að það er stórkostlegt inngrip í stjórnsýsluna að flytja stofnun með manni og mús landshorna á milli.“ Ellefu sveitarstjórnarfulltrúar sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm þeirra eru af höfuðborgarsvæðinu en sex stjórnarmenn utan af landi. Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Tveir stjórnarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga eru ósammála umsögn sambandsins um lagafrumvarp sem heimilar ráðherrum að ákveða staðsetningu ríkisstofnana án atbeina Alþingis. Borgarfulltrúinn S. Björn Blöndal og bæjarfulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn sambandsins, Gunnar Axel Axelsson, settu fyrirvara við umsögnina á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Eru þeir ósammála umsögninni sem undirrituð er af Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra sambandsins.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Í umsögninni telur sambandið nauðsynlegt að lögfesta heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana enda mikilvægt að svigrúm sé til flutnings opinberra starfa á landsbyggðirnar þar sem rök eru á annað borð talin standa til þess. Gerir sambandið því ekki athugasemdir við frumvarpið. Þessu eru fulltrúar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ekki sammála. Nýlegt dæmi um flutning Fiskistofu sýni að vald ráðherra í þessum efnum sé of mikið. „Við settum fyrirvara við þessa umsögn. Við teljum ekki rétt að ráðherra geti einn síns liðs ákveðið að flytja stofnun sem undir hann heyrir án þess að leita til Alþingis með ákvörðun sína. Við teljum það mikilvægt að upplýst umræða um staðsetningu, og eftir því sem við á, flutning stofnana eigi sér stað innan sala Alþingis frammi fyrir opnum tjöldum,“ segir S. Björn Blöndal. „Í því samhengi bendum við á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu.“ Gunnar Axel segir þessa umsögn ganga of langt að sínu mati. „Rökstuðningur sambandsins er á þá leið að þetta sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun þess sem sé að stuðla að vexti opinberra starfa um allt land. Ég tel of langt gengið í túlkun á þeirri stefnumörkun,“ segir Gunnar Axel. „Ef menn hafa ekkert að óttast þá ættu svona ákvarðanir, sem eru gríðarlega stórar og varða fjölda einstaklinga, að fara fyrir Alþingi og löggjafarvaldið að taka ákvörðun um þessi mál. Menn verða að átta sig á því að það er stórkostlegt inngrip í stjórnsýsluna að flytja stofnun með manni og mús landshorna á milli.“ Ellefu sveitarstjórnarfulltrúar sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm þeirra eru af höfuðborgarsvæðinu en sex stjórnarmenn utan af landi.
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira