Svartar fjaðrir Davíðs Magnús Guðmundsson skrifar 13. apríl 2015 10:00 Það var amma Sigríðar Soffíu sem kenndi henni ungri að meta listina í ljóðum Davíðs Stefánssonar. Visir/Stefán Sýningin er í senn leik- og danssýning sem byggir á ljóðum Davíðs Stefánssonar, sem náði þjóðarhylli með ljóðabók sinni Svörtum fjöðrum sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára gamall. Það kann einhverjum að þykja skjóta skökku við að ung kona sem er að einhverju leyti að vinna út frá konum sem leiðarstefi á Listahátíð velji að vinna með ljóð skálds frá liðinni öld en Sigríður Soffía lítur þó ekki svo á. „Davíð er ekki í sýningunni og ég vinn í raun aldrei með hann sem persónu. Ég vinn hins vegar oft út frá hans ljóðmælendum og þar eru konur oft með ákaflega sterka og áhugaverða rödd. Að auki þá vinn ég með bragarhætti og ólíkan ryþma hvers ljóðs fyrir sig því það er svo mikil tónlist í bundnu máli. Stundum er takturinn t.d. einn, tveir þrír og þá er það vals en svo er kannski annað með harðari takti, nánast rapp, svo það minnir helst á slamm-poetry eins og er einmitt mjög vinsælt í dag svo fjölbreytnin er mikil. Í raun eru það þannig bragarháttur og taktur ljóðsins hverju sinni sem stýra hreyfingunum. Inntak ljóðsins gefur svo tilfinninguna, hvort heldur sem hún er þunglamaleg eða svífandi létt og í raun allt þar á milli, allt eftir því hvert ljóðið ber mig hverju sinni.“ „Til þess að ná utan um þetta allt þarf því að vinna með fjölbreyttum og færum hópi listamanna. Í sýningunni er því ákveðin blanda af bæði leikurum og dönsurum af báðum kynjum og ólíkum aldri. Svo eru tvö tónskáld, þeir Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson, að vinna að tónlistinni sem er öll frumsamin og það er heilmikið umstang í kringum þetta allt saman. Þess má geta að búningarnir lentu í töfum vegna snjóflóðahættu og ofsaveðurs á Vestfjörðum. Vestur á Patreksfirði eru nefnilega menn að skjóta fugla til að fá fjaðrir í búningana sem Hildur Yeoman tískuhönnuður er að gera svo þetta er afskaplega íslensk framleiðsla.“ Hugmyndin að því að vinna með Svartar fjaðrir eftir Davíðs Stefánssonar er ekki úr lausu lofti gripin hjá Sigríði Soffíu. „Amma mín hélt þessu að mér þegar ég var barn. Hún var mikill aðdáandi Davíðs og afi fór líka oft með ljóðmæli fyrir mig. Ég er þakklát fyrir það í dag vegna þess að ljóðið á svo mikið erindi inn í samtímann.“ „Ljóð Davíðs takast á við baráttuna fyrir frelsi og lífið og ástina og allt þetta sem skiptir okkur máli. Ljóðið er í mínum huga líka náskylt dansinum því það býr yfir þeirri sérstöðu að fólk leyfir sér oft að njóta fegurðarinnar og tilfinninganna án þess að skilja endilega til fulls. Ég vil að fólk láti þetta líka eftir sér þegar það horfir á dans – að njóta fegurðarinnar í hreyfingunum án þess að skilja eða með því að skilja einfaldlega á sinn hátt.“ Listahátíð í Reykjavík Tengdar fréttir Tók þátt í danssýningu gengin átta mánuði á leið Dansari sýndi verk erlendis undir lok meðgöngu sinnar. 6. febrúar 2015 10:15 Þekktir íslenskir leikarar taka þátt í opnunarsviðsverkinu Dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík. 10. apríl 2015 20:32 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Sýningin er í senn leik- og danssýning sem byggir á ljóðum Davíðs Stefánssonar, sem náði þjóðarhylli með ljóðabók sinni Svörtum fjöðrum sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára gamall. Það kann einhverjum að þykja skjóta skökku við að ung kona sem er að einhverju leyti að vinna út frá konum sem leiðarstefi á Listahátíð velji að vinna með ljóð skálds frá liðinni öld en Sigríður Soffía lítur þó ekki svo á. „Davíð er ekki í sýningunni og ég vinn í raun aldrei með hann sem persónu. Ég vinn hins vegar oft út frá hans ljóðmælendum og þar eru konur oft með ákaflega sterka og áhugaverða rödd. Að auki þá vinn ég með bragarhætti og ólíkan ryþma hvers ljóðs fyrir sig því það er svo mikil tónlist í bundnu máli. Stundum er takturinn t.d. einn, tveir þrír og þá er það vals en svo er kannski annað með harðari takti, nánast rapp, svo það minnir helst á slamm-poetry eins og er einmitt mjög vinsælt í dag svo fjölbreytnin er mikil. Í raun eru það þannig bragarháttur og taktur ljóðsins hverju sinni sem stýra hreyfingunum. Inntak ljóðsins gefur svo tilfinninguna, hvort heldur sem hún er þunglamaleg eða svífandi létt og í raun allt þar á milli, allt eftir því hvert ljóðið ber mig hverju sinni.“ „Til þess að ná utan um þetta allt þarf því að vinna með fjölbreyttum og færum hópi listamanna. Í sýningunni er því ákveðin blanda af bæði leikurum og dönsurum af báðum kynjum og ólíkum aldri. Svo eru tvö tónskáld, þeir Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson, að vinna að tónlistinni sem er öll frumsamin og það er heilmikið umstang í kringum þetta allt saman. Þess má geta að búningarnir lentu í töfum vegna snjóflóðahættu og ofsaveðurs á Vestfjörðum. Vestur á Patreksfirði eru nefnilega menn að skjóta fugla til að fá fjaðrir í búningana sem Hildur Yeoman tískuhönnuður er að gera svo þetta er afskaplega íslensk framleiðsla.“ Hugmyndin að því að vinna með Svartar fjaðrir eftir Davíðs Stefánssonar er ekki úr lausu lofti gripin hjá Sigríði Soffíu. „Amma mín hélt þessu að mér þegar ég var barn. Hún var mikill aðdáandi Davíðs og afi fór líka oft með ljóðmæli fyrir mig. Ég er þakklát fyrir það í dag vegna þess að ljóðið á svo mikið erindi inn í samtímann.“ „Ljóð Davíðs takast á við baráttuna fyrir frelsi og lífið og ástina og allt þetta sem skiptir okkur máli. Ljóðið er í mínum huga líka náskylt dansinum því það býr yfir þeirri sérstöðu að fólk leyfir sér oft að njóta fegurðarinnar og tilfinninganna án þess að skilja endilega til fulls. Ég vil að fólk láti þetta líka eftir sér þegar það horfir á dans – að njóta fegurðarinnar í hreyfingunum án þess að skilja eða með því að skilja einfaldlega á sinn hátt.“
Listahátíð í Reykjavík Tengdar fréttir Tók þátt í danssýningu gengin átta mánuði á leið Dansari sýndi verk erlendis undir lok meðgöngu sinnar. 6. febrúar 2015 10:15 Þekktir íslenskir leikarar taka þátt í opnunarsviðsverkinu Dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík. 10. apríl 2015 20:32 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Tók þátt í danssýningu gengin átta mánuði á leið Dansari sýndi verk erlendis undir lok meðgöngu sinnar. 6. febrúar 2015 10:15
Þekktir íslenskir leikarar taka þátt í opnunarsviðsverkinu Dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík. 10. apríl 2015 20:32