Stöðugleiki tryggir aukna velferð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Alþjóðlegur baráttudagur verkafólks hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í yfir 90 ár. Dagurinn er helgaður baráttu og samstöðu verkafólks fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Þessi barátta hefur skilað verkafólki og raunar öllu launafólki miklum ávinningi í gegnum tíðina og átt drjúgan þátt í því að tekist hefur að skapa gott samfélag. Þó lífskjör séu hér almennt góð og alþjóðlegur samanburður sýni mjög sterka stöðu Íslands á nær öllum sviðum hefur gengið erfiðlega að skapa hér stöðugt efnahagsumhverfi til lengri tíma. Mikil orka hefur farið í deilur á vinnumarkaði, stundum til að ræða skiptingu á því sem ekki hefur verið til. Þeirri orku væri betur varið í það að skapa meira til skiptanna. Samtökum á vinnumarkaði og ríkinu hefur ekki tekist að sameinast um aðgerðir til framleiðniaukningar til að ná því markmiði. Þar getum við tekið aðrar Norðurlandaþjóðir okkur til fyrirmyndar.Innistæðulausir tékkar Aukin velferð almennings er stærsta verkefni stjórnmálanna á hverjum tíma. Um nokkurt skeið hefur staða þjóðarbúsins verið að batna og kjaraviðræður taka mið af því. Sem betur fer er nú eitthvað til skiptanna og kaupmáttur hefur vaxið óvenju hratt. Verkefni samningsaðila er að skipta með sér ávinningi með réttlátum hætti, en ekki að gefa út innstæðulausa tékka sem færa okkur aftur í tímann og rýra lífskjör. Ríkisstjórnin vill forðast samninga sem geta leitt til verðbólgu og trúir því að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur séu sama sinnis. Hátíðahöldin í dag eru haldin við óvenjulegar aðstæður. Verðbólga er lág, kaupmáttur hefur aukist, hagvöxtur er umtalsverður og atvinnuleysi lítið. Á hinn bóginn hvílir yfir deginum skuggi vinnudeilna og verkfalla. Þau eru nú þegar skollin á og í undirbúningi eru frekari verkföll sem lamað geta þjóðfélagið undir lok mánaðarins. Mikil ábyrgð hvílir því á atvinnurekendum, verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Allir ættu að vera meðvitaðir um afleiðingar þess fyrir samfélagið ef gerðir verða samningar sem leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að finna lausn sem skapar réttláta dreifingu þeirra auknu verðmæta sem eru að verða til. Ríkisstjórnin ítrekar vilja sinn til að liðka fyrir gerð slíkra samninga. Ég sendi öllu launafólki í landinu góðar kveðjur á baráttudegi verkafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur verkafólks hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í yfir 90 ár. Dagurinn er helgaður baráttu og samstöðu verkafólks fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Þessi barátta hefur skilað verkafólki og raunar öllu launafólki miklum ávinningi í gegnum tíðina og átt drjúgan þátt í því að tekist hefur að skapa gott samfélag. Þó lífskjör séu hér almennt góð og alþjóðlegur samanburður sýni mjög sterka stöðu Íslands á nær öllum sviðum hefur gengið erfiðlega að skapa hér stöðugt efnahagsumhverfi til lengri tíma. Mikil orka hefur farið í deilur á vinnumarkaði, stundum til að ræða skiptingu á því sem ekki hefur verið til. Þeirri orku væri betur varið í það að skapa meira til skiptanna. Samtökum á vinnumarkaði og ríkinu hefur ekki tekist að sameinast um aðgerðir til framleiðniaukningar til að ná því markmiði. Þar getum við tekið aðrar Norðurlandaþjóðir okkur til fyrirmyndar.Innistæðulausir tékkar Aukin velferð almennings er stærsta verkefni stjórnmálanna á hverjum tíma. Um nokkurt skeið hefur staða þjóðarbúsins verið að batna og kjaraviðræður taka mið af því. Sem betur fer er nú eitthvað til skiptanna og kaupmáttur hefur vaxið óvenju hratt. Verkefni samningsaðila er að skipta með sér ávinningi með réttlátum hætti, en ekki að gefa út innstæðulausa tékka sem færa okkur aftur í tímann og rýra lífskjör. Ríkisstjórnin vill forðast samninga sem geta leitt til verðbólgu og trúir því að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur séu sama sinnis. Hátíðahöldin í dag eru haldin við óvenjulegar aðstæður. Verðbólga er lág, kaupmáttur hefur aukist, hagvöxtur er umtalsverður og atvinnuleysi lítið. Á hinn bóginn hvílir yfir deginum skuggi vinnudeilna og verkfalla. Þau eru nú þegar skollin á og í undirbúningi eru frekari verkföll sem lamað geta þjóðfélagið undir lok mánaðarins. Mikil ábyrgð hvílir því á atvinnurekendum, verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Allir ættu að vera meðvitaðir um afleiðingar þess fyrir samfélagið ef gerðir verða samningar sem leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að finna lausn sem skapar réttláta dreifingu þeirra auknu verðmæta sem eru að verða til. Ríkisstjórnin ítrekar vilja sinn til að liðka fyrir gerð slíkra samninga. Ég sendi öllu launafólki í landinu góðar kveðjur á baráttudegi verkafólks.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun