Byggjum réttlátt þjóðfélag Sóley Tómasdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í vikunni. Þótt rekstrarniðurstaða samstæðunnar hafi komið ljómandi vel út var niðurstaða A-hlutans neikvæð um 2,8 milljarða króna. Niðurstaðan á sér margar og misflóknar skýringar sem ekki verða raktar hér en að sjálfsögðu verðum við að skoða færar leiðir til aukins aðhalds í framhaldinu. Þótt niðurstaðan sé ekkert sérstakt fagnaðarefni var árið 2014 gott fyrir margra hluta sakir. Hluti framúrkeyrslunnar er auðveldlega réttlætanlegur og jafnvel fagnaðarefni á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, enda hækkuðu laun borgarstarfsfólks umtalsvert á árinu. Hækkun launa og lífeyrisskuldbindinga skýra um 2 milljarða af neikvæðri rekstrarniðurstöðu borgarinnar.Bætt lífskjör Aukinn launakostnaður borgarinnar á síðasta ári var sanngjarn. Leik- og grunnskólakennarar fengu sjálfsagða launaleiðréttingu og starfsmat borgarinnar var endurskoðað með sanngirni að leiðarljósi. Í kjölfarið fengu meðal annars þroskaþjálfar, bókasafnsfræðingar og félagsráðgjafar umtalsverðar og löngu tímabærar kjarabætur. Árið 2014 hófst jafnframt vinna við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tveir starfsstaðir borgarinnar taka þátt í verkefninu sem leiðir vonandi til bættra lífsgæða þeirra sem taka þátt í verkefninu, minni streitu og aukins frítíma, auk þess sem það ætti að stuðla að jafnari ábyrgð karla og kvenna á heimilum og þar með jafnari tækifærum á vinnumarkaði. Fyrirsjáanlegar tilraunir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í kjölfar ársreikningsins til að styrkja mýtuna um fjármálaóreiðu vinstriflokkanna ganga auðvitað ekki upp. Reynslan hefur ítrekað sýnt að jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð er bæði hagkvæmari og farsælli en markaðsvæðing og einstaklingshyggja. Það væri óskandi að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks horfðist í augu við það nú þegar verkföll eru hafin og fleiri blasa við. Krafan um 300 þúsund króna lágmarkslaun og að fólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnulaunum er sanngjörn. Hún er krafa um réttlátt samfélag þar sem græðgi atvinnurekenda víkur fyrir hagsmunum heildarinnar. Að þessu sögðu óska ég verkalýðshreyfingunni velfarnaðar í samningunum fram undan og okkur öllum til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í vikunni. Þótt rekstrarniðurstaða samstæðunnar hafi komið ljómandi vel út var niðurstaða A-hlutans neikvæð um 2,8 milljarða króna. Niðurstaðan á sér margar og misflóknar skýringar sem ekki verða raktar hér en að sjálfsögðu verðum við að skoða færar leiðir til aukins aðhalds í framhaldinu. Þótt niðurstaðan sé ekkert sérstakt fagnaðarefni var árið 2014 gott fyrir margra hluta sakir. Hluti framúrkeyrslunnar er auðveldlega réttlætanlegur og jafnvel fagnaðarefni á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, enda hækkuðu laun borgarstarfsfólks umtalsvert á árinu. Hækkun launa og lífeyrisskuldbindinga skýra um 2 milljarða af neikvæðri rekstrarniðurstöðu borgarinnar.Bætt lífskjör Aukinn launakostnaður borgarinnar á síðasta ári var sanngjarn. Leik- og grunnskólakennarar fengu sjálfsagða launaleiðréttingu og starfsmat borgarinnar var endurskoðað með sanngirni að leiðarljósi. Í kjölfarið fengu meðal annars þroskaþjálfar, bókasafnsfræðingar og félagsráðgjafar umtalsverðar og löngu tímabærar kjarabætur. Árið 2014 hófst jafnframt vinna við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tveir starfsstaðir borgarinnar taka þátt í verkefninu sem leiðir vonandi til bættra lífsgæða þeirra sem taka þátt í verkefninu, minni streitu og aukins frítíma, auk þess sem það ætti að stuðla að jafnari ábyrgð karla og kvenna á heimilum og þar með jafnari tækifærum á vinnumarkaði. Fyrirsjáanlegar tilraunir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í kjölfar ársreikningsins til að styrkja mýtuna um fjármálaóreiðu vinstriflokkanna ganga auðvitað ekki upp. Reynslan hefur ítrekað sýnt að jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð er bæði hagkvæmari og farsælli en markaðsvæðing og einstaklingshyggja. Það væri óskandi að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks horfðist í augu við það nú þegar verkföll eru hafin og fleiri blasa við. Krafan um 300 þúsund króna lágmarkslaun og að fólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnulaunum er sanngjörn. Hún er krafa um réttlátt samfélag þar sem græðgi atvinnurekenda víkur fyrir hagsmunum heildarinnar. Að þessu sögðu óska ég verkalýðshreyfingunni velfarnaðar í samningunum fram undan og okkur öllum til hamingju með baráttudag verkalýðsins!
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun