Þjóðareign eða ekki.is Lýður Árnason skrifar 21. maí 2015 07:00 Eitt mesta þrætuepli þessarar þjóðar er sjávarútvegsmál. Ráðamenn og forsvarsmenn útgerðarinnar segja önnur lönd líta hingað öfundaraugum og vísa í kvótakerfið. Þjóðin lýsir öndverðri skoðun, margsinnis í skoðanakönnunum og í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Ein meginkrafan er auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir þjóðinni yfirráð yfir auðlindum sínum og nýtingu þeirra. Það er umhugsunarvert hvers vegna fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi skuli forgangsraða umdeildum lagafrumvörpum um auðlindamál fram yfir leiðbeinandi ákvæði í stjórnarskrá. Veður þjóðin í villu eða láta rök útgerðarinnar svona vel í eyrum? Kvótakerfið með sértækri úthlutun á veiðirétti hefur ríkt í aldarfjórðung. Reynslan kætir útgerðina, ekki þjóðina. Gjáin á milli ólíkra sjónarmiða kristallaðist á síðasta kjörtímabili í svonefndri fyrningarleið sem þáverandi stjórnarflokkar boðuðu. Hún átti að taka af útgerðunum veiðiréttinn með 20 ára aðlögunartíma og bjóða hann upp á almennum markaði. Frá þessu var snúið og kynnt sú leið að tryggja útgerðinni einokun á veiðirétti til a.m.k. 20 ára. Fékk viðsnúningurinn nafnið „Sáttaleið“. Hvað honum olli er ráðgáta en sú spurning vaknar hvort fulltrúalýðræðið sé yfirhöfuð nógu öflugt til að sporna gegn ofríki og spillingu. Forsvarsmenn fyrirtækja reyna að hámarka arð hluthafanna. Sama gildir um þjóðarauðlindir, arð þeirra þarf að hámarka fyrir eigandann og það er best gert með því að láta þá sem hyggjast nýta auðlindirnar ákveða sjálfa verð aðgöngumiðans á almennum markaði. Þjóðarbúið þarf jú á öllu sínu að halda og einkaframtakið er þeim galdri gætt að finna sér alltaf leið enda mun fiskurinn verða hér áfram þótt ákvæði um auðlindir verði sett í stjórnarskrá. Að lokum þetta: Festi Alþingi í sessi einokun á veiðirétti mun það hvorki skapa fyrirsjáanleika né eyða óvissu í sjávarútvegi. Henni verður ekki eytt nema með meirihlutaákvörðun þjóðarinnar. Sú ein getur verið markandi til framtíðar. Þess vegna hvet ég fólk til að skrifa undir áskorun þessa efnis á þjóðareign.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Eitt mesta þrætuepli þessarar þjóðar er sjávarútvegsmál. Ráðamenn og forsvarsmenn útgerðarinnar segja önnur lönd líta hingað öfundaraugum og vísa í kvótakerfið. Þjóðin lýsir öndverðri skoðun, margsinnis í skoðanakönnunum og í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Ein meginkrafan er auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir þjóðinni yfirráð yfir auðlindum sínum og nýtingu þeirra. Það er umhugsunarvert hvers vegna fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi skuli forgangsraða umdeildum lagafrumvörpum um auðlindamál fram yfir leiðbeinandi ákvæði í stjórnarskrá. Veður þjóðin í villu eða láta rök útgerðarinnar svona vel í eyrum? Kvótakerfið með sértækri úthlutun á veiðirétti hefur ríkt í aldarfjórðung. Reynslan kætir útgerðina, ekki þjóðina. Gjáin á milli ólíkra sjónarmiða kristallaðist á síðasta kjörtímabili í svonefndri fyrningarleið sem þáverandi stjórnarflokkar boðuðu. Hún átti að taka af útgerðunum veiðiréttinn með 20 ára aðlögunartíma og bjóða hann upp á almennum markaði. Frá þessu var snúið og kynnt sú leið að tryggja útgerðinni einokun á veiðirétti til a.m.k. 20 ára. Fékk viðsnúningurinn nafnið „Sáttaleið“. Hvað honum olli er ráðgáta en sú spurning vaknar hvort fulltrúalýðræðið sé yfirhöfuð nógu öflugt til að sporna gegn ofríki og spillingu. Forsvarsmenn fyrirtækja reyna að hámarka arð hluthafanna. Sama gildir um þjóðarauðlindir, arð þeirra þarf að hámarka fyrir eigandann og það er best gert með því að láta þá sem hyggjast nýta auðlindirnar ákveða sjálfa verð aðgöngumiðans á almennum markaði. Þjóðarbúið þarf jú á öllu sínu að halda og einkaframtakið er þeim galdri gætt að finna sér alltaf leið enda mun fiskurinn verða hér áfram þótt ákvæði um auðlindir verði sett í stjórnarskrá. Að lokum þetta: Festi Alþingi í sessi einokun á veiðirétti mun það hvorki skapa fyrirsjáanleika né eyða óvissu í sjávarútvegi. Henni verður ekki eytt nema með meirihlutaákvörðun þjóðarinnar. Sú ein getur verið markandi til framtíðar. Þess vegna hvet ég fólk til að skrifa undir áskorun þessa efnis á þjóðareign.is.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar