Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 28. maí 2015 07:00 Úr vöndu er að ráða, nú þegar verkföll eru tekin að ógna lífi og heilsu fólks hér á landi. Samfélag okkar logar af reiði. Hún birtist daglega í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum alnetsins fær fólk að því er virðist stjórnlitla útrás fyrir gremju sína. Mótmælin eru af ýmsum toga. Alhæft er um margt og taugaspennan oft svo mikil að ekki er unnt að rökræða einstök mál af skynsemi. Virðing fyrir mönnum og málefnum víkur fyrir offorsi og flumbrugangi. Flest er dregið niður í svaðið. Kjaradeilur virðast í lítt leysanlegum hnút, m.a. vegna skorts á trausti í samskiptum stjórnvalda, atvinnurekenda- og launþegahreyfinga. Ófriður orsakast yfirleitt vegna skorts á réttlæti. Góðar fyrirmyndir skortir í samfélagi okkar. Hvað er slæmt við reiðitilfinninguna, kennd sem allir þekkja? Sjálfur Jesús er í Biblíunni sagður hafa reiðst, en vandinn er að andstætt þeirri mildi og stillingu sem hann bjó yfir getur reiðin hjá okkur venjulegu fólki haft hættulegar og eyðileggjandi afleiðingar. Reiðin er sterk kennd sem getur vaknað við vonbrigði, ef við höfum verið særð eða mætt óréttlæti af einhverju tagi. Ekki þarf samt öll reiði að vera slæm því í henni býr mikill kraftur sem virkja má á gagnlegan hátt. Þó er til margs konar reiði sem fólk ætti að varast ef ekki á illa að fara. Í Biblíunni er varað við taumlausri reiði. „Ef þið reiðist þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar,“ segir Páll postuli í bréfi til Efesusmanna. Reiði getur myndast vegna djúprar hneykslunar þegar okkur misbýður, viljum svara fyrir okkur og jafnvel hefna eða refsa. Slík reiði er hættuleg og við þurfum að varast ofbeldisfulla reiði og að missa sjálfstjórn. Taumlaus reiði samræmist ekki hegðun siðaðs fólks.Vegvísir Biblían er vegvísir um svo ótal margt í lífi fólks. Hinn ástsæli forseti Bandaríkjanna, Abraham Lincoln (1809-1865), sem ofbeldismaður réð af dögum fyrir réttri einni og hálfri öld, sagði einhverju sinni: „Allt það, sem æskilegt er fyrir velfarnað mannsins, bæði í þessu lífi og öðru, má finna í Biblíunni.“ Í henni er þannig ekki aðeins fjallað um reiði heldur einnig um fyrirgefningu, sérstaklega í Nýja Testamentinu. Fyrirgefning felst í því annars vegar að losna undan eigin reiði og hins vegar að endurheimta og byggja upp rofið samband á ný. Margir álíta að þeir hafi fyrirgefið ef þeir stilla sig um að slá til baka. En þannig náum við ekki að losa um hina djúpt liggjandi reiði og munum í framtíðinni forðast þann einstakling sem olli okkur sársauka án þess að gera tilraun til að endurheimta fyrri tengsl. Þetta er ekki alvöru fyrirgefning. Að láta af reiði og fyrirgefa þýðir að maður yfirvinnur löngun til að hefna sín, að forðast eða hunsa þann sem reiðin beinist að. Að færa í lag samband við einhvern þýðir að vera tilbúinn að ræða vandamálið, að starfa áfram með viðkomandi og láta sér annt um hann. Að fyrirgefa í raun og veru er erfitt því það þýðir að menn þurfa að ná valdi á sjálfum sér og breyta viðbrögðum sínum. Raunveruleg fyrirgefning útheimtir iðulega grundvallarbreytingu á afstöðu manns, breytingu á fyrri hegðun. Ef við viljum læra að fyrirgefa þurfa mörg okkar að takast á nýjan hátt við særðar tilfinningar og löngun til maklegra málagjalda. Til að fyrirgefa af öllu hjarta verður einstaklingur að vilja breyta af góðu hjarta. Það er áskorun hins kristna manns sem vill taka þátt í að breyta mannlegum samskiptum og þar með þjóðfélaginu til hins betra. Þessi grein er rituð í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags. Enn í dag flytur Biblían fólki mikilvægan boðskap og ráð um farsælt líf. Það er við hæfi að enda hana á upphafi 15. kafla Orðskviðanna: „Mildilegt svar stöðvar bræði en fúkyrði vekja reiði. Af tungu hinna vitru drýpur þekking, af munni heimskingjanna streymir flónskan… Hógværð tungunnar er lífstré en fals hennar veldur hugarkvöl.“ Það væri óskandi að þeir sem nú eiga í deilum hugsuðu ráð sitt vel, settu sig af góðvild í spor þeirra sem deilt er við og íhuguðu af sáttfýsi og heiðarleika hvaða leiðir liggja til samninga og sátta. Þá mun reynast notadrjúgt að hafa orð Biblíunnar og kristin gildi að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Úr vöndu er að ráða, nú þegar verkföll eru tekin að ógna lífi og heilsu fólks hér á landi. Samfélag okkar logar af reiði. Hún birtist daglega í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum alnetsins fær fólk að því er virðist stjórnlitla útrás fyrir gremju sína. Mótmælin eru af ýmsum toga. Alhæft er um margt og taugaspennan oft svo mikil að ekki er unnt að rökræða einstök mál af skynsemi. Virðing fyrir mönnum og málefnum víkur fyrir offorsi og flumbrugangi. Flest er dregið niður í svaðið. Kjaradeilur virðast í lítt leysanlegum hnút, m.a. vegna skorts á trausti í samskiptum stjórnvalda, atvinnurekenda- og launþegahreyfinga. Ófriður orsakast yfirleitt vegna skorts á réttlæti. Góðar fyrirmyndir skortir í samfélagi okkar. Hvað er slæmt við reiðitilfinninguna, kennd sem allir þekkja? Sjálfur Jesús er í Biblíunni sagður hafa reiðst, en vandinn er að andstætt þeirri mildi og stillingu sem hann bjó yfir getur reiðin hjá okkur venjulegu fólki haft hættulegar og eyðileggjandi afleiðingar. Reiðin er sterk kennd sem getur vaknað við vonbrigði, ef við höfum verið særð eða mætt óréttlæti af einhverju tagi. Ekki þarf samt öll reiði að vera slæm því í henni býr mikill kraftur sem virkja má á gagnlegan hátt. Þó er til margs konar reiði sem fólk ætti að varast ef ekki á illa að fara. Í Biblíunni er varað við taumlausri reiði. „Ef þið reiðist þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar,“ segir Páll postuli í bréfi til Efesusmanna. Reiði getur myndast vegna djúprar hneykslunar þegar okkur misbýður, viljum svara fyrir okkur og jafnvel hefna eða refsa. Slík reiði er hættuleg og við þurfum að varast ofbeldisfulla reiði og að missa sjálfstjórn. Taumlaus reiði samræmist ekki hegðun siðaðs fólks.Vegvísir Biblían er vegvísir um svo ótal margt í lífi fólks. Hinn ástsæli forseti Bandaríkjanna, Abraham Lincoln (1809-1865), sem ofbeldismaður réð af dögum fyrir réttri einni og hálfri öld, sagði einhverju sinni: „Allt það, sem æskilegt er fyrir velfarnað mannsins, bæði í þessu lífi og öðru, má finna í Biblíunni.“ Í henni er þannig ekki aðeins fjallað um reiði heldur einnig um fyrirgefningu, sérstaklega í Nýja Testamentinu. Fyrirgefning felst í því annars vegar að losna undan eigin reiði og hins vegar að endurheimta og byggja upp rofið samband á ný. Margir álíta að þeir hafi fyrirgefið ef þeir stilla sig um að slá til baka. En þannig náum við ekki að losa um hina djúpt liggjandi reiði og munum í framtíðinni forðast þann einstakling sem olli okkur sársauka án þess að gera tilraun til að endurheimta fyrri tengsl. Þetta er ekki alvöru fyrirgefning. Að láta af reiði og fyrirgefa þýðir að maður yfirvinnur löngun til að hefna sín, að forðast eða hunsa þann sem reiðin beinist að. Að færa í lag samband við einhvern þýðir að vera tilbúinn að ræða vandamálið, að starfa áfram með viðkomandi og láta sér annt um hann. Að fyrirgefa í raun og veru er erfitt því það þýðir að menn þurfa að ná valdi á sjálfum sér og breyta viðbrögðum sínum. Raunveruleg fyrirgefning útheimtir iðulega grundvallarbreytingu á afstöðu manns, breytingu á fyrri hegðun. Ef við viljum læra að fyrirgefa þurfa mörg okkar að takast á nýjan hátt við særðar tilfinningar og löngun til maklegra málagjalda. Til að fyrirgefa af öllu hjarta verður einstaklingur að vilja breyta af góðu hjarta. Það er áskorun hins kristna manns sem vill taka þátt í að breyta mannlegum samskiptum og þar með þjóðfélaginu til hins betra. Þessi grein er rituð í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags. Enn í dag flytur Biblían fólki mikilvægan boðskap og ráð um farsælt líf. Það er við hæfi að enda hana á upphafi 15. kafla Orðskviðanna: „Mildilegt svar stöðvar bræði en fúkyrði vekja reiði. Af tungu hinna vitru drýpur þekking, af munni heimskingjanna streymir flónskan… Hógværð tungunnar er lífstré en fals hennar veldur hugarkvöl.“ Það væri óskandi að þeir sem nú eiga í deilum hugsuðu ráð sitt vel, settu sig af góðvild í spor þeirra sem deilt er við og íhuguðu af sáttfýsi og heiðarleika hvaða leiðir liggja til samninga og sátta. Þá mun reynast notadrjúgt að hafa orð Biblíunnar og kristin gildi að leiðarljósi.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun