Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Reynslubolti Bryndís byrjaði starfsferilinn í dómsmálaráðuneytinu. fréttablaðið/gva Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf sem ríkissáttasemjari á mánudaginn. Hún segir aðdragandann að því að taka við nýja starfinu hafa verið mjög stuttan. Á sama tíma lætur hún af störfum sem starfsmannastjóri Landspítalans. „Ég var ráðin í starf til fimm ára og er bara búin að vera hérna í tvö ár, þannig að ég var í sjálfu sér ekki sérstaklega á förum héðan,“ segir Bryndís í samtali við Markaðinn. Hún segist hafa fengið hvatningu fyrir nokkrum vikum úr nokkrum áttum til þess að gefa kost á sér í þetta embætti. „Ég fór þá að velta þessu svolítið fyrir mér og það leiddi til þess að ég ákvað að láta reyna á það með því að sækja um,“ segir hún. Bryndís hefur umtalsverða starfsreynslu að baki. Eftir lögfræðipróf við Háskóla Íslands fór hún að starfa í dómsmálaráðuneytinu. Hún var þar í skamman tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ. „Þar kynntist ég umhverfi vinnumarkaðarins sem var áhugaverður tími og maður fékk þar innsýn inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ lá leiðin á Alþingi en Bryndís var þingmaður í 10 ár. „Ég fer síðan inn í háskólageirann og var deildarforseti lagadeildarinnar á Bifröst og seinna aðstoðarrektor og svo rektor,“ segir hún. Á þeim tíma hafi hún kynnst því á vissan hátt að vera atvinnurekandi. „Það var góð reynsla og mikilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún til starfa á spítalanum. „Ég held að ég hafi komið víða að málum sem tengjast vinnumarkaðnum, bæði opinbera markaðnum og almenna markaðnum,“ segir hún. Bryndís segist ekki geta sagt hvert þessara fyrrgreindu starfa hafi verið skemmtilegast. „Mér finnst alltaf svo skemmtilegt í vinnunni. Það er allavega mjög sjaldan sem mér hefur leiðst þau störf sem ég hef verið að fást við og ef mér hefur farið að leiðast þá hef ég haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi allt verið skemmtileg störf og það sé gaman að takast á við krefjandi verkefni. „Þessi störf hafa öll verið það. Þannig að ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli,“ segir hún. Bryndís er í sambúð með Stefáni Kalmanssyni og á átján ára gamla tvíbura af fyrra sambandi. Hún á ýmis áhugamál sem hún sinnir utan vinnutímans. „Ég er nýbyrjuð að spila golf, byrjaði á því fyrir tveimur árum og finnst það mjög gaman,“ segir hún. Hún spilar golfið með vinafólki og segir að það taki sífellt meiri tíma af frístundum. „Mér finnst líka mjög gaman að fara á fjöll. Finnst gaman að fara í gönguferðir á sumrin hér heima og helst á hálendinu,“ segir hún. Þá séu stundirnar með fjölskyldunni mjög kærkomnar. Alþingi Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf sem ríkissáttasemjari á mánudaginn. Hún segir aðdragandann að því að taka við nýja starfinu hafa verið mjög stuttan. Á sama tíma lætur hún af störfum sem starfsmannastjóri Landspítalans. „Ég var ráðin í starf til fimm ára og er bara búin að vera hérna í tvö ár, þannig að ég var í sjálfu sér ekki sérstaklega á förum héðan,“ segir Bryndís í samtali við Markaðinn. Hún segist hafa fengið hvatningu fyrir nokkrum vikum úr nokkrum áttum til þess að gefa kost á sér í þetta embætti. „Ég fór þá að velta þessu svolítið fyrir mér og það leiddi til þess að ég ákvað að láta reyna á það með því að sækja um,“ segir hún. Bryndís hefur umtalsverða starfsreynslu að baki. Eftir lögfræðipróf við Háskóla Íslands fór hún að starfa í dómsmálaráðuneytinu. Hún var þar í skamman tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ. „Þar kynntist ég umhverfi vinnumarkaðarins sem var áhugaverður tími og maður fékk þar innsýn inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ lá leiðin á Alþingi en Bryndís var þingmaður í 10 ár. „Ég fer síðan inn í háskólageirann og var deildarforseti lagadeildarinnar á Bifröst og seinna aðstoðarrektor og svo rektor,“ segir hún. Á þeim tíma hafi hún kynnst því á vissan hátt að vera atvinnurekandi. „Það var góð reynsla og mikilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún til starfa á spítalanum. „Ég held að ég hafi komið víða að málum sem tengjast vinnumarkaðnum, bæði opinbera markaðnum og almenna markaðnum,“ segir hún. Bryndís segist ekki geta sagt hvert þessara fyrrgreindu starfa hafi verið skemmtilegast. „Mér finnst alltaf svo skemmtilegt í vinnunni. Það er allavega mjög sjaldan sem mér hefur leiðst þau störf sem ég hef verið að fást við og ef mér hefur farið að leiðast þá hef ég haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi allt verið skemmtileg störf og það sé gaman að takast á við krefjandi verkefni. „Þessi störf hafa öll verið það. Þannig að ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli,“ segir hún. Bryndís er í sambúð með Stefáni Kalmanssyni og á átján ára gamla tvíbura af fyrra sambandi. Hún á ýmis áhugamál sem hún sinnir utan vinnutímans. „Ég er nýbyrjuð að spila golf, byrjaði á því fyrir tveimur árum og finnst það mjög gaman,“ segir hún. Hún spilar golfið með vinafólki og segir að það taki sífellt meiri tíma af frístundum. „Mér finnst líka mjög gaman að fara á fjöll. Finnst gaman að fara í gönguferðir á sumrin hér heima og helst á hálendinu,“ segir hún. Þá séu stundirnar með fjölskyldunni mjög kærkomnar.
Alþingi Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira