Læsi er forgangsmál í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 6. júní 2015 07:00 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 3. júní innleiðingaráætlun í lestrarmálum, sem hefur það að markmiði að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Áætlunin byggir á tillögum fagráðs sem skilaði af sér í mars og leggur áherslu á snemmtæka íhlutun, markvissa kennsluráðgjöf og starfsþróun og aukinn stuðning við börn sem eiga í lestrarerfiðleikum. Það er metnaðarmál nýs meirihluta í borginni að allur þorri barna í borginni geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans en mælingar liðinna missera hafa sýnt að allt að þriðjungur barna getur ekki lesið sér til gagns í lok annars bekkjar og nærri 30% drengja eiga í erfiðleikum með lesskilning við lok grunnskólagöngunnar. Það eru alvarleg skilaboð því það er ávísun á lakari menntun þessara einstaklinga en jafnaldra þeirra, ef ekkert er að gert.Snemmtæk íhlutun Grundvallarmarkmið nýju lestrarstefnunnar er að greina snemma og bregðast hratt við lestrarerfiðleikum barna með markvissum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri í að bæta frammistöðu barnanna. Ætlunin er að strax í haust standi öllum grunnskólum borgarinnar til boða að nýta stuðningskerfið Leið til læsis frá og með 1. bekk sem felur í sér skimun og markvissa eftirfylgd með framförum. Þá verða valdir kaflar í lestrargreiningartækinu LOGOS lagðir fyrir nemendur í 3., 6. og 8. bekk, með áherslu á leshraða og lesskilning.Markviss kennsluráðgjöf Leik- og grunnskólakennurum í borginni verður gert kleift að sækja sér símenntun á sviði máls og læsis bæði með hagnýtum námskeiðum og námi á háskólastigi sem metið er til eininga. Fyrir grunnskólastig verði lögð áhersla á námskeið um lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur og lengra komna, viðbrögð við lestrarörðugleikum og virkt tvítyngi og læsi. Einnig verði boðið upp á námskeið um mat á málþroska og læsi. Fyrir leikskólastig verði lögð áhersla á alla þætti bernskulæsis, virkt tvítyngi og mat á málþroska. Starfsfólki í frístundastarfi verði boðið upp á fræðslu um eflingu máls og læsis í leik og óformlegu námi.Miðstöð máls og læsis Strax í haust verður hafinn undirbúningur að stofnun Miðstöðvar máls og læsis sem mun hafa það hlutverk að styðja við fagmennsku kennara með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi leik- og grunnskólabarna. Stefnt er að því að Miðstöðin taki til starfa á vormisseri 2016.Aukið samstarf Það er leiðarstef í tillögum að nýrri læsisstefnu að stuðningur við börn frá leikskólaaldri verði markvissari með auknu samstarfi þeirra aðila sem að málum þurfa að koma. Þess vegna er lögð áhersla á náið samstarf leikskóla og grunnskóla m.a. um mælingar á málþroska og nýtingu niðurstaðna úr þeim, samstarf við ungbarnavernd um fræðslu til foreldra um mikilvægi málþroska og bernskulæsis, og aukið faglegt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla sem fram fer á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Lykilatriði er að þjónustan sé markviss, byggi á gagnreyndum aðferðum og nýtist börnunum sem um ræðir til að ná betri tökum á þeirri grundvallarfærni sem lestur er fyrir allt frekara nám og vinnu í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 3. júní innleiðingaráætlun í lestrarmálum, sem hefur það að markmiði að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Áætlunin byggir á tillögum fagráðs sem skilaði af sér í mars og leggur áherslu á snemmtæka íhlutun, markvissa kennsluráðgjöf og starfsþróun og aukinn stuðning við börn sem eiga í lestrarerfiðleikum. Það er metnaðarmál nýs meirihluta í borginni að allur þorri barna í borginni geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans en mælingar liðinna missera hafa sýnt að allt að þriðjungur barna getur ekki lesið sér til gagns í lok annars bekkjar og nærri 30% drengja eiga í erfiðleikum með lesskilning við lok grunnskólagöngunnar. Það eru alvarleg skilaboð því það er ávísun á lakari menntun þessara einstaklinga en jafnaldra þeirra, ef ekkert er að gert.Snemmtæk íhlutun Grundvallarmarkmið nýju lestrarstefnunnar er að greina snemma og bregðast hratt við lestrarerfiðleikum barna með markvissum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri í að bæta frammistöðu barnanna. Ætlunin er að strax í haust standi öllum grunnskólum borgarinnar til boða að nýta stuðningskerfið Leið til læsis frá og með 1. bekk sem felur í sér skimun og markvissa eftirfylgd með framförum. Þá verða valdir kaflar í lestrargreiningartækinu LOGOS lagðir fyrir nemendur í 3., 6. og 8. bekk, með áherslu á leshraða og lesskilning.Markviss kennsluráðgjöf Leik- og grunnskólakennurum í borginni verður gert kleift að sækja sér símenntun á sviði máls og læsis bæði með hagnýtum námskeiðum og námi á háskólastigi sem metið er til eininga. Fyrir grunnskólastig verði lögð áhersla á námskeið um lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur og lengra komna, viðbrögð við lestrarörðugleikum og virkt tvítyngi og læsi. Einnig verði boðið upp á námskeið um mat á málþroska og læsi. Fyrir leikskólastig verði lögð áhersla á alla þætti bernskulæsis, virkt tvítyngi og mat á málþroska. Starfsfólki í frístundastarfi verði boðið upp á fræðslu um eflingu máls og læsis í leik og óformlegu námi.Miðstöð máls og læsis Strax í haust verður hafinn undirbúningur að stofnun Miðstöðvar máls og læsis sem mun hafa það hlutverk að styðja við fagmennsku kennara með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi leik- og grunnskólabarna. Stefnt er að því að Miðstöðin taki til starfa á vormisseri 2016.Aukið samstarf Það er leiðarstef í tillögum að nýrri læsisstefnu að stuðningur við börn frá leikskólaaldri verði markvissari með auknu samstarfi þeirra aðila sem að málum þurfa að koma. Þess vegna er lögð áhersla á náið samstarf leikskóla og grunnskóla m.a. um mælingar á málþroska og nýtingu niðurstaðna úr þeim, samstarf við ungbarnavernd um fræðslu til foreldra um mikilvægi málþroska og bernskulæsis, og aukið faglegt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla sem fram fer á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Lykilatriði er að þjónustan sé markviss, byggi á gagnreyndum aðferðum og nýtist börnunum sem um ræðir til að ná betri tökum á þeirri grundvallarfærni sem lestur er fyrir allt frekara nám og vinnu í samfélaginu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun