Læsi er forgangsmál í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 6. júní 2015 07:00 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 3. júní innleiðingaráætlun í lestrarmálum, sem hefur það að markmiði að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Áætlunin byggir á tillögum fagráðs sem skilaði af sér í mars og leggur áherslu á snemmtæka íhlutun, markvissa kennsluráðgjöf og starfsþróun og aukinn stuðning við börn sem eiga í lestrarerfiðleikum. Það er metnaðarmál nýs meirihluta í borginni að allur þorri barna í borginni geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans en mælingar liðinna missera hafa sýnt að allt að þriðjungur barna getur ekki lesið sér til gagns í lok annars bekkjar og nærri 30% drengja eiga í erfiðleikum með lesskilning við lok grunnskólagöngunnar. Það eru alvarleg skilaboð því það er ávísun á lakari menntun þessara einstaklinga en jafnaldra þeirra, ef ekkert er að gert.Snemmtæk íhlutun Grundvallarmarkmið nýju lestrarstefnunnar er að greina snemma og bregðast hratt við lestrarerfiðleikum barna með markvissum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri í að bæta frammistöðu barnanna. Ætlunin er að strax í haust standi öllum grunnskólum borgarinnar til boða að nýta stuðningskerfið Leið til læsis frá og með 1. bekk sem felur í sér skimun og markvissa eftirfylgd með framförum. Þá verða valdir kaflar í lestrargreiningartækinu LOGOS lagðir fyrir nemendur í 3., 6. og 8. bekk, með áherslu á leshraða og lesskilning.Markviss kennsluráðgjöf Leik- og grunnskólakennurum í borginni verður gert kleift að sækja sér símenntun á sviði máls og læsis bæði með hagnýtum námskeiðum og námi á háskólastigi sem metið er til eininga. Fyrir grunnskólastig verði lögð áhersla á námskeið um lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur og lengra komna, viðbrögð við lestrarörðugleikum og virkt tvítyngi og læsi. Einnig verði boðið upp á námskeið um mat á málþroska og læsi. Fyrir leikskólastig verði lögð áhersla á alla þætti bernskulæsis, virkt tvítyngi og mat á málþroska. Starfsfólki í frístundastarfi verði boðið upp á fræðslu um eflingu máls og læsis í leik og óformlegu námi.Miðstöð máls og læsis Strax í haust verður hafinn undirbúningur að stofnun Miðstöðvar máls og læsis sem mun hafa það hlutverk að styðja við fagmennsku kennara með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi leik- og grunnskólabarna. Stefnt er að því að Miðstöðin taki til starfa á vormisseri 2016.Aukið samstarf Það er leiðarstef í tillögum að nýrri læsisstefnu að stuðningur við börn frá leikskólaaldri verði markvissari með auknu samstarfi þeirra aðila sem að málum þurfa að koma. Þess vegna er lögð áhersla á náið samstarf leikskóla og grunnskóla m.a. um mælingar á málþroska og nýtingu niðurstaðna úr þeim, samstarf við ungbarnavernd um fræðslu til foreldra um mikilvægi málþroska og bernskulæsis, og aukið faglegt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla sem fram fer á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Lykilatriði er að þjónustan sé markviss, byggi á gagnreyndum aðferðum og nýtist börnunum sem um ræðir til að ná betri tökum á þeirri grundvallarfærni sem lestur er fyrir allt frekara nám og vinnu í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 3. júní innleiðingaráætlun í lestrarmálum, sem hefur það að markmiði að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Áætlunin byggir á tillögum fagráðs sem skilaði af sér í mars og leggur áherslu á snemmtæka íhlutun, markvissa kennsluráðgjöf og starfsþróun og aukinn stuðning við börn sem eiga í lestrarerfiðleikum. Það er metnaðarmál nýs meirihluta í borginni að allur þorri barna í borginni geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans en mælingar liðinna missera hafa sýnt að allt að þriðjungur barna getur ekki lesið sér til gagns í lok annars bekkjar og nærri 30% drengja eiga í erfiðleikum með lesskilning við lok grunnskólagöngunnar. Það eru alvarleg skilaboð því það er ávísun á lakari menntun þessara einstaklinga en jafnaldra þeirra, ef ekkert er að gert.Snemmtæk íhlutun Grundvallarmarkmið nýju lestrarstefnunnar er að greina snemma og bregðast hratt við lestrarerfiðleikum barna með markvissum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri í að bæta frammistöðu barnanna. Ætlunin er að strax í haust standi öllum grunnskólum borgarinnar til boða að nýta stuðningskerfið Leið til læsis frá og með 1. bekk sem felur í sér skimun og markvissa eftirfylgd með framförum. Þá verða valdir kaflar í lestrargreiningartækinu LOGOS lagðir fyrir nemendur í 3., 6. og 8. bekk, með áherslu á leshraða og lesskilning.Markviss kennsluráðgjöf Leik- og grunnskólakennurum í borginni verður gert kleift að sækja sér símenntun á sviði máls og læsis bæði með hagnýtum námskeiðum og námi á háskólastigi sem metið er til eininga. Fyrir grunnskólastig verði lögð áhersla á námskeið um lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur og lengra komna, viðbrögð við lestrarörðugleikum og virkt tvítyngi og læsi. Einnig verði boðið upp á námskeið um mat á málþroska og læsi. Fyrir leikskólastig verði lögð áhersla á alla þætti bernskulæsis, virkt tvítyngi og mat á málþroska. Starfsfólki í frístundastarfi verði boðið upp á fræðslu um eflingu máls og læsis í leik og óformlegu námi.Miðstöð máls og læsis Strax í haust verður hafinn undirbúningur að stofnun Miðstöðvar máls og læsis sem mun hafa það hlutverk að styðja við fagmennsku kennara með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi leik- og grunnskólabarna. Stefnt er að því að Miðstöðin taki til starfa á vormisseri 2016.Aukið samstarf Það er leiðarstef í tillögum að nýrri læsisstefnu að stuðningur við börn frá leikskólaaldri verði markvissari með auknu samstarfi þeirra aðila sem að málum þurfa að koma. Þess vegna er lögð áhersla á náið samstarf leikskóla og grunnskóla m.a. um mælingar á málþroska og nýtingu niðurstaðna úr þeim, samstarf við ungbarnavernd um fræðslu til foreldra um mikilvægi málþroska og bernskulæsis, og aukið faglegt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla sem fram fer á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Lykilatriði er að þjónustan sé markviss, byggi á gagnreyndum aðferðum og nýtist börnunum sem um ræðir til að ná betri tökum á þeirri grundvallarfærni sem lestur er fyrir allt frekara nám og vinnu í samfélaginu.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun