Rasísk ummæli Trump valda uppnámi Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2015 12:00 Donald Trump sparar ekki stóru og ljótu orðin. Mynd/Image Forum Þegar Donald Trump tilkynnti forsetaframboð á dögunum lét hann í ljós skoðun sína á innflytjendum frá Mexíkó, nágrannaríki Bandaríkjanna. Hann kallaði þá meðal annars nauðgara og morðingja. Eftir þessi ummæli fór allt í háaloft og fólk byrjaði að safna á undirskriftarlista þar sem fyrirtæki eru hvött til þess að sniðganga forsetaframbjóðandann. Nokkur fyrirtæki hafa brugðist við enda ekki mjög aðlaðandi fyrir viðskiptavini að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styðja slíka fordóma og fáfræði. Sjónvarpsstöðvarnar Univision og NBC hafa slitið samstarfi við Trump. Univision hefur ákveðið að hætta að sýna frá Miss Universe-keppnunum sem Donald á og NBC ætlar ekki að leyfa honum að birtast í The Apprentice-þáttunum. Nú munu Macy’s-búðirnar ekki lengur selja varning Trumps en hann hefur verið með sína eigin vörulínu í búðunum frá árinu 2004. Donald Trump hefur ekki verið hræddur við að tjá skoðanir sínar opinberlega og koma með sínar eigin kenningar. Frægt dæmi um það er þegar hann hélt því fram að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri ekki bandarískur og krafði hann um að gera fæðingarvottorð sitt opinbert. Obama svaraði honum með því að sýna honum brot úr Lion King og sagði það vera fæðingarmyndbandið sitt. Hægt er að sjá uppátæki forsetans hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Donald Trump vill verða forseti Bandaríkjanna Milljarðarmæringurinn tilkynnti um framboð sitt í dag. 16. júní 2015 16:11 „Kim Kardashian yrði betri forseti en Donald Trump“ Hip hop-mógúllinn Russell Simmons hefur gefið það opinberlega út að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian yrði betri forseti Bandaríkjanna heldur en Donald Trump. 19. júní 2015 16:00 Segir Bandaríkin þreytt á veikburða forseta Chris Christie tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna fyrir Repúblíkanaflokkinn í gær. 1. júlí 2015 07:00 Tiger kominn í vinnu hjá Donald Trump Það verður nóg að gera innan sem utan vallar hjá kylfingnum Tiger Woods á næsta ári. 10. desember 2014 12:30 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Þegar Donald Trump tilkynnti forsetaframboð á dögunum lét hann í ljós skoðun sína á innflytjendum frá Mexíkó, nágrannaríki Bandaríkjanna. Hann kallaði þá meðal annars nauðgara og morðingja. Eftir þessi ummæli fór allt í háaloft og fólk byrjaði að safna á undirskriftarlista þar sem fyrirtæki eru hvött til þess að sniðganga forsetaframbjóðandann. Nokkur fyrirtæki hafa brugðist við enda ekki mjög aðlaðandi fyrir viðskiptavini að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styðja slíka fordóma og fáfræði. Sjónvarpsstöðvarnar Univision og NBC hafa slitið samstarfi við Trump. Univision hefur ákveðið að hætta að sýna frá Miss Universe-keppnunum sem Donald á og NBC ætlar ekki að leyfa honum að birtast í The Apprentice-þáttunum. Nú munu Macy’s-búðirnar ekki lengur selja varning Trumps en hann hefur verið með sína eigin vörulínu í búðunum frá árinu 2004. Donald Trump hefur ekki verið hræddur við að tjá skoðanir sínar opinberlega og koma með sínar eigin kenningar. Frægt dæmi um það er þegar hann hélt því fram að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri ekki bandarískur og krafði hann um að gera fæðingarvottorð sitt opinbert. Obama svaraði honum með því að sýna honum brot úr Lion King og sagði það vera fæðingarmyndbandið sitt. Hægt er að sjá uppátæki forsetans hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Donald Trump vill verða forseti Bandaríkjanna Milljarðarmæringurinn tilkynnti um framboð sitt í dag. 16. júní 2015 16:11 „Kim Kardashian yrði betri forseti en Donald Trump“ Hip hop-mógúllinn Russell Simmons hefur gefið það opinberlega út að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian yrði betri forseti Bandaríkjanna heldur en Donald Trump. 19. júní 2015 16:00 Segir Bandaríkin þreytt á veikburða forseta Chris Christie tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna fyrir Repúblíkanaflokkinn í gær. 1. júlí 2015 07:00 Tiger kominn í vinnu hjá Donald Trump Það verður nóg að gera innan sem utan vallar hjá kylfingnum Tiger Woods á næsta ári. 10. desember 2014 12:30 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Donald Trump vill verða forseti Bandaríkjanna Milljarðarmæringurinn tilkynnti um framboð sitt í dag. 16. júní 2015 16:11
„Kim Kardashian yrði betri forseti en Donald Trump“ Hip hop-mógúllinn Russell Simmons hefur gefið það opinberlega út að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian yrði betri forseti Bandaríkjanna heldur en Donald Trump. 19. júní 2015 16:00
Segir Bandaríkin þreytt á veikburða forseta Chris Christie tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna fyrir Repúblíkanaflokkinn í gær. 1. júlí 2015 07:00
Tiger kominn í vinnu hjá Donald Trump Það verður nóg að gera innan sem utan vallar hjá kylfingnum Tiger Woods á næsta ári. 10. desember 2014 12:30