Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:30 Bjarnveig og Skúli í göngutúr í grennd við bæinn sinn Ytra-Áland, nánar tiltekið niðri á Kálfsnesi. Vísir/Mynd úr einkasafni Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugsafmæla sinna nýlega. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sungið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störfum um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamótum. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með heimagistingu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólanum á Svalbarði í nokkur ár. Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Svalbarðshrepps í nokkur ár, var leiðbeinandi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um vef sveitarfélagsins, www.svalbardshreppur.is En hún er fædd og uppalin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt hamingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólarlagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum miðnætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“ Svalbarðshreppur Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugsafmæla sinna nýlega. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sungið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störfum um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamótum. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með heimagistingu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólanum á Svalbarði í nokkur ár. Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Svalbarðshrepps í nokkur ár, var leiðbeinandi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um vef sveitarfélagsins, www.svalbardshreppur.is En hún er fædd og uppalin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt hamingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólarlagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum miðnætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“
Svalbarðshreppur Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira