Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2015 06:30 Strákarnir hafa ærna ástæðu til að fagna. Ætli það verði ekki talað um íslenska knattspyrnu fyrir og eftir Lars Lagerbäck eftir nokkur ár, svo ótrúlegum árangri hefur Svíinn náð með hjálp Heimis Hallgrímssonar. Umbreytingin á íslenska karlalandsliðinu undanfarin þrjú ár er hvergi meira áberandi en í valhoppi íslenska liðsins um upp styrkleikalista FIFA. Liðið sem var nokkrum sætum neðar en Færeyjar og Liechtenstein haustið 2011 er nú komið í hóp 25 bestu knattspyrnuþjóða heims. Hinn öflugi spænski knattspyrnutölfræðingur Alexis Martín-Tamayo hefur tekið saman stig landa í næstu útgáfu FIFA-listans og samkvæmt hans útreikningum er íslenska liðið að hoppa upp í 23. sæti listans og er nú aðeins einu sæti á eftir Frökkum og sex sætum á eftir Ítölum.Aftur bestir á Norðurlöndum Ísland hefur hæst komist upp í 28. sæti listans en liðið varð efst Norðurlandaþjóða í október 2014. Danir stukku upp fyrir íslenska liðið á næsta lista en eru nú samkvæmt útreikningum Alexis komnir í annað sætið á ný. Það er langt í bæði Svía (33. sæti) og Norðmenn (neðar en 60. sæti) sem voru sem dæmi meira en hundrað sætum á undan Íslandi fyrir þremur árum síðan. Standist útreikningar Mister Chip sem bregðast nær aldrei, þá er íslenska landsliðið að hoppa um fjórtán sæti á listanum og verður þetta þá í sjöunda sinn í þjálfaratíð Lars Lagerbäck sem liðið tekur stórt stökk upp FIFA-listann á síðustu 34 mánuðum eða frá fyrsta stóra stökkinu í september 2012. Sigurinn á Tékkum á Laugardalsvelli fyrir 26 dögum kom íslenska liðinu ekki aðeins á topp riðilsins í undankeppni EM 2016 allt sumar heldur einnig upp í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM í Sankti Pétursborg í lok mánaðarins.Sextánda sæti innan Evrópu Íslenska liðið verður væntanlega í sextánda sæti af evrópsku þjóðunum á nýjum lista en liðin í sætum tíu til átján fylla annan styrkleikaflokk. Ísland er þriðja síðasta liðið þangað til og er á undan bæði Danmörku og Bosníu samkvæmt útreikningum Martín-Tamayo. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessi sjö stóru stökk íslenska liðsins í þjálfaratíð Lars Lagerbäck en sex af þeim hafa komið eftir flotta sigra í undankeppnum. Auk þess hefur íslenska liðið sex sinnum hækkað sig um fimm til átta sæti milli útgáfu FIFA-listans þessi þrjú mögnuðu ár Lars með íslenska liðið.Vísir EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Ætli það verði ekki talað um íslenska knattspyrnu fyrir og eftir Lars Lagerbäck eftir nokkur ár, svo ótrúlegum árangri hefur Svíinn náð með hjálp Heimis Hallgrímssonar. Umbreytingin á íslenska karlalandsliðinu undanfarin þrjú ár er hvergi meira áberandi en í valhoppi íslenska liðsins um upp styrkleikalista FIFA. Liðið sem var nokkrum sætum neðar en Færeyjar og Liechtenstein haustið 2011 er nú komið í hóp 25 bestu knattspyrnuþjóða heims. Hinn öflugi spænski knattspyrnutölfræðingur Alexis Martín-Tamayo hefur tekið saman stig landa í næstu útgáfu FIFA-listans og samkvæmt hans útreikningum er íslenska liðið að hoppa upp í 23. sæti listans og er nú aðeins einu sæti á eftir Frökkum og sex sætum á eftir Ítölum.Aftur bestir á Norðurlöndum Ísland hefur hæst komist upp í 28. sæti listans en liðið varð efst Norðurlandaþjóða í október 2014. Danir stukku upp fyrir íslenska liðið á næsta lista en eru nú samkvæmt útreikningum Alexis komnir í annað sætið á ný. Það er langt í bæði Svía (33. sæti) og Norðmenn (neðar en 60. sæti) sem voru sem dæmi meira en hundrað sætum á undan Íslandi fyrir þremur árum síðan. Standist útreikningar Mister Chip sem bregðast nær aldrei, þá er íslenska landsliðið að hoppa um fjórtán sæti á listanum og verður þetta þá í sjöunda sinn í þjálfaratíð Lars Lagerbäck sem liðið tekur stórt stökk upp FIFA-listann á síðustu 34 mánuðum eða frá fyrsta stóra stökkinu í september 2012. Sigurinn á Tékkum á Laugardalsvelli fyrir 26 dögum kom íslenska liðinu ekki aðeins á topp riðilsins í undankeppni EM 2016 allt sumar heldur einnig upp í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM í Sankti Pétursborg í lok mánaðarins.Sextánda sæti innan Evrópu Íslenska liðið verður væntanlega í sextánda sæti af evrópsku þjóðunum á nýjum lista en liðin í sætum tíu til átján fylla annan styrkleikaflokk. Ísland er þriðja síðasta liðið þangað til og er á undan bæði Danmörku og Bosníu samkvæmt útreikningum Martín-Tamayo. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessi sjö stóru stökk íslenska liðsins í þjálfaratíð Lars Lagerbäck en sex af þeim hafa komið eftir flotta sigra í undankeppnum. Auk þess hefur íslenska liðið sex sinnum hækkað sig um fimm til átta sæti milli útgáfu FIFA-listans þessi þrjú mögnuðu ár Lars með íslenska liðið.Vísir
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48
Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti