Ábyrgð skilar árangri Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 13. júlí 2015 08:00 Að baki er ein snúnasta kjarasamningalota sem aðilar vinnumarkaðarins hafa átt aðild að. Verkefnið var ekki einfalt enda kröfugerð launþegahreyfingarinnar hærri en okkur óraði fyrir. Á sama tíma var ljóst að svigrúm til mikilla launahækkana var takmarkað. Þessa gjá þurfti með einhverjum hætti að brúa. Eftir því sem leið á samningsferlið var ljóst að atvinnurekendur vildu reyna til þrautar að komast hjá vinnustöðvunum sem hefðu getað valdið óbætanlegum skaða. Það tókst sem betur fer en var dýru verði keypt. Ljóst er að samningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum eftir því hvers konar starfsemi fer þar fram. Inni í samningum er varnagli frá hendi launþega um að ef verðlag hækkar umfram laun komi til endurskoðunar á kjarasamningum í febrúar ár hvert. Þarna liggur ábyrgð okkar atvinnurekenda. Við megum ekki láta það henda að forsendur samninga bresti. Nú þegar hafa allmörg fyrirtæki tilkynnt um hækkanir og í ýmsum tilvikum má færa ágæt rök fyrir þeim. Því er hins vegar ekki að leyna að sumar hækkanir komu jafnvel fram áður en blekið á samningum var þornað. Komi til endurskoðunar á kjarasamningum er hætta á að við festumst í vítahring verðlags- og launahækkana sem engu skilar nema hærri vöxtum, veikara gengi og skertum lífskjörum. Inn á þá braut viljum við ekki feta á ný. Við verðum að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er deginum ljósara að það er vandasamt verkefni að búa svo um hnútana að hækkanir kjarasamninga renni ekki allar út í verðlag en það er á ábyrgð okkar atvinnurekenda að sjá til þess að svo verði ekki. Samningarnir eru dýrir í byrjun og því er mikilvægt að við dreifum þessum kostnaðarauka yfir allt tímabil samningsins. Beri okkur gæfa til að leysa það farsællega munum við vonandi öll geta litið til baka með stolti til vorsins 2015 og sagt að tekist hafi að tryggja efnahagslegan stöðugleika og kaupmátt launafólks. Ábyrgð skilar árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Að baki er ein snúnasta kjarasamningalota sem aðilar vinnumarkaðarins hafa átt aðild að. Verkefnið var ekki einfalt enda kröfugerð launþegahreyfingarinnar hærri en okkur óraði fyrir. Á sama tíma var ljóst að svigrúm til mikilla launahækkana var takmarkað. Þessa gjá þurfti með einhverjum hætti að brúa. Eftir því sem leið á samningsferlið var ljóst að atvinnurekendur vildu reyna til þrautar að komast hjá vinnustöðvunum sem hefðu getað valdið óbætanlegum skaða. Það tókst sem betur fer en var dýru verði keypt. Ljóst er að samningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum eftir því hvers konar starfsemi fer þar fram. Inni í samningum er varnagli frá hendi launþega um að ef verðlag hækkar umfram laun komi til endurskoðunar á kjarasamningum í febrúar ár hvert. Þarna liggur ábyrgð okkar atvinnurekenda. Við megum ekki láta það henda að forsendur samninga bresti. Nú þegar hafa allmörg fyrirtæki tilkynnt um hækkanir og í ýmsum tilvikum má færa ágæt rök fyrir þeim. Því er hins vegar ekki að leyna að sumar hækkanir komu jafnvel fram áður en blekið á samningum var þornað. Komi til endurskoðunar á kjarasamningum er hætta á að við festumst í vítahring verðlags- og launahækkana sem engu skilar nema hærri vöxtum, veikara gengi og skertum lífskjörum. Inn á þá braut viljum við ekki feta á ný. Við verðum að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er deginum ljósara að það er vandasamt verkefni að búa svo um hnútana að hækkanir kjarasamninga renni ekki allar út í verðlag en það er á ábyrgð okkar atvinnurekenda að sjá til þess að svo verði ekki. Samningarnir eru dýrir í byrjun og því er mikilvægt að við dreifum þessum kostnaðarauka yfir allt tímabil samningsins. Beri okkur gæfa til að leysa það farsællega munum við vonandi öll geta litið til baka með stolti til vorsins 2015 og sagt að tekist hafi að tryggja efnahagslegan stöðugleika og kaupmátt launafólks. Ábyrgð skilar árangri.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun