Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2015 06:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Andri Marinó „Þeir eru ágætir. Þetta er hörkulið og við þurfum að eiga tvo mjög góða leiki til að komast áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær, spurður um möguleika Fimleikafélagsins gegn Inter Baku frá Aserbaídsjan í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Ólíkt FH er Inter Baku á miðju undirbúningstímabili. Einu leikirnir sem liðið hefur leikið síðan deildin heima fyrir kláraðist eru tveir Evrópuleikir gegn Laci frá Albaníu en Aserarnir fóru áfram á útivallarmarki. Heimir segist vera búinn að fara yfir þá leiki. „Það var talsverður munur á Inter-liðinu milli leikja. Þeir voru mun betri í seinni leiknum og þetta er gott lið. En við erum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum,“ sagði Heimir en FH vann 2-0 samanlagðan sigur á finnska liðinu SJK í 1. umferðinni. „Ég sá líka báða leiki þeirra við Elfsborg í Evrópudeildinni í fyrra. Þeir voru miklu betri í fyrri leiknum og hefðu átt að vinna stærra en 1-0 en Elfsborg kláraði þetta í vítaspyrnukeppni í seinni leiknum,“ sagði Heimir en FH mætti svo einmitt Elfsborg í næstu umferð og féll úr leik, samanlagt 5-3. Miklar breytingar hafa orðið á liði Inter Baku frá síðasta tímabili þegar það endaði í 2. sæti asersku deildarinnar. Að sögn þjálfara Inter Baku, Zaur Svanadze, eru aðeins fjórir leikmenn eftir í liðinu frá því í fyrra. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum nánast með nýtt lið,“ sagði Svanadze á blaðamannafundinum í gær. Kollegi hans hjá FH var leikmaður Fimleikafélagsins þegar það mætti öðru asersku liði, Neftchi Baku, í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áratug. Heimir á ekki góðar minningar frá þeim leikjum. „Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð. Þeir spiluðu okkur svo sundur og saman í heimaleiknum,“ sagði Heimir en Tomislav Misura, núverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði í báðum leikjunum fyrir Neftchi sem vann einvígið, 4-1 samanlagt. Það er skammt stórra högga á milli hjá FH-ingum en á sunnudaginn taka þeir á móti KR í Krikanum í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildarinnar. Síðan tekur við langt ferðalag til Aserbaísjan en seinni leikur FH og Inter Baku fer fram næsta fimmtudag. FH á svo leik í Keflavík sunnudaginn 26. júlí en líklega verður sá leikur færður yfir á mánudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sjá meira
„Þeir eru ágætir. Þetta er hörkulið og við þurfum að eiga tvo mjög góða leiki til að komast áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær, spurður um möguleika Fimleikafélagsins gegn Inter Baku frá Aserbaídsjan í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Ólíkt FH er Inter Baku á miðju undirbúningstímabili. Einu leikirnir sem liðið hefur leikið síðan deildin heima fyrir kláraðist eru tveir Evrópuleikir gegn Laci frá Albaníu en Aserarnir fóru áfram á útivallarmarki. Heimir segist vera búinn að fara yfir þá leiki. „Það var talsverður munur á Inter-liðinu milli leikja. Þeir voru mun betri í seinni leiknum og þetta er gott lið. En við erum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum,“ sagði Heimir en FH vann 2-0 samanlagðan sigur á finnska liðinu SJK í 1. umferðinni. „Ég sá líka báða leiki þeirra við Elfsborg í Evrópudeildinni í fyrra. Þeir voru miklu betri í fyrri leiknum og hefðu átt að vinna stærra en 1-0 en Elfsborg kláraði þetta í vítaspyrnukeppni í seinni leiknum,“ sagði Heimir en FH mætti svo einmitt Elfsborg í næstu umferð og féll úr leik, samanlagt 5-3. Miklar breytingar hafa orðið á liði Inter Baku frá síðasta tímabili þegar það endaði í 2. sæti asersku deildarinnar. Að sögn þjálfara Inter Baku, Zaur Svanadze, eru aðeins fjórir leikmenn eftir í liðinu frá því í fyrra. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum nánast með nýtt lið,“ sagði Svanadze á blaðamannafundinum í gær. Kollegi hans hjá FH var leikmaður Fimleikafélagsins þegar það mætti öðru asersku liði, Neftchi Baku, í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áratug. Heimir á ekki góðar minningar frá þeim leikjum. „Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð. Þeir spiluðu okkur svo sundur og saman í heimaleiknum,“ sagði Heimir en Tomislav Misura, núverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði í báðum leikjunum fyrir Neftchi sem vann einvígið, 4-1 samanlagt. Það er skammt stórra högga á milli hjá FH-ingum en á sunnudaginn taka þeir á móti KR í Krikanum í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildarinnar. Síðan tekur við langt ferðalag til Aserbaísjan en seinni leikur FH og Inter Baku fer fram næsta fimmtudag. FH á svo leik í Keflavík sunnudaginn 26. júlí en líklega verður sá leikur færður yfir á mánudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sjá meira