Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Bikarmeistarar KR eiga tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, en Vesturbæjarliðið mætir norska stórveldinu Rosenborg í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum í kvöld. Hann hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Skrítið að vera hérna Hólmar Örn Eyjólfsson, leikjahæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi, gekk í raðir Rosenborg á miðju tímabili í fyrra og er búinn að festa sér byrjunarliðssæti. Hann hefur spilað 14 af 16 leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni í ár þar sem það trónir á toppnum. „Það er frekar skrítið að vera hérna undir þessum kringumstæðum. Mér líður dálítið eins og ég sé í útlöndum en samt er ég heima á Íslandi. Ég tala bara ensku við alla og svona,“ sagði Hólmar Örn brosandi við Fréttablaðið eftir æfingu Rosenborg á KR-vellinum í gær. „Það er gaman að koma heim til Íslands og mæta KR í fyrsta sinn í langan tíma,“ bætti hann við.Markvörðurinn André Hansen á æfingu á KR-vellinum í gærkvöldi.vísir/valliVanmetum ekki KR Norska stórveldið ætlar sér að sjálfsögðu að komast í gegnum KR-ingana og mun lengra en það. „Markmiðið er að komast í riðlakeppnina,“ sagði André Hansen, markvörður Rosenborg, við Fréttablaðið í gær, en hann þekkir vel til í Vesturbænum. Hansen kom til landsins á láni sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon af KR-ingum. Hann spilaði í þrjú ár með Odd Grenland áður en hann gekk í raðir Rosenborg fyrir tímabilið, en hann hefur staðið sig mjög vel. „Við erum með mjög sterkt lið en við vanmetum ekki KR. Við erum búnir að sjá þá spila og vitum hvað þeir geta,“ sagði Hólmar, sem fagnaði mikið fyrst þegar dregið var til annarrar umferðar. En svo stefndi allt í að Rosenborg væri á leið til Írlands í síðustu viku þegar KR var marki undir og manni færri. „Þeir spjöruðu sig og þá var mikið fagnað,“ sagði Hólmar Örn, en hann segir Rosenborg-liðið vera að spila mjög góðan fótbolta um þessar mundir. „Við spilum 4-3-3 mjög sókndjarft og sækjum mikið og hratt. Það er að ganga upp og ef við höldum svona áfram getur fátt stöðvað okkur á leiðinni að titlinum.“Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, í góðu skapi í Vesturbænum í gær við hliðina á Hólmari.vísir/valliLoksins í liði sem vinnur Hólmar Örn var á mála hjá Bochum í þýsku B-deildinni áður en hann kom til Rosenborg. Þar áður var hann hjá West Ham en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið. Eftir upp og niður gengi á ferlinum er hann í mjög góðri stöðu hjá Rosenborg. „Ég hef líklega aldrei notið mín betur. Ég er loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar. Það er virkilega gaman að vera hluti af svona liði og það er mikil jákvæðni í kringum það. Það er gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Hólmar. Aðspurður um landsliðsdrauma sagði miðvörðurinn hávaxni að hann langi til að komast í hópinn hjá Lars og Heimi. „Það er eitt mitt helsta markmið. Ég hef nokkrum sinnum verið í hópnum og þar vil ég vera fastamaður. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera til að komast þangað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.Kemur á hverju ári André Hansen, markvörður Rosenborg, er mikill Íslandsvinur. Hann hefur verið fastagestur hér á landi síðan hann spilaði níu leiki fyrir KR í Pepsi-deildinni 2009. „Ég eignaðist mjög góðan vinahóp sem sá vel um mig og því kem ég hérna nánast árlega. Þetta er gott land og hingað er gott að koma,“ sagði André Hansen við Fréttablaðið. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Bikarmeistarar KR eiga tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, en Vesturbæjarliðið mætir norska stórveldinu Rosenborg í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum í kvöld. Hann hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Skrítið að vera hérna Hólmar Örn Eyjólfsson, leikjahæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi, gekk í raðir Rosenborg á miðju tímabili í fyrra og er búinn að festa sér byrjunarliðssæti. Hann hefur spilað 14 af 16 leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni í ár þar sem það trónir á toppnum. „Það er frekar skrítið að vera hérna undir þessum kringumstæðum. Mér líður dálítið eins og ég sé í útlöndum en samt er ég heima á Íslandi. Ég tala bara ensku við alla og svona,“ sagði Hólmar Örn brosandi við Fréttablaðið eftir æfingu Rosenborg á KR-vellinum í gær. „Það er gaman að koma heim til Íslands og mæta KR í fyrsta sinn í langan tíma,“ bætti hann við.Markvörðurinn André Hansen á æfingu á KR-vellinum í gærkvöldi.vísir/valliVanmetum ekki KR Norska stórveldið ætlar sér að sjálfsögðu að komast í gegnum KR-ingana og mun lengra en það. „Markmiðið er að komast í riðlakeppnina,“ sagði André Hansen, markvörður Rosenborg, við Fréttablaðið í gær, en hann þekkir vel til í Vesturbænum. Hansen kom til landsins á láni sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon af KR-ingum. Hann spilaði í þrjú ár með Odd Grenland áður en hann gekk í raðir Rosenborg fyrir tímabilið, en hann hefur staðið sig mjög vel. „Við erum með mjög sterkt lið en við vanmetum ekki KR. Við erum búnir að sjá þá spila og vitum hvað þeir geta,“ sagði Hólmar, sem fagnaði mikið fyrst þegar dregið var til annarrar umferðar. En svo stefndi allt í að Rosenborg væri á leið til Írlands í síðustu viku þegar KR var marki undir og manni færri. „Þeir spjöruðu sig og þá var mikið fagnað,“ sagði Hólmar Örn, en hann segir Rosenborg-liðið vera að spila mjög góðan fótbolta um þessar mundir. „Við spilum 4-3-3 mjög sókndjarft og sækjum mikið og hratt. Það er að ganga upp og ef við höldum svona áfram getur fátt stöðvað okkur á leiðinni að titlinum.“Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, í góðu skapi í Vesturbænum í gær við hliðina á Hólmari.vísir/valliLoksins í liði sem vinnur Hólmar Örn var á mála hjá Bochum í þýsku B-deildinni áður en hann kom til Rosenborg. Þar áður var hann hjá West Ham en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið. Eftir upp og niður gengi á ferlinum er hann í mjög góðri stöðu hjá Rosenborg. „Ég hef líklega aldrei notið mín betur. Ég er loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar. Það er virkilega gaman að vera hluti af svona liði og það er mikil jákvæðni í kringum það. Það er gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Hólmar. Aðspurður um landsliðsdrauma sagði miðvörðurinn hávaxni að hann langi til að komast í hópinn hjá Lars og Heimi. „Það er eitt mitt helsta markmið. Ég hef nokkrum sinnum verið í hópnum og þar vil ég vera fastamaður. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera til að komast þangað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.Kemur á hverju ári André Hansen, markvörður Rosenborg, er mikill Íslandsvinur. Hann hefur verið fastagestur hér á landi síðan hann spilaði níu leiki fyrir KR í Pepsi-deildinni 2009. „Ég eignaðist mjög góðan vinahóp sem sá vel um mig og því kem ég hérna nánast árlega. Þetta er gott land og hingað er gott að koma,“ sagði André Hansen við Fréttablaðið.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira