Norðmenn unnu á hatri með ást Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal þeirra sem minntust fórnarlamba Breiviks í Vatnsmýrinni í gær. vísir/andri marinó „Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minningunni um það hvernig Norðmenn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi. 77 féllu í árásunum, átta í Osló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem og á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna fór fram í Minningarlundinum um fórnarlömbin í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnarinnar til að minnast fórnarlambanna.Erna Solberg„Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Osló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfnina. „22. júlí var tilfinningaþrunginn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliðahreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömbin hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Osló í gær sýnir muni tengda atburðunum. Til dæmis fölsuð lögregluskilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Osló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmálasagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægrimenn sem vilja berja muni Breiviks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyllast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinavian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórnarlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við erum að halda athöfn er sú að við viljum halda minningunni um það sem gerðist á lofti og minningunni um það hvernig Norðmenn tóku á þessu máli eftir á. Þeir unnu á hatri með ást og stóðu saman sterkari en þeir voru fyrir,“ segir Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá voðaverkum Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi. 77 féllu í árásunum, átta í Osló og 69 í Útey. Árásin í Útey beindist gegn sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokks Noregs.Fórnarlambanna var minnst víða í gær, jafnt í Noregi sem og á Íslandi. Minningarathöfn Ungra jafnaðarmanna fór fram í Minningarlundinum um fórnarlömbin í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Rósir voru lagðar í lundinn og lagið Umkringd af óvinum, eða Til Ungdommen, sem mikið var flutt í kjölfar árásanna, sungið. Sendiherra Noregs á Íslandi sótti athöfnina. Mínútuþögn ríkti í lok athafnarinnar til að minnast fórnarlambanna.Erna Solberg„Ég held að einungis þau sem misst hafa son eða dóttur, systur eða bróður, skilji í raun hversu sársaukafullt það er,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í Osló í gær. „Við reynum að skilja. Við reynum að sýna að okkur sé ekki sama. Við sýnum virðingu.“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra Noregs þegar voðaverkin áttu sér stað, mætti einnig á minningarathöfnina. „22. júlí var tilfinningaþrunginn og sögulegur dagur. Honum má ekki gleyma,“ sagði hann við athöfnina. Framkvæmdastjórinn sagði enn fremur að hann ætlaði að mæta í sumarbúðir ungliðahreyfingarinnar í Útey í ágúst. Þá verða þær haldnar í fyrsta skipti frá voðaverkunum. Minnisvarði um fórnarlömbin hefur verið reistur í Útey, stór stálhringur, umkringdur trjám, með nöfnum fórnarlambanna og aldri gröfnum í. Safnið sem opnað var í Osló í gær sýnir muni tengda atburðunum. Til dæmis fölsuð lögregluskilríki sem Breivik notaði til að komast út í eyna, myndavélar fórnarlamba, og flak bílsins sem Breivik sprengdi í Osló. Nokkrir hafa efast um að opnun safnsins sé góð hugmynd. Øystein Sørensen, norskur stjórnmálasagnfræðingur, sagði í viðtali við norska blaðið Dagbladet, að safnið gæti orðið „brengluð Mekka“ fyrir andstæðinga íslams og öfgahægrimenn sem vilja berja muni Breiviks augum. Breivik er sjálfur mjög andsnúinn þeim sem aðhyllast íslam. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Scandinavian Pysychologist í gær eru sex af hverjum tíu foreldrum fórnarlambanna í Útey enn í of miklu áfalli til að vinna í fullu starfi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira