Við köllum eftir breytingu María Rut Kristinsdóttir skrifar 24. júlí 2015 07:00 Nú er kominn tími til að rjúfa þögnina. Þögnina sem umlykur kynferðisbrotamál hér á landi. Nú er kominn tími til að kalla eftir breytingum og stuðla að betra samfélagi. Samfélagi þar sem þolendur kynferðisofbeldis geta stigið fram án þess að vera kallaðir lygarar. Samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki dagleg ógn. Samfélagi sem horfist í augu við ofbeldi en lítur ekki fram hjá því. Samfélagi sem tekur ekki opinbera afstöðu með geranda. Samfélagi þar sem börn eru frædd um að beita ekki ofbeldi. Samfélagi sem skilur að frávísun jafngildir ekki sakleysi. Undanfarna mánuði hefur fjöldi fólks stigið fram og skilað skömminni. Skömminni sem alltof oft lendir á herðum þolenda kynferðisofbeldis. Sú skömm á heima hjá gerendum í öllum tilvikum. Það hefur verið styrkjandi að sjá þennan fjölda stíga fram og frelsa sig undan þögguninni, en á sama tíma átakanlegt. Átakanlegt því um er að ræða mörg hundruð manns. Mörg hundruð manns sem hafa burðast með skömm alltof lengi. Við viljum ekki búa í samfélagi þar sem slíkur fjöldi fólks hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þessu þarf að breyta og það tafarlaust. Með opinni umræðu um kynferðisofbeldi getum við fyrst kafað ofan í málaflokkinn og fundið raunverulegar lausnir á þessu illkynja meini sem hefur fengið að liggja undir feldi í alltof langan tíma. Þess vegna köllum við eftir því að þolendur, aðstandendur, vinir, kunningjar eða hreinlega allir þeir sem eru á móti kynferðisofbeldi rísi upp og kalli eftir breytingum. Í sameiningu getum við breytt samfélaginu til hins betra. Hverju myndir þú vilja breyta? Við skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetjum alla til að láta sig málið varða og birta sitt ákall undir myllumerkinu #drusluákall. Druslugangan er vettvangur þolenda kynferðisofbeldis og hefur verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár. Okkar markmið er að stuðla að betra samfélagi þar sem ábyrgð kynferðisglæpa liggur hjá gerendum en ekki þolendum. Í ár verður gangan farin í fimmta sinn og vonumst við til þess að a.m.k. 20 þúsund manns gangi með okkur. Gengið verður frá Hallgrímskirkju á laugardaginn nk. klukkan 14 og eftir það taka við ræðuhöld og tónlistaratriði á Austurvelli. Taktu þátt og kallaðu eftir breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú er kominn tími til að rjúfa þögnina. Þögnina sem umlykur kynferðisbrotamál hér á landi. Nú er kominn tími til að kalla eftir breytingum og stuðla að betra samfélagi. Samfélagi þar sem þolendur kynferðisofbeldis geta stigið fram án þess að vera kallaðir lygarar. Samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki dagleg ógn. Samfélagi sem horfist í augu við ofbeldi en lítur ekki fram hjá því. Samfélagi sem tekur ekki opinbera afstöðu með geranda. Samfélagi þar sem börn eru frædd um að beita ekki ofbeldi. Samfélagi sem skilur að frávísun jafngildir ekki sakleysi. Undanfarna mánuði hefur fjöldi fólks stigið fram og skilað skömminni. Skömminni sem alltof oft lendir á herðum þolenda kynferðisofbeldis. Sú skömm á heima hjá gerendum í öllum tilvikum. Það hefur verið styrkjandi að sjá þennan fjölda stíga fram og frelsa sig undan þögguninni, en á sama tíma átakanlegt. Átakanlegt því um er að ræða mörg hundruð manns. Mörg hundruð manns sem hafa burðast með skömm alltof lengi. Við viljum ekki búa í samfélagi þar sem slíkur fjöldi fólks hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þessu þarf að breyta og það tafarlaust. Með opinni umræðu um kynferðisofbeldi getum við fyrst kafað ofan í málaflokkinn og fundið raunverulegar lausnir á þessu illkynja meini sem hefur fengið að liggja undir feldi í alltof langan tíma. Þess vegna köllum við eftir því að þolendur, aðstandendur, vinir, kunningjar eða hreinlega allir þeir sem eru á móti kynferðisofbeldi rísi upp og kalli eftir breytingum. Í sameiningu getum við breytt samfélaginu til hins betra. Hverju myndir þú vilja breyta? Við skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetjum alla til að láta sig málið varða og birta sitt ákall undir myllumerkinu #drusluákall. Druslugangan er vettvangur þolenda kynferðisofbeldis og hefur verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár. Okkar markmið er að stuðla að betra samfélagi þar sem ábyrgð kynferðisglæpa liggur hjá gerendum en ekki þolendum. Í ár verður gangan farin í fimmta sinn og vonumst við til þess að a.m.k. 20 þúsund manns gangi með okkur. Gengið verður frá Hallgrímskirkju á laugardaginn nk. klukkan 14 og eftir það taka við ræðuhöld og tónlistaratriði á Austurvelli. Taktu þátt og kallaðu eftir breytingu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun