Skuld ríkisins við aldraða og öryrkja stórhækkar! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Í stað þess,að stjórnarherrarnir uppfylli kosningaloforðin við aldraða og öryrkja og greiði að fullu háa skuld við þá eru þeir að bæta við skuldina! Háar fjárhæðir bætast við skuldina, þar eð stjórnvöld ætla að hafa af eldri borgurum og öryrkjum sömu hækkun og launafólk fær nú og einnig draga stjórnvöld það í 8 mánuði að lífeyrisþegar fái nokkrar kjarabætur. Stjórnarflokkarnir (ríkisstjórnin) lofuðu að afturkalla og leiðrétta alla kjaraskerðinguna, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 2009. Einnig lofuðu þeir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá ársbyrjun 2009 (kjaragliðnunina). Hvorugt hafa þeir staðið við. Þessi miklu kosningaloforð við aldraða og öryrkja hafa áreiðanlega átt þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013. Þeir eiga því að segja af sér, ef þeir standa ekki við loforðin. Tími þeirra er að renna út.30 milljarða skuld hækkar í tæpa 40 milljarða! Þegar stjórnarflokkarnir höfðu náð völdum og myndað ríkisstjórn, var haldið sumarþing eftir kosningarnar 2013. Hvað efndu þeir þá af kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja? Jú, tvö af sex: Frítekjumark vegna atvinnutekna var hækkað úr 40 þús. krónum á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði. Það kostaði ríkið lítið, þar eð ríkið fær skatttekjur af þeim, sem fara út á vinnumarkaðinn. Hitt atriðið, sem var framkvæmt, var það að grunnlífeyrir var endurreistur. Hann hafði verið afnuminn hjá þeim, sem höfðu góðar lífeyrissjóðstekjur. Það var mikilvægt að fá þessa leiðréttingu en hún gagnaðist þó aðeins þeim, sem voru vel settir. Annað var ekki gert á sumarþinginu 2013 á þessu sviði. Og fleira hefur ekki verið efnt af kosningaloforðunum fyrir frumkvæði ríkisstjórnarinnar. En í lok ársins féllu úr gildi lög um skerðingu tekjutryggingar. Þau voru tímabundin og áttu að gilda til ársloka 2013. Þá lækkaði skerðingarhlutfalli tekjutryggingar úr 45% í 39,35%. Alls kostuðu þessi þrjú atriði rúma fjóra milljarða króna. Skuldin við lífeyrisþega lækkaði við framkvæmd þeirra í 30 milljarða. Hún hækkar nú aftur og fer í tæpa 40 milljarða, þar eð ríkisstjórnin vill ekki láta lífeyrisþega fá sömu hækkun og launþegar fá! Launþegar fá kauphækkun frá 1. maí sl. og lágmarkskaup hækkar þá úr 214 þúsund krónum á mánuði í 245 þúsund eða um 31 þúsund. Aldraðir og öryrkjar fá enga hækkun frá 1. maí og mega bíða í átta mánuði! En þá fá þeir aðeins brot af því, sem launþegar fá. Það er því verið að níðast á lífeyrisþegum. Brot stjórnvalda gagnvart öldruðum og öryrkjum er tvíþætt: Þau láta lífeyrisþega fá mun minni hækkun en launþega og þau draga það í átta mánuði að láta þá fá hækkun. Útreikningur á þessu hvoru tveggja er tæplega 10 milljarðar á ársgrundvelli. Það munar um minna.Lífeyrisþegar eiga að fá 300 þúsund á mánuði Ríkisstjórnin hefur ekkert sagt um það, hvort aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun á lífeyri sínum næstu þrjú árin eins og launþegar fá á sínu kaupi. Kaup láglaunafólks hækkar um 28% á þremur árum og fer í 300 þúsund krónur á mánuði. Aldraðir og öryrkjar fá aðeins þriðjung af þeirri hækkun. En þeir eiga að fá sömu hækkun þ.e. 300 þúsund krónur á þremur árum. Komi stjórnvöld í veg fyrir það hækkar skuld ríkisins við lífeyrisþega enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Í stað þess,að stjórnarherrarnir uppfylli kosningaloforðin við aldraða og öryrkja og greiði að fullu háa skuld við þá eru þeir að bæta við skuldina! Háar fjárhæðir bætast við skuldina, þar eð stjórnvöld ætla að hafa af eldri borgurum og öryrkjum sömu hækkun og launafólk fær nú og einnig draga stjórnvöld það í 8 mánuði að lífeyrisþegar fái nokkrar kjarabætur. Stjórnarflokkarnir (ríkisstjórnin) lofuðu að afturkalla og leiðrétta alla kjaraskerðinguna, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 2009. Einnig lofuðu þeir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá ársbyrjun 2009 (kjaragliðnunina). Hvorugt hafa þeir staðið við. Þessi miklu kosningaloforð við aldraða og öryrkja hafa áreiðanlega átt þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013. Þeir eiga því að segja af sér, ef þeir standa ekki við loforðin. Tími þeirra er að renna út.30 milljarða skuld hækkar í tæpa 40 milljarða! Þegar stjórnarflokkarnir höfðu náð völdum og myndað ríkisstjórn, var haldið sumarþing eftir kosningarnar 2013. Hvað efndu þeir þá af kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja? Jú, tvö af sex: Frítekjumark vegna atvinnutekna var hækkað úr 40 þús. krónum á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði. Það kostaði ríkið lítið, þar eð ríkið fær skatttekjur af þeim, sem fara út á vinnumarkaðinn. Hitt atriðið, sem var framkvæmt, var það að grunnlífeyrir var endurreistur. Hann hafði verið afnuminn hjá þeim, sem höfðu góðar lífeyrissjóðstekjur. Það var mikilvægt að fá þessa leiðréttingu en hún gagnaðist þó aðeins þeim, sem voru vel settir. Annað var ekki gert á sumarþinginu 2013 á þessu sviði. Og fleira hefur ekki verið efnt af kosningaloforðunum fyrir frumkvæði ríkisstjórnarinnar. En í lok ársins féllu úr gildi lög um skerðingu tekjutryggingar. Þau voru tímabundin og áttu að gilda til ársloka 2013. Þá lækkaði skerðingarhlutfalli tekjutryggingar úr 45% í 39,35%. Alls kostuðu þessi þrjú atriði rúma fjóra milljarða króna. Skuldin við lífeyrisþega lækkaði við framkvæmd þeirra í 30 milljarða. Hún hækkar nú aftur og fer í tæpa 40 milljarða, þar eð ríkisstjórnin vill ekki láta lífeyrisþega fá sömu hækkun og launþegar fá! Launþegar fá kauphækkun frá 1. maí sl. og lágmarkskaup hækkar þá úr 214 þúsund krónum á mánuði í 245 þúsund eða um 31 þúsund. Aldraðir og öryrkjar fá enga hækkun frá 1. maí og mega bíða í átta mánuði! En þá fá þeir aðeins brot af því, sem launþegar fá. Það er því verið að níðast á lífeyrisþegum. Brot stjórnvalda gagnvart öldruðum og öryrkjum er tvíþætt: Þau láta lífeyrisþega fá mun minni hækkun en launþega og þau draga það í átta mánuði að láta þá fá hækkun. Útreikningur á þessu hvoru tveggja er tæplega 10 milljarðar á ársgrundvelli. Það munar um minna.Lífeyrisþegar eiga að fá 300 þúsund á mánuði Ríkisstjórnin hefur ekkert sagt um það, hvort aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun á lífeyri sínum næstu þrjú árin eins og launþegar fá á sínu kaupi. Kaup láglaunafólks hækkar um 28% á þremur árum og fer í 300 þúsund krónur á mánuði. Aldraðir og öryrkjar fá aðeins þriðjung af þeirri hækkun. En þeir eiga að fá sömu hækkun þ.e. 300 þúsund krónur á þremur árum. Komi stjórnvöld í veg fyrir það hækkar skuld ríkisins við lífeyrisþega enn.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar