Skáldsagan Vonarstræti 12 eftir Ármann Jakobsson Halldór Þorsteinsson skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti. Skáldsagan gerist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Persónurnar í sögunni eru fjölmargar og gæddar slíkri lífsorku að maður hefur það á tilfinningunni að þær séu eiginlega enn sprelllifandi. Ekki tel ég ástæðu til að nefna þær allar með nafni, enda yrði það alltof langur listi, en þó sakar ekki að nefna örfáar þeirra eins og Skúla Thoroddsen og Theodóru, Hannes Hafstein, Bjarna frá Vogi, Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, Benedikt Sveinsson, bókavarðar á Landsbókasafninu, föður Bjarna, forsætisráðherra og fleiri og fleiri merka menn og konur. Förum nú út í allt aðra sálma. Skúli Thoroddsen, fyrrv. sýslumaður Ísfirðinga, ritstjóri Þjóðviljans, eigandi Bessastaða og sömuleiðis eigandi prentsmiðju á Ísafirði, Bessastöðum og í Reykjavík. Hann fékkst enn fremur við verslunarstörf. Þessi mikli hugsjónamaður lét reisa Vonarstræti 12 árið 1908 og réði engan annan en Runólf Ólafsson til að hanna húsið, en hann var eins og kunnugt er einn af fremstu arkitektum þjóðarinnar. Mér til mikillar furðu vissu fáir þetta, þar meðtaldir nokkrir núlifandi kollegar hans, sem ég þekki. En nú kemur rúsínan í pylsuendann og er hún ekki par fögur, þó ekki sé meira sagt, því Alþingi ákvað að flytja húsið frá Tjörninni, þar sem það naut sín fullkomlega og átti í rauninni hvergi annars staðar að vera, yfir í Kirkjustræti og heitir nú Skúlahús. Ekki er hægt að segja að mikill fagurkerabragur hafi einkennt þá vanhugsuðu framkvæmd. Það er ekki með nokkru móti hægt að ljúga upp á okkar blessuðu alþingismenn. Ég hef auk þess hermt að arkitektinn Hjörleifur Stefánsson hafi lagt blessun sína yfir þennan dæmalausa flutning. Að lokum er rétt að geta þess að ég bjó í Vonarstræti 12 í hér um bil fjögur ár og það meira að segja í sjálfu kvistherberginu, en þaðan getur maður notið útsýnis yfir Tjörnina, sem er eitt helsta djásn höfuðborgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti. Skáldsagan gerist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Persónurnar í sögunni eru fjölmargar og gæddar slíkri lífsorku að maður hefur það á tilfinningunni að þær séu eiginlega enn sprelllifandi. Ekki tel ég ástæðu til að nefna þær allar með nafni, enda yrði það alltof langur listi, en þó sakar ekki að nefna örfáar þeirra eins og Skúla Thoroddsen og Theodóru, Hannes Hafstein, Bjarna frá Vogi, Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, Benedikt Sveinsson, bókavarðar á Landsbókasafninu, föður Bjarna, forsætisráðherra og fleiri og fleiri merka menn og konur. Förum nú út í allt aðra sálma. Skúli Thoroddsen, fyrrv. sýslumaður Ísfirðinga, ritstjóri Þjóðviljans, eigandi Bessastaða og sömuleiðis eigandi prentsmiðju á Ísafirði, Bessastöðum og í Reykjavík. Hann fékkst enn fremur við verslunarstörf. Þessi mikli hugsjónamaður lét reisa Vonarstræti 12 árið 1908 og réði engan annan en Runólf Ólafsson til að hanna húsið, en hann var eins og kunnugt er einn af fremstu arkitektum þjóðarinnar. Mér til mikillar furðu vissu fáir þetta, þar meðtaldir nokkrir núlifandi kollegar hans, sem ég þekki. En nú kemur rúsínan í pylsuendann og er hún ekki par fögur, þó ekki sé meira sagt, því Alþingi ákvað að flytja húsið frá Tjörninni, þar sem það naut sín fullkomlega og átti í rauninni hvergi annars staðar að vera, yfir í Kirkjustræti og heitir nú Skúlahús. Ekki er hægt að segja að mikill fagurkerabragur hafi einkennt þá vanhugsuðu framkvæmd. Það er ekki með nokkru móti hægt að ljúga upp á okkar blessuðu alþingismenn. Ég hef auk þess hermt að arkitektinn Hjörleifur Stefánsson hafi lagt blessun sína yfir þennan dæmalausa flutning. Að lokum er rétt að geta þess að ég bjó í Vonarstræti 12 í hér um bil fjögur ár og það meira að segja í sjálfu kvistherberginu, en þaðan getur maður notið útsýnis yfir Tjörnina, sem er eitt helsta djásn höfuðborgarinnar.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar