Siðferðileg skylda? Skjóðan skrifar 12. ágúst 2015 12:00 Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi vegna framgöngu Rússa gegn Úkraínumönnum og innlimunar Krímskaga í Rússland á síðasta ári þrátt fyrir að líkur séu verulegar á að Rússar setji Ísland á lista ríkja sem beitt verða viðskiptabanni vegna þessa. Þessi afstaða er réttlætt með því að vísa til siðferðilegrar skyldu okkar Íslendinga til að standa með nágrannaþjóðum okkar gegn svívirðilegum yfirgangi Rússa við nágrannaþjóð. Allir hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa mótmælt þátttöku okkar í þvingunaraðgerðum stórveldanna gegn Rússum. Hagsmunir stórútgerðarinnar, fiskvinnslunnar, smábátasjómanna og annarra í greininni eru sameiginlegir í þessum efnum. Setji Rússar viðskiptabann á Ísland geta útflutningstekjur okkar lækkað um þrjátíu milljarða eða meira í einu vetfangi. Slíkt tekjutap skaðar ekki einungis fyrirtæki í sjávarútvegi heldur hagkerfið allt. Vangaveltur utanríkisráðherra um að utanríkisþjónustan geti aðstoðað sjávarútvegsfyrirtæki við að finna nýja markaði í stað Rússlandsmarkaðar eru hjáróma. Utanríkisráðuneytið er ekki í stakk búið til að veita slíka aðstoð og þess utan tekur langan tíma að vinna nýja markaði þó að auðvelt sé að glata mörkuðum á einni nóttu. Tugmilljarða samdráttur á útflutningstekjum veldur lækkun krónunnar, sem aftur leiðir til aukinnar verðbólgu, sem kemur illa við heimili og fyrirtæki. Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka. Spyrja má hvort íslensk stjórnvöld beri meiri siðferðilega skyldu gagnvart Bandaríkjunum og forystuþjóðum ESB en gagnvart íslenskum fyrirtækjum og heimilum? Voru það ekki einmitt Bandaríkin, Bretland, Holland og fleiri ríki, sem nú eru í broddi fylkingar þeirra sem beita Rússa þvingunaraðgerðum, sem gengu hvað harðast fram í að knýja íslenska ríkið til að hengja Icesave-skuldir Landsbankans á herðar íslensks almennings? Þegar bandamenn okkar í NATO í Evrópu með Breta í broddi fylkingar settu löndunarbann á íslenskan fisk á tímum þorskastríða, örfáum árum eftir að íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að sjá Bretum fyrir mat í síðari heimsstyrjöldinni, opnuðu Rússar markaði sína fyrir íslenskan fisk. Bretar hafa ítrekað sýnt okkur Íslendingum yfirgang og fjandskap, svo sem með beitingu hryðjuverkalaga í október 2008. Íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis þurfa líka að hugsa það til enda ef ætlunin er að láta milliríkjaviðskipti okkar ráðast af siðferðilegri afstöðu okkar til meðferðar stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar á eigin þegnum eða annarra ríkja. Ættum við þá ekki að setja viðskiptabann á Kína, Króatíu, Serbíu, Bandaríkin og fleiri lönd? Lýstum við stuðningi við stjórnarstefnu Sovétríkjanna er við áttum farsæl viðskipti við þau í áratugi?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi vegna framgöngu Rússa gegn Úkraínumönnum og innlimunar Krímskaga í Rússland á síðasta ári þrátt fyrir að líkur séu verulegar á að Rússar setji Ísland á lista ríkja sem beitt verða viðskiptabanni vegna þessa. Þessi afstaða er réttlætt með því að vísa til siðferðilegrar skyldu okkar Íslendinga til að standa með nágrannaþjóðum okkar gegn svívirðilegum yfirgangi Rússa við nágrannaþjóð. Allir hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa mótmælt þátttöku okkar í þvingunaraðgerðum stórveldanna gegn Rússum. Hagsmunir stórútgerðarinnar, fiskvinnslunnar, smábátasjómanna og annarra í greininni eru sameiginlegir í þessum efnum. Setji Rússar viðskiptabann á Ísland geta útflutningstekjur okkar lækkað um þrjátíu milljarða eða meira í einu vetfangi. Slíkt tekjutap skaðar ekki einungis fyrirtæki í sjávarútvegi heldur hagkerfið allt. Vangaveltur utanríkisráðherra um að utanríkisþjónustan geti aðstoðað sjávarútvegsfyrirtæki við að finna nýja markaði í stað Rússlandsmarkaðar eru hjáróma. Utanríkisráðuneytið er ekki í stakk búið til að veita slíka aðstoð og þess utan tekur langan tíma að vinna nýja markaði þó að auðvelt sé að glata mörkuðum á einni nóttu. Tugmilljarða samdráttur á útflutningstekjum veldur lækkun krónunnar, sem aftur leiðir til aukinnar verðbólgu, sem kemur illa við heimili og fyrirtæki. Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka. Spyrja má hvort íslensk stjórnvöld beri meiri siðferðilega skyldu gagnvart Bandaríkjunum og forystuþjóðum ESB en gagnvart íslenskum fyrirtækjum og heimilum? Voru það ekki einmitt Bandaríkin, Bretland, Holland og fleiri ríki, sem nú eru í broddi fylkingar þeirra sem beita Rússa þvingunaraðgerðum, sem gengu hvað harðast fram í að knýja íslenska ríkið til að hengja Icesave-skuldir Landsbankans á herðar íslensks almennings? Þegar bandamenn okkar í NATO í Evrópu með Breta í broddi fylkingar settu löndunarbann á íslenskan fisk á tímum þorskastríða, örfáum árum eftir að íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að sjá Bretum fyrir mat í síðari heimsstyrjöldinni, opnuðu Rússar markaði sína fyrir íslenskan fisk. Bretar hafa ítrekað sýnt okkur Íslendingum yfirgang og fjandskap, svo sem með beitingu hryðjuverkalaga í október 2008. Íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis þurfa líka að hugsa það til enda ef ætlunin er að láta milliríkjaviðskipti okkar ráðast af siðferðilegri afstöðu okkar til meðferðar stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar á eigin þegnum eða annarra ríkja. Ættum við þá ekki að setja viðskiptabann á Kína, Króatíu, Serbíu, Bandaríkin og fleiri lönd? Lýstum við stuðningi við stjórnarstefnu Sovétríkjanna er við áttum farsæl viðskipti við þau í áratugi?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira