Íslenska parið í Brasilíu með átta kíló af kókaíni Bjarki Ármannsson skrifar 6. janúar 2016 09:30 Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs með kókaín í ferðatöskum sínum og smokkum. Vísir Íslenska parið sem situr í ótímabundnu gæsluvarðhaldi í borginni Fortaleza í Brasilíu var handtekið með átta kíló af kókaíni, ekki fjögur líkt og brasilískir fjölmiðlar sögðu fyrst. Þetta hefur Vísir eftir lögregluyfirvöldum í Brasilíu. Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka rúmlega ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni. Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá, fundust fíkniefnin í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í smokkum. Lögregla gerði upptæka ýmsa muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá brasilískum lögregluyfirvöldum hafa þau ekki fengið að hringja nein símtöl frá því að þau voru handtekin. Þau mega þó fá heimsóknir einu sinni í viku. Þeim var báðum úthlutað lögfræðingi við handtöku en konan hefur síðan útvegað sér einkalögfræðing. Parið átti bókað flug úr landi úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þaðan sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Vísir hefur ekki fengið svör við því hvert þau áttu flug né hvort talið sé að þau hafi ætlað með efnin til Íslands. Miriam Guerra D. Másson, lögmaður frá Brasilíu, segir að dómstólar þar í landi geti úrskurðað sakborninga í ótímabundið gæsluvarðhald þegar sterkur grunur leikur á að þeir hafi framið verknað sem varðar fjögurra ára fangelsi eða meira. Tími parsins í varðhaldi verði dregin frá refsingunni, verði þau sakfelld. Lögregla segir að það sé til rannsóknar hvort parið hafi átt að vera burðardýr á leið til Evrópu. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Tengdar fréttir Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Íslenska parið sem situr í ótímabundnu gæsluvarðhaldi í borginni Fortaleza í Brasilíu var handtekið með átta kíló af kókaíni, ekki fjögur líkt og brasilískir fjölmiðlar sögðu fyrst. Þetta hefur Vísir eftir lögregluyfirvöldum í Brasilíu. Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka rúmlega ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni. Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá, fundust fíkniefnin í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í smokkum. Lögregla gerði upptæka ýmsa muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá brasilískum lögregluyfirvöldum hafa þau ekki fengið að hringja nein símtöl frá því að þau voru handtekin. Þau mega þó fá heimsóknir einu sinni í viku. Þeim var báðum úthlutað lögfræðingi við handtöku en konan hefur síðan útvegað sér einkalögfræðing. Parið átti bókað flug úr landi úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þaðan sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Vísir hefur ekki fengið svör við því hvert þau áttu flug né hvort talið sé að þau hafi ætlað með efnin til Íslands. Miriam Guerra D. Másson, lögmaður frá Brasilíu, segir að dómstólar þar í landi geti úrskurðað sakborninga í ótímabundið gæsluvarðhald þegar sterkur grunur leikur á að þeir hafi framið verknað sem varðar fjögurra ára fangelsi eða meira. Tími parsins í varðhaldi verði dregin frá refsingunni, verði þau sakfelld. Lögregla segir að það sé til rannsóknar hvort parið hafi átt að vera burðardýr á leið til Evrópu. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Tengdar fréttir Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14
Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30