Stjórnmálamaður ársins ætlar aftur fram í næstu kosningum Una Sighvatsdóttir skrifar 3. janúar 2016 13:15 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var útnefndur stjórnmálamaður ársins 2015 á Sprengisandi af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis. Kosningin var mjög jöfn milli efstu þriggja sætanna, því Helgi Hrafn hlaut rúm 22 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var í öðru sæti hlaut 21,4 prósent atkvæða og Bjarni Benediktsson í þriðja sæti hlaut 20,6 prósent. Katrín Jakobsdóttir var í fjórða sæti með rúm tíu prósent atkvæða og Ólöf Nordal í því fimmta með rúm sjö prósent. Helgi Hrafn er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og jafnframt svonefndur kapteinn flokksins. Píratar voru stærsti flokkur síðasta árs, með þrjátíu prósent meðalfylgi yfir árið samanborið við rúmlega tíu prósent meðalfylgi Framsóknarflokksins sem leiðir ríkisstjórnina. Haldi Píratar þessu fylgi þýðir það að þeir fengju nítján þingsæti í næstu kosningum, sem yrði margföldun á völdum flokksins því á þessu kjörtímabili sitja aðeins þrír Píratar á fylgi. Helgi Hrafn sagði á Sprengisandi fyrr í dag að hann eigi von á því að fylgið muni minnka, en flokkurinn sé þó tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess. Skilyrði þeirra séu þó skýr. „Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun stjórnar á næsta kjörtímabili,“ segir Helgi Hrafn. „Aðaláhersla á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnmyndunarumboð væri að koma á nýju stjórnarskránni, semsagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslur um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Þetta er það sem við leggjum upp með.“ Í viðtalinu við Helga, sem heyra má hér fyrir ofan, kom einnig fram að hann mun að óbreyttu bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11 Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00 Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22 Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var útnefndur stjórnmálamaður ársins 2015 á Sprengisandi af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis. Kosningin var mjög jöfn milli efstu þriggja sætanna, því Helgi Hrafn hlaut rúm 22 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var í öðru sæti hlaut 21,4 prósent atkvæða og Bjarni Benediktsson í þriðja sæti hlaut 20,6 prósent. Katrín Jakobsdóttir var í fjórða sæti með rúm tíu prósent atkvæða og Ólöf Nordal í því fimmta með rúm sjö prósent. Helgi Hrafn er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og jafnframt svonefndur kapteinn flokksins. Píratar voru stærsti flokkur síðasta árs, með þrjátíu prósent meðalfylgi yfir árið samanborið við rúmlega tíu prósent meðalfylgi Framsóknarflokksins sem leiðir ríkisstjórnina. Haldi Píratar þessu fylgi þýðir það að þeir fengju nítján þingsæti í næstu kosningum, sem yrði margföldun á völdum flokksins því á þessu kjörtímabili sitja aðeins þrír Píratar á fylgi. Helgi Hrafn sagði á Sprengisandi fyrr í dag að hann eigi von á því að fylgið muni minnka, en flokkurinn sé þó tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess. Skilyrði þeirra séu þó skýr. „Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun stjórnar á næsta kjörtímabili,“ segir Helgi Hrafn. „Aðaláhersla á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnmyndunarumboð væri að koma á nýju stjórnarskránni, semsagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslur um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Þetta er það sem við leggjum upp með.“ Í viðtalinu við Helga, sem heyra má hér fyrir ofan, kom einnig fram að hann mun að óbreyttu bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11 Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00 Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22 Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11
Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16
Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00
Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22
Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent