Andreas Iniesta, fyrirliði Barcelona, greindi frá því í gær að nokkrir leikmenn Barcelona hefðu heyrt kynþáttaníðssöngva sem stuðningsmenn Espanyol sungu í átt að Neymar.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli í gær en um er að ræða borgarslag milli liðanna sem eru í borginni Barcelona.
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, vildi ekki ræða málið eftir leik en fyrrum varaforseti Barcelona, Toni Freixa, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að í stúkunni hefði þetta heyrst vel.
„Ég heyrði þessa söngva á einum stað vallarins í fyrri hálfleik,“ sagði Iniesta en Pique vonaðist til þess að þessum stuðningsmönnum yrði refsað.
„Ef þetta er satt að stuðningsmenn hafi sungið þetta til Neymar á að refsa þeim. Það þyrfti að komast að því hverjir þetta voru svo hægt sé að taka málið fyrir.“
Er þetta ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Espanyol eru sakaðir um kynþáttaníð gagnvart leikmönnum Barcelona en félagið fékk sekt í haust fyrir hegðun stuðningsmanna í leik liðanna á Nou Camp.

