Körfubolti

Einn reyndasti dómari NBA-deildarinnar leggur flautuna á hilluna í vor

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ekkert múður strákar, hættið þessari vitleysu.
Ekkert múður strákar, hættið þessari vitleysu. Vísir/getty
Einn þekktasti og reyndasti dómari NBA-deildarinnar, Joey Crawford, tilkynnti í dag að þetta tímabil yrði hans síðasta sem dómari í NBA-deildinni.

Sjá einnig: Crawford: Pétur Guðmunds öskraði aldrei á okkur

Crawford sem verður 65 ára í haust hefur dæmt í NBA-deildinni allt frá árinu 1977 en hann hefur dæmt leik í öllum úrslitum deildarinnar undanfarin 30 ár nema árið 2007.

Crawford hefur ekki enn dæmt á þessu tímabili vegna meiðsla en hann þykir afar strangur sem dómari. Er frægt þegar hann rak Tim Duncan, stjörnuleikmann San Antonio Spurs, af velli árið 2007 fyrir hlátursköll af varamannabekknum.

Crawford kom til Íslands árið 2013 í tilefni 50 ára afmælis Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og ræddi Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamaður Vísis, við hann um ferilinn en viðtalið má sjá hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×