Andlegt erfiði Magnús Guðmundsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra.“ Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru eru að verða aldar gömul. Þórbergur tók djúpt í árinni, ýkti, ögraði og gerði allt vitlaust en kjarnaði óumflýjanlegan sannleika: Það er andlega erfitt að skrifa bókmenntir og skapa list. Þetta andlega erfiði hefur aldrei verið vel launað á Íslandi en þjóðin hefur þó borið gæfu til þess að virkja þessa atvinnugrein og löngum uppskorið ríkulega. Bókmenntir eru þjóðhagslega arðbær og andlega eflandi atvinnugrein og listamannalaun því ekki styrkjakerfi heldur fjárfestingarkerfi þar sem launum er úthlutað með árangurskröfu í farteskinu. Kerfið er gagnsætt og opið, sambærilegt t.d. við Rannís, og mikill ávinningur væri efalítið fólginn í því að taka upp sambærileg kerfi innan annarra atvinnugreina s.s. landbúnaðar, ferðamannaiðnaðar og sjávarútvegs svo dæmi sé tekið. En nú sem oft áður virðist deilt um hver eigi að starfa á launum innan greinarinnar, eða með öðrum orðum: Í hvaða höfundum eigum við að fjárfesta? Við eigum að fjárfesta í góðum höfundum. Höfundum sem eru vænlegir til þess að skila okkur þeim ávinningi sem við vonumst eftir; efla tungumálið, skerpa hugsun, gagnrýna okkur og veita okkur innblástur, snerta í okkur hjartað og gera okkur að betri manneskjum. Þetta er mikil krafa sem erfitt er að standa undir enda getur það tekið höfund langan tíma og mikla æfingu að ná slíkum árangri. Árangri sem er ekki talinn í blaðsíðum. Verkin eru fjölbreyttari og flóknari en svo og verkefni höfunda í nútíma samfélagi mun viðameiri en að sitja við skriftir. Núverandi kerfi við úthlutun listamannalauna var á sínum tíma mikið framfaraskref frá þeirri pólitísku úthlutun sem var áður við lýði. Stjórnir fagfélaga listamanna leggja á herðar sérfræðinga að sitja í úthlutunarnefndum og meta þar með faglegum hætti þær umsóknir sem berast hverju sinni. Listamennirnir sem sitja í þessum stjórnum verða auðvitað að geta sótt um innan síns sambands þar sem viðkomandi eru ekki starfandi sem stéttarfélagsstjórnir heldur sem listamenn. Það eru því þungar og alvarlegar þær ásakanir að stjórn Rithöfundasambandsins hafi með einhverjum hætti hlutast til um niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar. Allt eru þetta þó málsmetandi höfundar sem hafa skilað þjóðinni góðri ávöxtun með sínum verkum enda virðist vera lítill fótur fyrir þessum þungu ásökunum. Stjórn RSÍ hefur þó brugðist við með því að leggja fram athyglisverðar hugmyndir um að dreifa enn frekar ábyrgðinni og auka enn meira á gagnsæið. Mættu margar atvinnugreinar taka sér þetta til fyrirmyndar. Hitt er annað mál að á meðan fjárfestingarkostir í bókmenntum eru eins vanmetnir og raun ber vitni þá er sjóðurinn einfaldlega of lítill og tækifærið þannig vannýtt, enda óúthlutað til höfunda sem geta skilað góðum verkum. Þess er því óskandi að ráðamenn taki nú ærlega við sér og sjái til þess að bókmenntaþjóðin geti áfram staðið undir nafni okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Magnús Guðmundsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra.“ Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru eru að verða aldar gömul. Þórbergur tók djúpt í árinni, ýkti, ögraði og gerði allt vitlaust en kjarnaði óumflýjanlegan sannleika: Það er andlega erfitt að skrifa bókmenntir og skapa list. Þetta andlega erfiði hefur aldrei verið vel launað á Íslandi en þjóðin hefur þó borið gæfu til þess að virkja þessa atvinnugrein og löngum uppskorið ríkulega. Bókmenntir eru þjóðhagslega arðbær og andlega eflandi atvinnugrein og listamannalaun því ekki styrkjakerfi heldur fjárfestingarkerfi þar sem launum er úthlutað með árangurskröfu í farteskinu. Kerfið er gagnsætt og opið, sambærilegt t.d. við Rannís, og mikill ávinningur væri efalítið fólginn í því að taka upp sambærileg kerfi innan annarra atvinnugreina s.s. landbúnaðar, ferðamannaiðnaðar og sjávarútvegs svo dæmi sé tekið. En nú sem oft áður virðist deilt um hver eigi að starfa á launum innan greinarinnar, eða með öðrum orðum: Í hvaða höfundum eigum við að fjárfesta? Við eigum að fjárfesta í góðum höfundum. Höfundum sem eru vænlegir til þess að skila okkur þeim ávinningi sem við vonumst eftir; efla tungumálið, skerpa hugsun, gagnrýna okkur og veita okkur innblástur, snerta í okkur hjartað og gera okkur að betri manneskjum. Þetta er mikil krafa sem erfitt er að standa undir enda getur það tekið höfund langan tíma og mikla æfingu að ná slíkum árangri. Árangri sem er ekki talinn í blaðsíðum. Verkin eru fjölbreyttari og flóknari en svo og verkefni höfunda í nútíma samfélagi mun viðameiri en að sitja við skriftir. Núverandi kerfi við úthlutun listamannalauna var á sínum tíma mikið framfaraskref frá þeirri pólitísku úthlutun sem var áður við lýði. Stjórnir fagfélaga listamanna leggja á herðar sérfræðinga að sitja í úthlutunarnefndum og meta þar með faglegum hætti þær umsóknir sem berast hverju sinni. Listamennirnir sem sitja í þessum stjórnum verða auðvitað að geta sótt um innan síns sambands þar sem viðkomandi eru ekki starfandi sem stéttarfélagsstjórnir heldur sem listamenn. Það eru því þungar og alvarlegar þær ásakanir að stjórn Rithöfundasambandsins hafi með einhverjum hætti hlutast til um niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar. Allt eru þetta þó málsmetandi höfundar sem hafa skilað þjóðinni góðri ávöxtun með sínum verkum enda virðist vera lítill fótur fyrir þessum þungu ásökunum. Stjórn RSÍ hefur þó brugðist við með því að leggja fram athyglisverðar hugmyndir um að dreifa enn frekar ábyrgðinni og auka enn meira á gagnsæið. Mættu margar atvinnugreinar taka sér þetta til fyrirmyndar. Hitt er annað mál að á meðan fjárfestingarkostir í bókmenntum eru eins vanmetnir og raun ber vitni þá er sjóðurinn einfaldlega of lítill og tækifærið þannig vannýtt, enda óúthlutað til höfunda sem geta skilað góðum verkum. Þess er því óskandi að ráðamenn taki nú ærlega við sér og sjái til þess að bókmenntaþjóðin geti áfram staðið undir nafni okkur öllum til hagsbóta.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun