Barcelona rúllaði yfir Athletic Bilbao, 6-0, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Athletic Bilbao en Gorka Iraizoz Moreno fékk beint rautt eftir aðeins fimm mínútna leik. Þá má segja að leikurinn hafi í raun verið búinn.
Luis Suarez skoraði þrjú mörk fyrir heimamenn í Barcelona. Neymar, Ivan Rakitic og Lionel Messi gerði síðan sitt markið hver.
Barcelona er í öðru sæti deildarinnar með 45 stig, tveimur stigum á eftir Atletico Madrid og á liðið að auki einn leik til góða.
Barcelona slátraði Athletic
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið






Luiz Diaz til Bayern
Fótbolti


Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní
Íslenski boltinn

