Teflir saman svart-hvítum samtíma og liðinni tíð Magnús Guðmundsson skrifar 13. janúar 2016 13:00 Katrín Elvarsdóttir er höfundur sýningarinnar Andvari sem verður opnuð í Þjóðminjasafninu næsta laugardag. Visir/Stefán Þjóðminjasafnið hefur á liðnum árum gert talsvert af því að sýna ljósmyndir, bæði gamlar og nýjar, og næstkomandi laugardag verða opnaðar þrjár sýningar innan veggja safnsins. Stærsta sýningin kallast Andvari og þar getur að líta svart-hvítar landslagsmyndir eftir fimm samtímaljósmyndara og tvo frá liðinni tíð. Sýningarhöfundur er Katrín Elvarsdóttir og hún segir að verk samtímaljósmyndaranna séu flest ný af nálinni. „En svo eru líka á sýningunni myndir úr safnaeigninni eftir tvo áhugaljósmyndara frá síðustu öld, þá Arngrím Ólafsson og Sigurð Tómasson. Sigurður var úrsmiður og Arngrímur prentari en þeir ferðuðust báðir mikið um landið og tóku myndir. Það sem var hvað merkilegast við það sem Sigurður gerði var að hann bæði tók mikið af stereoscope-myndum, en þá eru teknar tvær myndir í einu og svo skoðað í sérstökum kíki til þess að fá þrívídd, og svo tók hann líka fyrstur Íslendinga litmyndir. Það var reyndar mjög snemma á öldinni. Svo erum við með ákaflega skemmtilegar myndir eftir Arngrím þar sem hann og vinir hans, nokkrir ljósmyndarar, eru að ferðast um landið. Það er ákaflega gaman að sjá þar myndavélarnar sem þeir voru með, klæðaburðinn, gömlu bílana og annað sem skapar sterkan tíðaranda í myndunum.Fjall eftir Joakim Eskildsen.Í samtímahópnum er íslensk náttúra líka mjög áberandi. Regnbogamyndir frá Lilju Birgisdóttur, ferðalag frá Kristínu Hauksdóttir, alveg ný verk eftir Daniel Reuter, Claudia Hausfeld er hins vegar með texta þar sem hún leitast við að lýsa upplifun sinni af því að fara og skoða myndasafn en hún er reyndar með eina mynd líka. Síðan fengum við danskan ljósmyndara frá Berlín sem heitir Joakim Eskildsen sem er talsvert þekktur og hann er með svart-hvítar myndir frá 1989-93 sem voru teknar víða á Norðurlöndum, þar á meðal hér.“ Katrín segir ástæðuna fyrir því að hún hafi ákveðið að tefla saman verkum þessara ljósmyndara vera að hana hafi langað til þess að setja upp svart-hvíta sýningu. „Ég fór að skoða hverjir hafa verið að vinna mikið svart-hvítt og út frá þeim sýningum sem ég hef séð undanfarin ár þá datt mér þessi hópur í hug. Tvö þeirra eru reyndar þýsk, þau Claudia og Daniel, og búa bæði hér en það var bara tilviljun að þau urðu fyrir valinu. Síðan hafði ég unnið áður í stórum verkefnum fyrir Þjóðminjasafnið og vissi að það væri mjög margt þar sem kæmi til greina og söfn þessara tveggja karla hafa aldrei verið sýnd áður. Þetta er bara búið að liggja í geymslum og mér fannst vera kominn tími til að draga þessar fínu myndir fram í dagsljósið. Mér finnst þetta koma vel út og passa skemmtilega saman þrátt fyrir aldursmun og ólíka nálgun. Það er flott að sjá hvað var í gangi á þessum tíma sem eldri myndirnar eru frá. Sigurður var afskaplega góður ljósmyndari og svo mikil stemning í myndunum frá Arngrími. Það er talað um að myndirnar eftir Sigurð séu frá því um 1925 til 1945 en myndir Arngríms líkast til um 1930 til 1950 en þetta er reyndar eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar.“Ein af ljósmyndum Arngríms Ólafssonar á sýningunni Andvara.Sýningin í Þjóðminjasafninu er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands sem hefst á fimmtudaginn en um níu sýningar verða opnaðar í tengslum við hátíðina á næstu dögum. Tvær minni sýningar verða einnig opnaðar í Þjóðminjasafninu á laugardaginn og Katrín segir að það séu líka ákaflega skemmtilegar sýningar. „Annars vegar er það sýningin Einstæðar mæður sem er úrval úr seríu eftir kanadíska ljósmyndarann Annie Ling en hún var hérna í fyrra og myndaði þessa seríu. Þetta eru litmyndir og eiginlega heimildaljósmyndun þar sem útlendingur kemur til Íslands heillast af þessu fyrirbæri, Einstæðar mæður, og fer að rannsaka það með myndavélinni. Henni finnst íslenskar einstæðar mæður mun sjálfstæðari en til að mynda þar sem hún býr í New York og það er gaman að sjá þetta með hennar augum. Loks er að svo Norðrið í norðrinu sem var upprunalega sýnd á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Þar verða sýndir munir og ljósmyndir frá Ittoqqortoormiit á Grænlandi, mjög spennandi sýning. Þannig að þetta eru allt skemmtilega ólíkar og forvitnilegar sýningar.“ Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þjóðminjasafnið hefur á liðnum árum gert talsvert af því að sýna ljósmyndir, bæði gamlar og nýjar, og næstkomandi laugardag verða opnaðar þrjár sýningar innan veggja safnsins. Stærsta sýningin kallast Andvari og þar getur að líta svart-hvítar landslagsmyndir eftir fimm samtímaljósmyndara og tvo frá liðinni tíð. Sýningarhöfundur er Katrín Elvarsdóttir og hún segir að verk samtímaljósmyndaranna séu flest ný af nálinni. „En svo eru líka á sýningunni myndir úr safnaeigninni eftir tvo áhugaljósmyndara frá síðustu öld, þá Arngrím Ólafsson og Sigurð Tómasson. Sigurður var úrsmiður og Arngrímur prentari en þeir ferðuðust báðir mikið um landið og tóku myndir. Það sem var hvað merkilegast við það sem Sigurður gerði var að hann bæði tók mikið af stereoscope-myndum, en þá eru teknar tvær myndir í einu og svo skoðað í sérstökum kíki til þess að fá þrívídd, og svo tók hann líka fyrstur Íslendinga litmyndir. Það var reyndar mjög snemma á öldinni. Svo erum við með ákaflega skemmtilegar myndir eftir Arngrím þar sem hann og vinir hans, nokkrir ljósmyndarar, eru að ferðast um landið. Það er ákaflega gaman að sjá þar myndavélarnar sem þeir voru með, klæðaburðinn, gömlu bílana og annað sem skapar sterkan tíðaranda í myndunum.Fjall eftir Joakim Eskildsen.Í samtímahópnum er íslensk náttúra líka mjög áberandi. Regnbogamyndir frá Lilju Birgisdóttur, ferðalag frá Kristínu Hauksdóttir, alveg ný verk eftir Daniel Reuter, Claudia Hausfeld er hins vegar með texta þar sem hún leitast við að lýsa upplifun sinni af því að fara og skoða myndasafn en hún er reyndar með eina mynd líka. Síðan fengum við danskan ljósmyndara frá Berlín sem heitir Joakim Eskildsen sem er talsvert þekktur og hann er með svart-hvítar myndir frá 1989-93 sem voru teknar víða á Norðurlöndum, þar á meðal hér.“ Katrín segir ástæðuna fyrir því að hún hafi ákveðið að tefla saman verkum þessara ljósmyndara vera að hana hafi langað til þess að setja upp svart-hvíta sýningu. „Ég fór að skoða hverjir hafa verið að vinna mikið svart-hvítt og út frá þeim sýningum sem ég hef séð undanfarin ár þá datt mér þessi hópur í hug. Tvö þeirra eru reyndar þýsk, þau Claudia og Daniel, og búa bæði hér en það var bara tilviljun að þau urðu fyrir valinu. Síðan hafði ég unnið áður í stórum verkefnum fyrir Þjóðminjasafnið og vissi að það væri mjög margt þar sem kæmi til greina og söfn þessara tveggja karla hafa aldrei verið sýnd áður. Þetta er bara búið að liggja í geymslum og mér fannst vera kominn tími til að draga þessar fínu myndir fram í dagsljósið. Mér finnst þetta koma vel út og passa skemmtilega saman þrátt fyrir aldursmun og ólíka nálgun. Það er flott að sjá hvað var í gangi á þessum tíma sem eldri myndirnar eru frá. Sigurður var afskaplega góður ljósmyndari og svo mikil stemning í myndunum frá Arngrími. Það er talað um að myndirnar eftir Sigurð séu frá því um 1925 til 1945 en myndir Arngríms líkast til um 1930 til 1950 en þetta er reyndar eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar.“Ein af ljósmyndum Arngríms Ólafssonar á sýningunni Andvara.Sýningin í Þjóðminjasafninu er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands sem hefst á fimmtudaginn en um níu sýningar verða opnaðar í tengslum við hátíðina á næstu dögum. Tvær minni sýningar verða einnig opnaðar í Þjóðminjasafninu á laugardaginn og Katrín segir að það séu líka ákaflega skemmtilegar sýningar. „Annars vegar er það sýningin Einstæðar mæður sem er úrval úr seríu eftir kanadíska ljósmyndarann Annie Ling en hún var hérna í fyrra og myndaði þessa seríu. Þetta eru litmyndir og eiginlega heimildaljósmyndun þar sem útlendingur kemur til Íslands heillast af þessu fyrirbæri, Einstæðar mæður, og fer að rannsaka það með myndavélinni. Henni finnst íslenskar einstæðar mæður mun sjálfstæðari en til að mynda þar sem hún býr í New York og það er gaman að sjá þetta með hennar augum. Loks er að svo Norðrið í norðrinu sem var upprunalega sýnd á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Þar verða sýndir munir og ljósmyndir frá Ittoqqortoormiit á Grænlandi, mjög spennandi sýning. Þannig að þetta eru allt skemmtilega ólíkar og forvitnilegar sýningar.“
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira