Máli erfingjanna á Vatnsenda vísað frá dómi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2016 12:05 Níu erfingjar fóru fram á samtals 75 milljarða í skaðabætur. vísir/valli Máli erfingjanna á Vatnsenda gegn Kópavogsbæ var í Héraðsdómi Reykjaness í dag vísað frá dómi. Málið snerist meðal annars um 75 milljarða skaðabótakröfu á hendur bænum vegna eignarnáms í landi Vatnsenda á árunum 1992-2007. Málinu var skipt í tvo hluta vegna umfangs þess, þannig að í fyrstu var fjallað um greiðsluskyldu bæjarins og í kjölfarið upphæð skaðabótakröfunnar. Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í dag, en niðurstaðan er kæranleg til Hæstaréttar. „Hér stendur auðvitað upp úr að fjölskipaður héraðsdómur hefur fallist á það sjónarmið bæjarins að málið sé ódómtækt enda hefur ekki verið sýnt fram á með nokkrum hætti að dánarbú Sigurðar K. Hjaltested hafi orðið fyrir tjóni við eignarnám Kópavogsbæjar. Þess er þó að geta að úrskurðurinn er kæranlegur til Hæstaréttar og því er ekki enn ljóst hvort þessi niðurstaða er endanleg,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður Kópavogsbæjar. Fimmtíu ára deila Málaferli þessi hófust eftir að Hæstiréttur komst í mars síðastliðnum að þeirri niðurstöðu að ráðstafa skyldi beinum eignarrétti til fimmtán erfingja Sigurðar Hjaltested, en ekki sonarsonar hans, Þorsteins Hjaltested. Hann fékk milljarða frá Kópavogsbæ í bætur, eftir að bærinn tók hluta jarðarinnar eignarnámi. Málið á sér langan aðdraganda, en deilur um jörðina hafa nú staðið yfir í nærri fimmtíu ár. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, ekki síst vegna þess að jörðin er eitt helsta byggingarland Kópavogsbæjar. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966 en þá fór sonur hans frá fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem svo enduðu með því að ekkja Sigurðar var borin út af heimilinu. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltsted, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferlin hófust árið 2007 og hafa því staðið yfir í um níu ár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Tengdar fréttir Vendingar í Vatnsendamálinu: Frávísunarkröfu Kópavogsbæjar hafnað og málinu skipt í tvo hluta Erfingjarnir fara fram á 75 milljarða króna í skaðabætur frá Kópavogsbæ. 29. september 2015 11:16 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Máli erfingjanna á Vatnsenda gegn Kópavogsbæ var í Héraðsdómi Reykjaness í dag vísað frá dómi. Málið snerist meðal annars um 75 milljarða skaðabótakröfu á hendur bænum vegna eignarnáms í landi Vatnsenda á árunum 1992-2007. Málinu var skipt í tvo hluta vegna umfangs þess, þannig að í fyrstu var fjallað um greiðsluskyldu bæjarins og í kjölfarið upphæð skaðabótakröfunnar. Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í dag, en niðurstaðan er kæranleg til Hæstaréttar. „Hér stendur auðvitað upp úr að fjölskipaður héraðsdómur hefur fallist á það sjónarmið bæjarins að málið sé ódómtækt enda hefur ekki verið sýnt fram á með nokkrum hætti að dánarbú Sigurðar K. Hjaltested hafi orðið fyrir tjóni við eignarnám Kópavogsbæjar. Þess er þó að geta að úrskurðurinn er kæranlegur til Hæstaréttar og því er ekki enn ljóst hvort þessi niðurstaða er endanleg,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður Kópavogsbæjar. Fimmtíu ára deila Málaferli þessi hófust eftir að Hæstiréttur komst í mars síðastliðnum að þeirri niðurstöðu að ráðstafa skyldi beinum eignarrétti til fimmtán erfingja Sigurðar Hjaltested, en ekki sonarsonar hans, Þorsteins Hjaltested. Hann fékk milljarða frá Kópavogsbæ í bætur, eftir að bærinn tók hluta jarðarinnar eignarnámi. Málið á sér langan aðdraganda, en deilur um jörðina hafa nú staðið yfir í nærri fimmtíu ár. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, ekki síst vegna þess að jörðin er eitt helsta byggingarland Kópavogsbæjar. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966 en þá fór sonur hans frá fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem svo enduðu með því að ekkja Sigurðar var borin út af heimilinu. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltsted, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferlin hófust árið 2007 og hafa því staðið yfir í um níu ár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Tengdar fréttir Vendingar í Vatnsendamálinu: Frávísunarkröfu Kópavogsbæjar hafnað og málinu skipt í tvo hluta Erfingjarnir fara fram á 75 milljarða króna í skaðabætur frá Kópavogsbæ. 29. september 2015 11:16 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Vendingar í Vatnsendamálinu: Frávísunarkröfu Kópavogsbæjar hafnað og málinu skipt í tvo hluta Erfingjarnir fara fram á 75 milljarða króna í skaðabætur frá Kópavogsbæ. 29. september 2015 11:16