Leitað sátta Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga. Mörg lönd sem við berum okkur saman við, t.d. Danmörk og Noregur, hafa tekið upp svokallað sáttaráð, sem kallast í Danmörku „konfliktråd“. Lönd eins og Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa einnig komið upp slíkum úrræðum. Í ráðinu er fagfólk í hverju horni og unnið í samstarfi við lögreglu og dómstóla. Þeir sem fara í gegnum þetta ferli geta fengið stutta dóma fellda niður eða stytta, enda er þetta mjög áhrifamikið úrræði fyrir alla aðila sem taka þátt í því. Fangar í afplánun geta líka farið í gegnum slíkt úrræði enda er það talið hluti af betrunarstefnunni, sem flest norrænu ríkin hafa tekið upp, þó ekki Ísland. Sættir og fyrirgefning er ferli og á ekki að eiga sér stað nema allir málsaðilar séu sammála um það. Þetta er mjög langt ferli og val um að hefja slíkt er ákvörðun beggja aðila, þ.e. brotaþola og brotamanns. Haldinn er fundur þar sem brotaþoli segir frá hvernig hann upplifði atburðinn og afleiðingar hans. Brotamaður fær á hinn bóginn tækifæri til þess að segja sína hlið og biðjast afsökunar. Náttúruleg viðbrögð brotaþola eru reiði og krafa um réttlæti. Viðbrögð brotamanns eru að reyna að leitast við að gleyma atburðinum og halda áfram lífinu. Ekkert af þessu leiðir til sátta eða fyrirgefningar. Þegar brotamanni er gert að þola þjáningar og refsingu þá verður að vera hægt að benda á einhvern tilgang í því. Sáttafundur getur verið mjög erfiður og miklar tilfinningar brjótast út af hálfu beggja aðila, enda oft tvær hliðar á hverju máli. Tryggja verður eins og hægt er að brotamaður sé ekki að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar í eigingjörnum tilgangi, en fyrirgefning hjálpar öllum aðilum tengdum þeim atburði að rísa upp og lifa sáttir í samfélagi manna.Fagfólk stjórni ferðinni Vara verður við því að þröngva sáttafundi upp á annan hvorn aðilann eða setja þrýsting á slík mál og ekki má ætlast til þess að annar aðilinn hafi samband við hinn að fyrra bragði. Málið verður alltaf að fara í gegnum sérstakt teymi þar sem fagfólk stjórnar ferðinni. Að gera þetta upp á eigin spýtur eða þrýsta á fólk í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum getur aldrei endað vel. Tryggja þarf eftirfylgni og veita báðum aðilum aðstoð við að vinna úr sínum málum. Brotamenn vinna almennt úr sínum þjáningum og iðrast hver á sinn hátt. Flesta langar mjög mikið að hafa samband við brotaþola en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því eða hvernig brotaþoli muni bregðast við. Það að brotamaður hafi ekki haft samband við brotaþolann þýðir alls ekki að hann iðrist ekki sinna gjörða, hvað þá að hann sé siðblindur, heldur er þetta í heild ferli sem er mjög erfitt fyrir alla. Erfiðustu málin eru sjálfsagt kynferðisbrot, morð og önnur árásarmál, en ekki ætti að draga mörk við ákveðna brotaflokka eða stærð mála. Þann 11. september 2003 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, nefnd til að fara yfir og fylgjast með tilraunaverkefninu Hringnum, sem var samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs um nýjar leiðir vegna afbrota ósakhæfra ungmenna. Hafði nefndin sérstaklega horft til úrræðis er nefnt hefur verið sáttaumleitun og byggir á hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice). Setja átti á laggirnar sáttaráð sem fengi mál send til sáttameðferðar af hálfu ákæruvaldsins Ekki hefur farið mikið fyrir þessu ráði þrátt fyrir góðan árangur á Vesturlöndum. Ég hvet innanríkisráðherra til þess að koma á samstarfsráði úr röðum fagfólks í heilbrigðis- og réttargæslukerfinu, sem hafi það að markmiði að koma á slíku kerfi strax. Við þurfum ekki að finna upp hjólið því þetta hefur allt verið gert áður og gefið mjög góða raun. Um leið fækkar endurkomum í fangelsin, sem og að sjálfsögðu brotaþolum. Allur kostnaður verður minni og síðast en ekki síst gefur þetta bæði brotaþola og brotamanni mikið og gott tækifæri til að halda áfram með sitt líf. Það er mikilvægt að þetta úrræði sé fyrir alla, en ekki aðeins unga afbrotamenn, enda jafn nauðsynlegt brotaþola, burtséð frá aldri brotamanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga. Mörg lönd sem við berum okkur saman við, t.d. Danmörk og Noregur, hafa tekið upp svokallað sáttaráð, sem kallast í Danmörku „konfliktråd“. Lönd eins og Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa einnig komið upp slíkum úrræðum. Í ráðinu er fagfólk í hverju horni og unnið í samstarfi við lögreglu og dómstóla. Þeir sem fara í gegnum þetta ferli geta fengið stutta dóma fellda niður eða stytta, enda er þetta mjög áhrifamikið úrræði fyrir alla aðila sem taka þátt í því. Fangar í afplánun geta líka farið í gegnum slíkt úrræði enda er það talið hluti af betrunarstefnunni, sem flest norrænu ríkin hafa tekið upp, þó ekki Ísland. Sættir og fyrirgefning er ferli og á ekki að eiga sér stað nema allir málsaðilar séu sammála um það. Þetta er mjög langt ferli og val um að hefja slíkt er ákvörðun beggja aðila, þ.e. brotaþola og brotamanns. Haldinn er fundur þar sem brotaþoli segir frá hvernig hann upplifði atburðinn og afleiðingar hans. Brotamaður fær á hinn bóginn tækifæri til þess að segja sína hlið og biðjast afsökunar. Náttúruleg viðbrögð brotaþola eru reiði og krafa um réttlæti. Viðbrögð brotamanns eru að reyna að leitast við að gleyma atburðinum og halda áfram lífinu. Ekkert af þessu leiðir til sátta eða fyrirgefningar. Þegar brotamanni er gert að þola þjáningar og refsingu þá verður að vera hægt að benda á einhvern tilgang í því. Sáttafundur getur verið mjög erfiður og miklar tilfinningar brjótast út af hálfu beggja aðila, enda oft tvær hliðar á hverju máli. Tryggja verður eins og hægt er að brotamaður sé ekki að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar í eigingjörnum tilgangi, en fyrirgefning hjálpar öllum aðilum tengdum þeim atburði að rísa upp og lifa sáttir í samfélagi manna.Fagfólk stjórni ferðinni Vara verður við því að þröngva sáttafundi upp á annan hvorn aðilann eða setja þrýsting á slík mál og ekki má ætlast til þess að annar aðilinn hafi samband við hinn að fyrra bragði. Málið verður alltaf að fara í gegnum sérstakt teymi þar sem fagfólk stjórnar ferðinni. Að gera þetta upp á eigin spýtur eða þrýsta á fólk í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum getur aldrei endað vel. Tryggja þarf eftirfylgni og veita báðum aðilum aðstoð við að vinna úr sínum málum. Brotamenn vinna almennt úr sínum þjáningum og iðrast hver á sinn hátt. Flesta langar mjög mikið að hafa samband við brotaþola en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því eða hvernig brotaþoli muni bregðast við. Það að brotamaður hafi ekki haft samband við brotaþolann þýðir alls ekki að hann iðrist ekki sinna gjörða, hvað þá að hann sé siðblindur, heldur er þetta í heild ferli sem er mjög erfitt fyrir alla. Erfiðustu málin eru sjálfsagt kynferðisbrot, morð og önnur árásarmál, en ekki ætti að draga mörk við ákveðna brotaflokka eða stærð mála. Þann 11. september 2003 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, nefnd til að fara yfir og fylgjast með tilraunaverkefninu Hringnum, sem var samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs um nýjar leiðir vegna afbrota ósakhæfra ungmenna. Hafði nefndin sérstaklega horft til úrræðis er nefnt hefur verið sáttaumleitun og byggir á hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice). Setja átti á laggirnar sáttaráð sem fengi mál send til sáttameðferðar af hálfu ákæruvaldsins Ekki hefur farið mikið fyrir þessu ráði þrátt fyrir góðan árangur á Vesturlöndum. Ég hvet innanríkisráðherra til þess að koma á samstarfsráði úr röðum fagfólks í heilbrigðis- og réttargæslukerfinu, sem hafi það að markmiði að koma á slíku kerfi strax. Við þurfum ekki að finna upp hjólið því þetta hefur allt verið gert áður og gefið mjög góða raun. Um leið fækkar endurkomum í fangelsin, sem og að sjálfsögðu brotaþolum. Allur kostnaður verður minni og síðast en ekki síst gefur þetta bæði brotaþola og brotamanni mikið og gott tækifæri til að halda áfram með sitt líf. Það er mikilvægt að þetta úrræði sé fyrir alla, en ekki aðeins unga afbrotamenn, enda jafn nauðsynlegt brotaþola, burtséð frá aldri brotamanns.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun