Fullkominn seðlabankastjóri eyðir mestum tíma sínum í golfi Lars Christensen skrifar 27. janúar 2016 08:00 Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann sennilega ekki unnið vinnuna sína á réttan hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafnvirðisjafnvægi er að framfylgja peningamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatímabili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðugleikatímabilinu mikla báru markaðirnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðugleika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðlabankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem staðfestu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðugleika. Ef seðlabankinn er fyllilega trúverðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað peningaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafnvirðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvellinum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmiðinu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri peningamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bankinn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttakendur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peningaframboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlánaaukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabankastjórar eru svo svekktir þessa dagana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peningamálastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann sennilega ekki unnið vinnuna sína á réttan hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafnvirðisjafnvægi er að framfylgja peningamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatímabili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðugleikatímabilinu mikla báru markaðirnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðugleika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðlabankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem staðfestu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðugleika. Ef seðlabankinn er fyllilega trúverðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað peningaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafnvirðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvellinum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmiðinu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri peningamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bankinn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttakendur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peningaframboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlánaaukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabankastjórar eru svo svekktir þessa dagana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peningamálastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun