Albanir, Belgar, Írar og Möltumenn hafa þegar kynnt framlög sín, en undanúrslitakvöldin fara fram 10. og 12. maí og úrslitakvöldið verður svo 14. maí.
43 lönd taka þátt í keppninni í ár, en einungis árin 2008 og 2011 hafa þátttökuríkin verið jafn mörg.
Úkraína, Bosnía, Króatía og Búlgaría snúa aftur, en Pórtúgalir og Tyrkir hafa ákveðið að sleppa því að taka þátt í ár. Ástralir taka svo aftur þátt í ár.
Sigurvegari síðasta árs, Måns Zelmerlöw , og Petra Mede, kynnir keppninnar árið 2013, verða kynnar keppninnar í ár.
Hlusta má á framlög Albaníu, Belgíu, Írlands og Möltu að neðan.