Vísir frumsýnir myndbandið við Eurovision-lagið Hugur minn er Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 11:15 Þórunn Erna Clausen hefur gefið út myndband við Eurovison-lag sitt Hugur minn er sem er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Samsett - Vísir/Bernhard Nú styttist óðum í að framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision verði valið. Búið er að velja þau tólf lög sem munu etja kappi í forkeppninni. Eitt af þeim er lagið Hugur minn er eftir Þórunni Ernu Clausen í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Búið er að gefa út myndbönd við lagið, bæði á ensku og íslensku en myndböndin bæði má sjá hér fyrir neðan. Höfundur lags og texta, Þórunn Erna, segir að laglína lagsins hafi komið til hennar þegar hún var að keyra. „Ég fæ oft til mín laglínur sem láta mig ekki í friði,“ segir Þórunn Erna. „Í þessu tilviki var ég að keyra og greip símann við stýrið, sem er auðvitað alveg bannað, og tók upp viðlagslínuna.“ Nokkrum dögum síðar settist hún við píanóið og úr varð lagið Hugur minn er. Þórunn Erna mundi síðar eftir texta sem hún hafi áður samið sem smellpassaði við lagið. Lagið er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar en Þórunn Erna segir að hún hafi leitað að reynslumiklum söngvurum til að taka lagið að sér enda hafi reynsla hennar af Eurovision kennt henni að mikilvægt er að söngvararnir sem taki þátt ráði við álagið og þekki það hvernig er að syngja í sjónvarpi. „Erna Hrönn er svo ótrúlega tónviss og með þennan fallega og skemmtilega pínu ráma tón,“ segir Þórunn Erna. „Hjörtur er auðvitað nýkrýndur sigurvegari the Voice Ísland og er með frábæra rokkrödd og tilfinningu sem hentar fullkomlega fyrir þetta lag.“Myndbandið við lagið Hugur minn erÞórunn Erna er einnig tilbúinn með enskan texta fyrir lagið en hún segir að það verði flutt á ensku verði það sent út í aðalkeppnina. „Textar eru fyrir mér og mörgum alveg helmingur af mikilvægi laga og hvort maður tengi við þau eða ekki, þannig að enska útgáfan er tilbúin líka,“ segir Þórunn Erna en heyra má enska útgáfu lagsins hér fyrir neðan. Eurovision Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00 Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59 Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Nú styttist óðum í að framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision verði valið. Búið er að velja þau tólf lög sem munu etja kappi í forkeppninni. Eitt af þeim er lagið Hugur minn er eftir Þórunni Ernu Clausen í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Búið er að gefa út myndbönd við lagið, bæði á ensku og íslensku en myndböndin bæði má sjá hér fyrir neðan. Höfundur lags og texta, Þórunn Erna, segir að laglína lagsins hafi komið til hennar þegar hún var að keyra. „Ég fæ oft til mín laglínur sem láta mig ekki í friði,“ segir Þórunn Erna. „Í þessu tilviki var ég að keyra og greip símann við stýrið, sem er auðvitað alveg bannað, og tók upp viðlagslínuna.“ Nokkrum dögum síðar settist hún við píanóið og úr varð lagið Hugur minn er. Þórunn Erna mundi síðar eftir texta sem hún hafi áður samið sem smellpassaði við lagið. Lagið er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar en Þórunn Erna segir að hún hafi leitað að reynslumiklum söngvurum til að taka lagið að sér enda hafi reynsla hennar af Eurovision kennt henni að mikilvægt er að söngvararnir sem taki þátt ráði við álagið og þekki það hvernig er að syngja í sjónvarpi. „Erna Hrönn er svo ótrúlega tónviss og með þennan fallega og skemmtilega pínu ráma tón,“ segir Þórunn Erna. „Hjörtur er auðvitað nýkrýndur sigurvegari the Voice Ísland og er með frábæra rokkrödd og tilfinningu sem hentar fullkomlega fyrir þetta lag.“Myndbandið við lagið Hugur minn erÞórunn Erna er einnig tilbúinn með enskan texta fyrir lagið en hún segir að það verði flutt á ensku verði það sent út í aðalkeppnina. „Textar eru fyrir mér og mörgum alveg helmingur af mikilvægi laga og hvort maður tengi við þau eða ekki, þannig að enska útgáfan er tilbúin líka,“ segir Þórunn Erna en heyra má enska útgáfu lagsins hér fyrir neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00 Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59 Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19
Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00
Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59
Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00