Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2024 20:05 Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Folaldasýningar eru alltaf vinsælar í sveitum landsins á þessum árstíma en ein slík var haldin undir Eyjajföllum nýlega þar sem dómarar mátu folöldin og gáfu þeim einkunn. Hestamenn eru sammála um að það sjáist oft strax á folöldunum hvort þau verði efnileg í framtíðinni eða ekki. Þetta var sextánda árið í röð, sem folaldasýning er haldin í Skálakoti. Sýningin fór þannig fram að folöldin komu með mæðrum sínum inn á sýningarsvæðið en mæðurnar voru svo teknar frá á meðan folöldin sýndu sig þegar þau voru rekin áfram og hlupu nokkra hringi fyrir dómarana. Kynnir var Guðmundur Viðarsson, bóndi og hóteleigandi í Skálakoti. „Þetta er mest til gamans og mannfagnaður en ég fæ valinkunna bændur hér í sveit til að raða folöldunum en þetta er mest til gamans gert,” segir Guðmundur. En sést strax á folöldunum hvort þau verði góð hross eða ekki? „Já, já, þú sérð hvort folaldið er fallegt frá byrjun eða ekki en auðvitað eiga þau eftir að teygjast og togast í allar áttir og sum hver fríkka og sum hver fríkka ekki,” bætir Guðmundur við. Guðmundur í Skálakoti, sem á stórt hrós skilið, ásamt fjölskyldu sinni að standa fyrir folaldasýningu á bænum í upphafi vetrar. Hér er hann með nafna sínum og barnabarni, Guðmundi Ársælssyni, sem býr á bænum Bakkakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dómararnir þrír höfðu nóg að gera við að dæma folöldin og gefa þeim einkunnir. „Við skoðum að folaldið sé svona þokkalega léttbyggt og ekki mjög fótlágt og svona fallegur yfirsvipur á því og svo er það nú yfirleitt alltaf hreyfingarnar sem vinna þetta,” segir Kristinn Guðnason, yfirdómari sýningarinnar. Dómararnir þrír á sýningunni, sem stóðu sig vel. Kristinn er lengst til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvort er nú skemmtilegra að fást við íslensku sauðkindina eða íslenska hestinn? „Þetta er best saman, já ætli að rollurnar yrðu ekki á undan hjá mér,” segir Kristinn hlæjandi. Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir folaldasýninguna var öllum boðið í vöfflukaffi og þar voru verðlaun dagsins veitt en hæst dæmda folald sýningarinnar var Hrafn frá Fornusöndum en eigandi þess, Finnbogi Geirsson tók á móti bikarnum. Snorri mætti með afa sínum, Vigni Siggeirssyni á sýninguna í Skálakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Þetta var sextánda árið í röð, sem folaldasýning er haldin í Skálakoti. Sýningin fór þannig fram að folöldin komu með mæðrum sínum inn á sýningarsvæðið en mæðurnar voru svo teknar frá á meðan folöldin sýndu sig þegar þau voru rekin áfram og hlupu nokkra hringi fyrir dómarana. Kynnir var Guðmundur Viðarsson, bóndi og hóteleigandi í Skálakoti. „Þetta er mest til gamans og mannfagnaður en ég fæ valinkunna bændur hér í sveit til að raða folöldunum en þetta er mest til gamans gert,” segir Guðmundur. En sést strax á folöldunum hvort þau verði góð hross eða ekki? „Já, já, þú sérð hvort folaldið er fallegt frá byrjun eða ekki en auðvitað eiga þau eftir að teygjast og togast í allar áttir og sum hver fríkka og sum hver fríkka ekki,” bætir Guðmundur við. Guðmundur í Skálakoti, sem á stórt hrós skilið, ásamt fjölskyldu sinni að standa fyrir folaldasýningu á bænum í upphafi vetrar. Hér er hann með nafna sínum og barnabarni, Guðmundi Ársælssyni, sem býr á bænum Bakkakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dómararnir þrír höfðu nóg að gera við að dæma folöldin og gefa þeim einkunnir. „Við skoðum að folaldið sé svona þokkalega léttbyggt og ekki mjög fótlágt og svona fallegur yfirsvipur á því og svo er það nú yfirleitt alltaf hreyfingarnar sem vinna þetta,” segir Kristinn Guðnason, yfirdómari sýningarinnar. Dómararnir þrír á sýningunni, sem stóðu sig vel. Kristinn er lengst til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvort er nú skemmtilegra að fást við íslensku sauðkindina eða íslenska hestinn? „Þetta er best saman, já ætli að rollurnar yrðu ekki á undan hjá mér,” segir Kristinn hlæjandi. Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir folaldasýninguna var öllum boðið í vöfflukaffi og þar voru verðlaun dagsins veitt en hæst dæmda folald sýningarinnar var Hrafn frá Fornusöndum en eigandi þess, Finnbogi Geirsson tók á móti bikarnum. Snorri mætti með afa sínum, Vigni Siggeirssyni á sýninguna í Skálakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira