Telati-fjölskyldan trúði ekki góðu fréttunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. janúar 2016 07:00 Hamingjusöm og hólpin fjölskylda með Reykjavík í bakgrunni. vísir/vilhelm „Ég var kvíðinn fyrir því að hitta lögfræðing okkar. Hún hringdi í mig og sagðist hafa fréttir að færa mér og konunni minni og bað okkur um að hitta sig. Á leiðinni þangað hugsaði ég um hvort við værum að fara að fá slæmar fréttir. Svo þegar hún sagði mér fréttirnar þá fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hreinlega náði ekki því sem hún sagði því ég hafði verið búinn undir það versta,“segir Hasan Telati ákaflega hamingjusamur fjölskyldufaðir. Hasan, eiginkona hans Aleka og börnin þeirra þrjú Laura, Janie og Petrit eru frá Albaníu og hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Forstjóri Útlendingastofnunar sagði að mistök hefðu verið gerð, stofnunin hafi ekki brugðist nógu hratt við og að verkferlum yrði breytt svo að að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunna öll vel við sig þar. Laura Telati brosir út að eyrum. „Ég kastaði mér í gólfið af gleði, skólafélagar mínir samglöddust mér innilega,“ segir hún. Laura er í tíunda bekk í Laugalækjarskóla og hefur, þótt ung sé, sjálf barist fyrir málstað fjölskyldunnar og flutti meðal annars hjartnæma ræðu á meðmælafundi sem var haldinn í Laugarneskirkju þar sem hún bað um að fá að vera áfram á Íslandi. Það var síðan í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu Albaníu og ætti ekki ofsóknir á hættu. Synjunin var fjölskyldunni mikið áfall. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og það vakti mikla reiði í samfélaginu að senda ætti þau úr landi. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson setti af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram. Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir. Alls kyns aðstoð barst fjölskyldunni, atvinnutilboð, gjafir og góðvild. „Við erum innilega þakklát og hlökkum til að byggja upp líf okkar í ró og næði hér á Íslandi. Okkur gengur svo vel og það er því góða fólki að þakka sem hefur orðið á vegi okkar og tekið upp málstað okkar,“ segir Aleka. Flóttamenn Tengdar fréttir Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44 Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Ég var kvíðinn fyrir því að hitta lögfræðing okkar. Hún hringdi í mig og sagðist hafa fréttir að færa mér og konunni minni og bað okkur um að hitta sig. Á leiðinni þangað hugsaði ég um hvort við værum að fara að fá slæmar fréttir. Svo þegar hún sagði mér fréttirnar þá fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hreinlega náði ekki því sem hún sagði því ég hafði verið búinn undir það versta,“segir Hasan Telati ákaflega hamingjusamur fjölskyldufaðir. Hasan, eiginkona hans Aleka og börnin þeirra þrjú Laura, Janie og Petrit eru frá Albaníu og hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Forstjóri Útlendingastofnunar sagði að mistök hefðu verið gerð, stofnunin hafi ekki brugðist nógu hratt við og að verkferlum yrði breytt svo að að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunna öll vel við sig þar. Laura Telati brosir út að eyrum. „Ég kastaði mér í gólfið af gleði, skólafélagar mínir samglöddust mér innilega,“ segir hún. Laura er í tíunda bekk í Laugalækjarskóla og hefur, þótt ung sé, sjálf barist fyrir málstað fjölskyldunnar og flutti meðal annars hjartnæma ræðu á meðmælafundi sem var haldinn í Laugarneskirkju þar sem hún bað um að fá að vera áfram á Íslandi. Það var síðan í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu Albaníu og ætti ekki ofsóknir á hættu. Synjunin var fjölskyldunni mikið áfall. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og það vakti mikla reiði í samfélaginu að senda ætti þau úr landi. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson setti af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram. Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir. Alls kyns aðstoð barst fjölskyldunni, atvinnutilboð, gjafir og góðvild. „Við erum innilega þakklát og hlökkum til að byggja upp líf okkar í ró og næði hér á Íslandi. Okkur gengur svo vel og það er því góða fólki að þakka sem hefur orðið á vegi okkar og tekið upp málstað okkar,“ segir Aleka.
Flóttamenn Tengdar fréttir Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44 Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44
Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43