Aðalsögupersónan í "The Blind Side" bara einum leik frá sínum öðrum Súper Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 23:30 Michael Oher á góðri stundu með Cam Newton og öðrum liðsfélaga. Vísir/Getty Michael Oher er leikmaður NFL-liðsins Carolina Panthers og hefur átt mjög flott tímabil eins og félagar hans í liðinu. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur leikmaður þá verður hann líklega alltaf frægari fyrir annað. Michael Oher er nefnilega aðalsögupersónan í kvikmyndinni „The Blind Side" sem var gerð um uppvaxtarár hans og leið hans inn í NFL en leikkonan Sandra Bullock fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi Oher. Myndin kom út árið 2009 og var mjög vinsæl en ekki spillti fyrir vinsældunum að Sandra Bullock fékk Óskarinn. Michael Oher var þá kominn í NFL-lið Baltimore Ravens þar sem hann varð meistari árið 2013. Michael Oher yfirgaf Baltimore Ravens í kjölfar titilsins 2013 og spilaði í eitt ár með Tennessee Titans áður en hann kom til Carolina Panthers. Carolina Panthers hefur slegið í gegn á þessu tímabil og þykir líklegt til að fara alla leið í ár enda vann liðið 15 af 16 leikjum sínum í deildarkeppni ameríska fótboltans. Michael Oher helst starf inn á vellinum er að passa upp á það að komist enginn að leikstjórnandanum Cam Newton. Cam Newton hefur átt frábært tímabil og verður líklega kosinn besti leikmaður deildarinnar. Oher spilar vinstra megin en það birtist skemmtileg grein inn á ESPN um Oher og samskipti hans við Mike Remmers sem spilar svipaða stöðu og Oher en bara hægra megin við leikstjórnandann. Michael Oher er nefnilega orðinn frekar þreyttur á því að það séu allir að tala um kvikmyndina „The Blind Side" við hann og hann hefur líka talað um að þó að myndin sé sannsöguleg þá hafi margt verið fært í stílinn. Það er heldur ekki að hjálpa til að liðsfélagarnir í Carolina Panthers hafa verið að stríða honum á myndinni og það frá fyrsta degi. Mike Remmers, liðsfélagi hans, er aftur á móti gríðarlegur aðdáandi myndarinnar og kann hana nánast utan af. Hann notar því hvert tækifæri til að fara með línur úr myndinni, tala um hana og horfa á hana. Remmers er líka að senda Oher smáskilaboð með myndbrotum, setningum og staðreyndum um myndina. Það er bara enginn meiri aðdáandi „The Blind Side" en hann. Mike Remmers er svo mikill aðdáandi að það var ekki möguleiki fyrir Michael Oher að fá treyjunúmerið sitt, 74, þegar hann kom til Carolina Panthers. Michael Oher hafði alltaf spilað í númer 74 en varð að sætta sig við að fara í númer 73 af því Remmers vildi spila númer 74 eins og Oher gerði í uppáhaldsmyndinni hans. Það er hægt að lesa þessa skemmtilegu grein ESPN um Michael Oher og Mike Remmers með því að smella hér. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.00 á sunnudaginn en á undan verður sýndur leikur Denver Broncos og New England Patriots sem hefst klukkan 20.00. NFL Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Michael Oher er leikmaður NFL-liðsins Carolina Panthers og hefur átt mjög flott tímabil eins og félagar hans í liðinu. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur leikmaður þá verður hann líklega alltaf frægari fyrir annað. Michael Oher er nefnilega aðalsögupersónan í kvikmyndinni „The Blind Side" sem var gerð um uppvaxtarár hans og leið hans inn í NFL en leikkonan Sandra Bullock fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi Oher. Myndin kom út árið 2009 og var mjög vinsæl en ekki spillti fyrir vinsældunum að Sandra Bullock fékk Óskarinn. Michael Oher var þá kominn í NFL-lið Baltimore Ravens þar sem hann varð meistari árið 2013. Michael Oher yfirgaf Baltimore Ravens í kjölfar titilsins 2013 og spilaði í eitt ár með Tennessee Titans áður en hann kom til Carolina Panthers. Carolina Panthers hefur slegið í gegn á þessu tímabil og þykir líklegt til að fara alla leið í ár enda vann liðið 15 af 16 leikjum sínum í deildarkeppni ameríska fótboltans. Michael Oher helst starf inn á vellinum er að passa upp á það að komist enginn að leikstjórnandanum Cam Newton. Cam Newton hefur átt frábært tímabil og verður líklega kosinn besti leikmaður deildarinnar. Oher spilar vinstra megin en það birtist skemmtileg grein inn á ESPN um Oher og samskipti hans við Mike Remmers sem spilar svipaða stöðu og Oher en bara hægra megin við leikstjórnandann. Michael Oher er nefnilega orðinn frekar þreyttur á því að það séu allir að tala um kvikmyndina „The Blind Side" við hann og hann hefur líka talað um að þó að myndin sé sannsöguleg þá hafi margt verið fært í stílinn. Það er heldur ekki að hjálpa til að liðsfélagarnir í Carolina Panthers hafa verið að stríða honum á myndinni og það frá fyrsta degi. Mike Remmers, liðsfélagi hans, er aftur á móti gríðarlegur aðdáandi myndarinnar og kann hana nánast utan af. Hann notar því hvert tækifæri til að fara með línur úr myndinni, tala um hana og horfa á hana. Remmers er líka að senda Oher smáskilaboð með myndbrotum, setningum og staðreyndum um myndina. Það er bara enginn meiri aðdáandi „The Blind Side" en hann. Mike Remmers er svo mikill aðdáandi að það var ekki möguleiki fyrir Michael Oher að fá treyjunúmerið sitt, 74, þegar hann kom til Carolina Panthers. Michael Oher hafði alltaf spilað í númer 74 en varð að sætta sig við að fara í númer 73 af því Remmers vildi spila númer 74 eins og Oher gerði í uppáhaldsmyndinni hans. Það er hægt að lesa þessa skemmtilegu grein ESPN um Michael Oher og Mike Remmers með því að smella hér. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.00 á sunnudaginn en á undan verður sýndur leikur Denver Broncos og New England Patriots sem hefst klukkan 20.00.
NFL Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira