Listamannalaunaveikin Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 22. janúar 2016 09:22 Frá því ég komst til vits og ára hef ég talið bókmenntir og listir gefa lífinu gildi; göfgandi, næra andann og samfélagið allt. Churchill mun hafa sagt þegar lagt var til í stríðinu að framlög til lista yrðu skorin niður: Til hvers er þá barist? Ég minnist þess ekki að nokkur með fullu viti hafi efast um nauðsyn bókmennta. Reyndar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. Svo viðurkennd er þessi skoðun að tala má um staðreynd. Sem allir gera sér grein fyrir. Eða, þetta hélt ég. Löngum hef ég talið listamannalaun lúsarlega léleg, þau eru undir framfærsluviðmiðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að stórauka framlag til menningar og lista. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að slíkt framlag skili sér til baka með rentum. En, þetta er mín persónulega skoðun sem ég blanda ekki saman við fréttaflutning. Nú ber svo við að fjöldi manna, virtir rithöfundar og slíkir, básúna yfir mannskapinn: Bókmenntir og listir gefa lífinu gildi! Og við kveða húrrahróp líkt og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Svipað og að ef sjómenn færu um í hópum, ef til vill að undangenginni enn einni umræðu um kvótakerfið og æptu og öskruðu á hverju götuhorni: Fiskur er matur. Fiskur er víst matur! Fólk myndi líkast til spyrja sig: Við hverja eru mennirnir að rífast? Mætustu menn hafa stigið fram, margir þekktir fyrir að hafa talað fyrir siðbót og gagnsæi og fullyrða nú að með fréttaflutningi sé um að ræða atlögu á hendur þekktum listamönnum. Glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum og barnalegustu samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós eins og þær að fjölmiðlar séu, með því að birta upplýsingar um listamannalaun, að bregða fæti fyrir hugsanlegt forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar?! Hverjar eru þessar upplýsingar? Jú, hverjir fá listamannalaun, hverjir hafa fengið flestum mánuðum úthlutað á undanförnum áratug, hver eru afköstin (í framhaldi af orðum formanns stjórnar Listamannalauna um að þeim sé úthlutað verkefnatengt og listamenn þyrftu að skila framleiðniskýrslum) auk þess sem fram hefur komið að stjórn rithöfundasambandsins velur fólk í úthlutunarnefndina. En, sæmileg umræða um þessar staðreyndir hlýtur þó að hverfast um fyrirkomulagið sem slíkt. Af hverju telur þessi hópur skammarlegt að þiggja listamannalaun með fullyrðingum um að með því að birta slíkar upplýsingar sé verið að stilla listafólki upp sem sakamönnum? Er þetta ekki nokkuð sem fremur ætti að fagna, á þeim forsendum að bókmenntir og listir gefi lífinu gildi? Ætti þetta ekki að vera téðum til lofs og dýrðar frekar en hitt? Að þeir skuli veljast til að bera fánann. Á hvaða forsendum telur fólk þetta lagt upp þeim til lasts? Fram hefur stigið hávær hópur sem virðist telja þetta framlag ríkisins sína persónulegu eign – virðist gripinn því sem má kannski kalla listamannalaunaveikina því krafan er sú að með þetta sé pukrast en annað ekki. Engin leið er að skilja þetta öðruvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Frá því ég komst til vits og ára hef ég talið bókmenntir og listir gefa lífinu gildi; göfgandi, næra andann og samfélagið allt. Churchill mun hafa sagt þegar lagt var til í stríðinu að framlög til lista yrðu skorin niður: Til hvers er þá barist? Ég minnist þess ekki að nokkur með fullu viti hafi efast um nauðsyn bókmennta. Reyndar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. Svo viðurkennd er þessi skoðun að tala má um staðreynd. Sem allir gera sér grein fyrir. Eða, þetta hélt ég. Löngum hef ég talið listamannalaun lúsarlega léleg, þau eru undir framfærsluviðmiðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að stórauka framlag til menningar og lista. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að slíkt framlag skili sér til baka með rentum. En, þetta er mín persónulega skoðun sem ég blanda ekki saman við fréttaflutning. Nú ber svo við að fjöldi manna, virtir rithöfundar og slíkir, básúna yfir mannskapinn: Bókmenntir og listir gefa lífinu gildi! Og við kveða húrrahróp líkt og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Svipað og að ef sjómenn færu um í hópum, ef til vill að undangenginni enn einni umræðu um kvótakerfið og æptu og öskruðu á hverju götuhorni: Fiskur er matur. Fiskur er víst matur! Fólk myndi líkast til spyrja sig: Við hverja eru mennirnir að rífast? Mætustu menn hafa stigið fram, margir þekktir fyrir að hafa talað fyrir siðbót og gagnsæi og fullyrða nú að með fréttaflutningi sé um að ræða atlögu á hendur þekktum listamönnum. Glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum og barnalegustu samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós eins og þær að fjölmiðlar séu, með því að birta upplýsingar um listamannalaun, að bregða fæti fyrir hugsanlegt forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar?! Hverjar eru þessar upplýsingar? Jú, hverjir fá listamannalaun, hverjir hafa fengið flestum mánuðum úthlutað á undanförnum áratug, hver eru afköstin (í framhaldi af orðum formanns stjórnar Listamannalauna um að þeim sé úthlutað verkefnatengt og listamenn þyrftu að skila framleiðniskýrslum) auk þess sem fram hefur komið að stjórn rithöfundasambandsins velur fólk í úthlutunarnefndina. En, sæmileg umræða um þessar staðreyndir hlýtur þó að hverfast um fyrirkomulagið sem slíkt. Af hverju telur þessi hópur skammarlegt að þiggja listamannalaun með fullyrðingum um að með því að birta slíkar upplýsingar sé verið að stilla listafólki upp sem sakamönnum? Er þetta ekki nokkuð sem fremur ætti að fagna, á þeim forsendum að bókmenntir og listir gefi lífinu gildi? Ætti þetta ekki að vera téðum til lofs og dýrðar frekar en hitt? Að þeir skuli veljast til að bera fánann. Á hvaða forsendum telur fólk þetta lagt upp þeim til lasts? Fram hefur stigið hávær hópur sem virðist telja þetta framlag ríkisins sína persónulegu eign – virðist gripinn því sem má kannski kalla listamannalaunaveikina því krafan er sú að með þetta sé pukrast en annað ekki. Engin leið er að skilja þetta öðruvísi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun