Listamannalaunaveikin Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 22. janúar 2016 09:22 Frá því ég komst til vits og ára hef ég talið bókmenntir og listir gefa lífinu gildi; göfgandi, næra andann og samfélagið allt. Churchill mun hafa sagt þegar lagt var til í stríðinu að framlög til lista yrðu skorin niður: Til hvers er þá barist? Ég minnist þess ekki að nokkur með fullu viti hafi efast um nauðsyn bókmennta. Reyndar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. Svo viðurkennd er þessi skoðun að tala má um staðreynd. Sem allir gera sér grein fyrir. Eða, þetta hélt ég. Löngum hef ég talið listamannalaun lúsarlega léleg, þau eru undir framfærsluviðmiðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að stórauka framlag til menningar og lista. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að slíkt framlag skili sér til baka með rentum. En, þetta er mín persónulega skoðun sem ég blanda ekki saman við fréttaflutning. Nú ber svo við að fjöldi manna, virtir rithöfundar og slíkir, básúna yfir mannskapinn: Bókmenntir og listir gefa lífinu gildi! Og við kveða húrrahróp líkt og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Svipað og að ef sjómenn færu um í hópum, ef til vill að undangenginni enn einni umræðu um kvótakerfið og æptu og öskruðu á hverju götuhorni: Fiskur er matur. Fiskur er víst matur! Fólk myndi líkast til spyrja sig: Við hverja eru mennirnir að rífast? Mætustu menn hafa stigið fram, margir þekktir fyrir að hafa talað fyrir siðbót og gagnsæi og fullyrða nú að með fréttaflutningi sé um að ræða atlögu á hendur þekktum listamönnum. Glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum og barnalegustu samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós eins og þær að fjölmiðlar séu, með því að birta upplýsingar um listamannalaun, að bregða fæti fyrir hugsanlegt forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar?! Hverjar eru þessar upplýsingar? Jú, hverjir fá listamannalaun, hverjir hafa fengið flestum mánuðum úthlutað á undanförnum áratug, hver eru afköstin (í framhaldi af orðum formanns stjórnar Listamannalauna um að þeim sé úthlutað verkefnatengt og listamenn þyrftu að skila framleiðniskýrslum) auk þess sem fram hefur komið að stjórn rithöfundasambandsins velur fólk í úthlutunarnefndina. En, sæmileg umræða um þessar staðreyndir hlýtur þó að hverfast um fyrirkomulagið sem slíkt. Af hverju telur þessi hópur skammarlegt að þiggja listamannalaun með fullyrðingum um að með því að birta slíkar upplýsingar sé verið að stilla listafólki upp sem sakamönnum? Er þetta ekki nokkuð sem fremur ætti að fagna, á þeim forsendum að bókmenntir og listir gefi lífinu gildi? Ætti þetta ekki að vera téðum til lofs og dýrðar frekar en hitt? Að þeir skuli veljast til að bera fánann. Á hvaða forsendum telur fólk þetta lagt upp þeim til lasts? Fram hefur stigið hávær hópur sem virðist telja þetta framlag ríkisins sína persónulegu eign – virðist gripinn því sem má kannski kalla listamannalaunaveikina því krafan er sú að með þetta sé pukrast en annað ekki. Engin leið er að skilja þetta öðruvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Frá því ég komst til vits og ára hef ég talið bókmenntir og listir gefa lífinu gildi; göfgandi, næra andann og samfélagið allt. Churchill mun hafa sagt þegar lagt var til í stríðinu að framlög til lista yrðu skorin niður: Til hvers er þá barist? Ég minnist þess ekki að nokkur með fullu viti hafi efast um nauðsyn bókmennta. Reyndar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. Svo viðurkennd er þessi skoðun að tala má um staðreynd. Sem allir gera sér grein fyrir. Eða, þetta hélt ég. Löngum hef ég talið listamannalaun lúsarlega léleg, þau eru undir framfærsluviðmiðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að stórauka framlag til menningar og lista. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að slíkt framlag skili sér til baka með rentum. En, þetta er mín persónulega skoðun sem ég blanda ekki saman við fréttaflutning. Nú ber svo við að fjöldi manna, virtir rithöfundar og slíkir, básúna yfir mannskapinn: Bókmenntir og listir gefa lífinu gildi! Og við kveða húrrahróp líkt og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Svipað og að ef sjómenn færu um í hópum, ef til vill að undangenginni enn einni umræðu um kvótakerfið og æptu og öskruðu á hverju götuhorni: Fiskur er matur. Fiskur er víst matur! Fólk myndi líkast til spyrja sig: Við hverja eru mennirnir að rífast? Mætustu menn hafa stigið fram, margir þekktir fyrir að hafa talað fyrir siðbót og gagnsæi og fullyrða nú að með fréttaflutningi sé um að ræða atlögu á hendur þekktum listamönnum. Glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum og barnalegustu samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós eins og þær að fjölmiðlar séu, með því að birta upplýsingar um listamannalaun, að bregða fæti fyrir hugsanlegt forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar?! Hverjar eru þessar upplýsingar? Jú, hverjir fá listamannalaun, hverjir hafa fengið flestum mánuðum úthlutað á undanförnum áratug, hver eru afköstin (í framhaldi af orðum formanns stjórnar Listamannalauna um að þeim sé úthlutað verkefnatengt og listamenn þyrftu að skila framleiðniskýrslum) auk þess sem fram hefur komið að stjórn rithöfundasambandsins velur fólk í úthlutunarnefndina. En, sæmileg umræða um þessar staðreyndir hlýtur þó að hverfast um fyrirkomulagið sem slíkt. Af hverju telur þessi hópur skammarlegt að þiggja listamannalaun með fullyrðingum um að með því að birta slíkar upplýsingar sé verið að stilla listafólki upp sem sakamönnum? Er þetta ekki nokkuð sem fremur ætti að fagna, á þeim forsendum að bókmenntir og listir gefi lífinu gildi? Ætti þetta ekki að vera téðum til lofs og dýrðar frekar en hitt? Að þeir skuli veljast til að bera fánann. Á hvaða forsendum telur fólk þetta lagt upp þeim til lasts? Fram hefur stigið hávær hópur sem virðist telja þetta framlag ríkisins sína persónulegu eign – virðist gripinn því sem má kannski kalla listamannalaunaveikina því krafan er sú að með þetta sé pukrast en annað ekki. Engin leið er að skilja þetta öðruvísi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun